Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2018/104 183
Viðbótarmeðferð (second-line)
Canakinumab er anti-IL-1β einstofna mótefni (150mg
undir húð stök gjöf) sem íhuga má hjá fullorðnum
einstaklingum með tíð þvagsýrugigtarköst þar sem
önnur úrræði gagnast ekki.52
Anakinra er IL-1 viðtakahemill sem hefur mögu-
lega ábendingu til að minnka verki í bráðri liðbólgu.53
Vegna aukinnar hættu á sýklasótt er virk sýking alger
frábending fyrir IL-1 hemlum.6
Endurtekin liðbólga vegna þvagsýrugigtar
stuttu eftir fyrri meðferð
Endurtekin liðbólga bendir oft til of stuttrar með-
ferðarlotu í fyrri liðbólguhrinu. Hefja ætti aftur sömu
meðferð og við fyrri liðbólgu en íhuga lengri með-
ferðartíma. Ef liðbólgueinkennin dempuðust ekki
með fyrstu meðferð skal íhuga aðra sjúkdómsgrein-
ingu eða prófa lyf með annan verkunarmáta eða jafn-
vel samsetta meðferð.
Áhættuhópar
Nota ætti bólgueyðandi gigtarlyf með varúð hjá sjúk-
lingum með kransæðasjúkdóm. Þeir sjúklingar ættu
frekar að fá stera eða colchicine ef ekki eru aðrar frá-
bendingar fyrir þeirri lyfjameðferð.
Velja ætti colchicine hjá sykursjúkum en bæði
bólgueyðandi gigtarlyf og stera ætti að nota varlega.
Bólgueyðandi gigtarlyf ætti ekki að nota hjá sjúk-
lingum með nýrna- eða lifrarbilun. Ef áframhaldandi meðferð þarf
með colchicine eftir hleðsluskammtinn (fyrstu 12 klukkustund-
ir) ætti að helminga viðhaldsskammtinn ef áætlaður gaukulsí-
unarhraði (GSH) er undir 30 mL/mín eða tvöfalda tíma milli
gjafa. Sterar ættu að vera fyrsta val á meðferð hjá sjúklingum með
nýrnabilun með GSH undir 30 mL/mín.
Ef sjúklingur er á warfaríni eða NOAC (novel oral anticoagulant)
ætti að gefa stera eða colchicine en forðast bólgueyðandi gigtarlyf.
Þó mætti nota COX-II hemil í völdum tilfellum.
Við vitglöp er skynsamlegt að varast colchicine nema undir eft-
irliti vegna hættu á eiturverkunum við ofskammt.
ÞVAGSÝRULÆKKANDI MEÐFERÐ
Þvagsýrugigt er alvarlegur og langvinnur sjúkdómur þar sem
til er kröftug og örugg meðferð.5 Því nægir ekki að meðhöndla
einungis bráðar liðbólgur heldur þarf líka að veita rétta langtíma-
meðferð. Markmið hennar er að koma þvagsýrugigt í sjúkdómshlé
til frambúðar með lækkun þvagsýru í blóði niður fyrir leysnimörk
þvagsýrukristalla. Tilgangur hennar er að stöðva myndun nýrra
þvagsýrukristalla og minnka kristallasöfn sem þegar hafa mynd-
ast. Ábendingar fyrir þvagsýrulækkandi meðferð eru endurtekin
þvagsýrugigtarköst (>1 á ári), þvagsýrugigtarhnútar, nýrnabilun
af stigi ≥2 eða saga um þvagsýrunýrnasteina.17 Þegar hefja á þvag-
sýrulækkandi meðferð er mikilvægt að setja markmið þvagsýru-
lækkunar til að auðvelda ákvarðanatöku við framhald lyfjameð-
ferðar.
Samkvæmt leiðbeiningum EULAR eru meðferðarmarkmið
lækkunar þvagsýru <360µmól/L og halda skyldi þvagsýrugildi
sjúklingsins neðan þessa gildis ævilangt. Ef sjúkdómsbyrði er
mikil (þvagsýrugigtarhnútar og fjölliðabólgur) má stefna að þvag-
sýrulækkun niður fyrir 300µmól/L sem hvetur til hraðara niður-
brots þvagsýrukristalla. Þvagsýru ætti ekki að lækka niður fyrir
180µmól/L í lengri tíma (í árum).6
Alla með þvagsýrugigt ætti að fræða um
sjúkdóminn, meingerð hans og tilvist góðra
meðferðarmöguleika, hvernig meðhöndla á
bráða liðbólgu auk mikilvægis þess að eyða
þvagsýrukristöllum með lífsstílsbreytingum
og/eða lyfjameðferð ævilangt.
Y F I R L I T
Mynd 3. Meðferðarferill þvagsýrulækkunar í þvagsýrugigt. Þýdd úr EULAR leiðbeiningum frá
2016.6
ALMENNT RÁÐ 2.