Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 57
Ö L D U N G A D E I L D LÆKNAblaðið 2018/104 217 saman um taxtann. Hæpið mun það þó vera, að Alþingi fáist til þess að fara hana. Þá gæti komið til mála, að semja nýjan taxta og leggja frv. fyrir alþingi í þá átt. Móti þessu mælir, að slíkt er nokkurt vandaverk, en auk þess sjálfsagt, að læknastéttinni gefist kostur á að segja álit sitt um málið, sem væntanlega gæti orðið á almennum læknafundi 1919. Stjórn Lf. Ísl. treystist því ekki til, að gera tillögu um nýjan taxta, enda óvíst hvort alþingi hefði ekki viljað láta endurskoðun taxtans fylgjast með launamálinu. Þriðja úrræðið er, að leita dýrtíðaruppbótar til bráðabyrgða á borgun fyrir læknisstörf, en halda að öðru leyti töxtunum óbreyttum. Þessa leið taldi stjórn Lf. Ísl. óbrotnasta og fór því fram á það við landsstjórnina, að hún legði fyrir Alþingi frv. um hækkun á borgun fyrir öll læknis- verk, sem nemi því er peningar hafa falliðí verði frá 1914-1918 og þá væntanlega eigi minna en 100%. Er hér í raun og veru ekki að ræða um neina hækk- un frá því sem var, heldur ráðstöfun til þess að hinir afarlágu taxtar falli ekki í dýrtíðinni niður úr öllu valdi. Allir fulltrúar félagsins eru sammála stjórn- inni um þetta og allir þeir héraðslæknar, sem málið hefir verið borið undir. Er vonandi, að alþingi bregðist vel við þessari sanngirniskröfu læknastéttarinnar. 2. Almennan læknafund boðar stjórn Lf. Ísl. ekki í þetta sinn, nema áskoranir berist um það efni frá héraðslæknum. Samgöngur eru erfiðar og dýrt að ferðast, Alþingi yrði væntanlega lokið áður fundur kæmist á, svo hann gæti engin áhrif haft á gerðir þess. Aftur ber brýna nauðsyn til, að fundur komist á næsta sumar meðan þing situr, og að læknar hafi þá gert ákveðnar tillögur um nauðsynlegar endurbætur á sínum högum. 3. Vikaramálið hefir verið að nokkru athugað. Sér stjórnin fél. væntanlega þeim fyrir vikörum, sem þess óska, áður en langt um líður. G.H. *Má nefna sem dæmi, að skoðun á sjúkl. í fyrsta sinni kostar í Noregi 2-3 kr. og á nú að hækka upp í 3-5 kr., en fyrir röska klukkutíma ferð (tæpa 10 km.) fá læknar þar 7-8 kr. og ókeypis flutning. Næturtaxti 30-50% hærri. Og þó eru laun norsku læknanna miklu hærri, byrjunarlaun- in 2000-5000 kr. og hækka um 200 kr.3., 6. og 9. árið eða 600 kr. alls. Nokkrir læknar lögðu leið sína á námskeið í Egilshöll um daginn til að undir- búa sumarið og æfa sig í flugukasti. Aðalkennari á námskeiðinu var Jónas Magnússon sem kominn var frá Bandaríkjunum til að sýna fólki réttu hand- brögðin, ekki með skurðhnífinn á lofti heldur með flugukaststöngina. Og virtist hvorki kennara né nemendum leiðast þegar Læknablaðið renndi við til skoða þessa kennslu. Hinu hundrað ára gamla Læknafélagi er ekkert óviðkomandi og flugu kast er þar ekki undanskilið. Einn meginboðskapur kennarans var þessi: Ekki nota alltof mikið afl við flugukast. Það eina sem þarf að gera er að sveigja stöngina, sem síðan kastar línunni. – Myndirnar voru teknar á námskeiðinu í Egilshöll. Flugukast - námskeið Jónas að kenna Gunnari Bjarna Ragnarssyni krabbameinslækni réttu handbrögðin og hugar- farið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.