Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 38
198 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R er nær að halda að FÍLumHeil læknar í Svíþjóð hafi einnig komið þeim áhrifum inn í sænska kerfið í lokin. Árið 1979 var fyrsta norræna þingið í heimilislækningum (Almen medicin) haldið í Kaupmannahöfn. Íslendingar voru ekki með í undirbúningi þess þings. Að sögn Dana höfðu þeir þrisvar sinnum skrifað bréf til Íslands til að ná einhverjum tengslum við heimilislækna þar, en fengu ekkert svar, enda óljóst hvert pósturinn fór. Hins vegar voru 7 íslenskir lækn- ar mættir á þetta þing, allir frá sænska kjarnanum og var ég einn þeirra. Pétur Pétursson og Sveinn Magnússon skrif- uðu síðar pistla um þetta þing sem var dreift meðal hópanna innan Svíþjóðar og á Íslandi. Á þessu þingi tókst okkur hins vegar að ná sambandi við lykilmenn í heimilislækningum á Norðurlöndunum og upp frá því náðust tengsl við hið nýja FÍH félag, og koma á formlegu samstarfi allra Norðurlandanna 5 um norrænu heimilis- læknaþingin. Þessi þing áttu síðar eftir að hafa veruleg áhrif á þróun mála hér heima hvað varðar akademíska stöðu og fjárhag félagsins. Það má segja að á 8. áratugnum hafi fræðigreinin mótast, einkum hugmynda- fræði hennar, en þar höfðum við þá sér- stöðu að Læknafélag Íslands, læknadeild og heilbrigðisráðuneytið voru einhuga um að byggja upp heilsugæsluna. Þetta átti þó eftir að breytast, þar eð mörgum sér- fræðingum í læknastétt þótti fljótlega allt of mikill peningur lagður í heilsugæslu- stöðvarnar. Ráðuneytið undir forystu Páls Sigurðssonar fylgdi þó málunum vel eftir. Ingibjörg R. Magnúsdóttir skrifstofustjóri ráðuneytisins gætti einnig vandlega að hag hjúkrunarfræðinga í þessari upp- byggingu. Langvinn kjarabarátta Á 9. áratugnum voru kjaramál heimilis- lækna í brennidepli. Árið 1979 og fyrr voru heilsugæslulæknar á föstum launum frá ríkinu og fengu einnig greitt fyrir læknisverk samkvæmt gjaldskrá. Vaktir voru veigamesta tekjulindin. Laun fóru lækkandi miðað við laun annarra stétta. Árið 1985 þótti heimilislæknum nóg komið. Samningar höfðu ekki tekist við ríkisvaldið og um 80% heimilislækna sögðu upp störfum vegna lélegra launa. Gjaldskráin fór í gerðardóm en nokkrum klukkustundum fyrir útgöngu lækna af stöðvum náðist samkomulag við Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. Árið 1989 var gerður fastlaunasamn- ingur við ríkið og að 1,5% af launum heimilislækna færi í vísinda- og þró- unarsjóð í heimilislækningum. Þetta var upphafið af voldugum Vísindasjóði FÍH. Nú varð friður í kjaramálum um hríð eða til ársins 1995, þá fór aftur að síga undan fæti. Heimilislæknum þótti mikill seinagangur í framfylgd laga um heilbrigðisþjónustu, einkum á höfuð- borgarsvæðinu. Heimilislæknar settu fram kröfur í ítarlegri greinargerð þar sem var Starfsfólk heilsugæslustöðvar Efra-Breiðholts bregður á leik. Mynd: Þórarinn Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.