Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 56
216 LÆKNAblaðið 2018/104
Stjórn Öldungadeildar
Kristófer Þorleifsson formaður,
Jóhannes M. Gunnarsson ritari,
Guðmundur Viggósson gjaldkeri,
Kristrún Benediktsdóttir,
Margrét Georgsdóttir.
Öldungaráð
Hörður Alfreðsson,
Magnús B. Einarson,
Reynir Þorsteinsson,
Snorri Ingimarsson,
Þórarinn E. Sveinsson.
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li
Ö L D U N G A D E I L D
Á þessu ári er fagnað 100 ára afmæli Læknafélags Íslands
sem stofnað var 14. janúar 1918, mitt í kuldakastinu sem gaf
þeim vetri viðurnefnið „Frostaveturinn mikli“. Síðasta ár
heimsstyrjaldarinnar fyrri var þá einnig runnið upp en henni
lauk í nóvember 1918. Þótt Íslendingar hafi sloppið við bein
stríðsátök sluppum við ekki við fylgifiska stríðsins svo sem vöru-
skort og dýrtíð.
Í 4. tbl. Læknablaðsins 1918, aprílblaðinu, skrifar Guðmundur
Hannesson formaður grein um félagið þar sem hann lýsir megin-
verkefni þess sem var úrbætur í kjaramálum. Hér fylgir greinin
sem fjallar um bág kjör lækna og hugsanlegar úrbætur. Borin
eru saman kjör íslenskra og norskra lækna og ætla má að gengi
íslenskrar og norskrar krónu hafi verið svipað um þessar mundir,
sú íslenska raunar bundin hinni dönsku.
PÁ
Guðmundur Hannesson formaður. Guðmundur Magnússon. Sæmundur Bjarnhéðinsson. Matthías Einarsson.
Fyrstu skref Læknafélags Íslands
Þess er tæpast að vænta, að stjórn Lf. Ísl.
hafi komið miklu í verk á þeim stutta tíma
sem fél. var stofnað, en aðgerðalaus hefir
hún þó ekki verið. Helstu málin, sem hún
hefir tekið til athugunar eru þessi:
1. Hækkun ferðataxta og gjaldskrár. Eins
og allir vita, er öll borgun fyrir læknis-
verk hér á landi langt fyrir neðan alt það,
sem dæmi eru til í nágrannalöndunum.*
Ákvæði gjaldskrárinnar eru flest óhæfi-
lega lág og annars lítið samræmi í þeim,
t.d. að 2 kr. skuli borgaðar fyrir að taka
þvag af manni, en að eins 220 kr. fyrir
stærstu og vandasömustu handlæknis-
aðgerðir. Þó tekur ferðataxtinn út yfir: 30
aura borgun fyrir hverja klukkustund,
oft í illviðrum og nokkurri lífshættu.
Læknunum er goldið nálega þrefalt minna
en óbrotnum handverksmönnum. Ofan á
alt þetta hefir bætst verðfall peninga, sem
hefir rýrt þennan lága taxta um fullan
helming.
Þetta ástand alt hefir leitt til þess, eink-
um nú í dýrtíðinni, að allmargir læknar
hafa sett nokkru meira upp fyrir verk sín
en gjaldskrá ákveður og styðjast þar við
I. gr. hennar og skýringar landlæknis á
henni. Aftur fylgja aðrir læknar nákvæm-
lega ákvæðum gjaldskrár og læknaskip-
unarlaga.
Engum getur dulist, að hér er í óefni
komið, sem þarf bráðra endurbóta við.
Lagaákvæðin eru svo ósanngjörn, að bæði
læknar og alþýða hætta að skeyta um þau.
Á þessu verður ekki bót ráðin með
neinu öðru en að hækka borgun fyrir
læknisverk á einhvern hátt, en hvernig
það sé heppilegast - um það eru skiftar
skoðanir. Sumir vilja koma hér á sama
skipulagi og erlendis, að læknar ákveði
sjálfir borgun fyrir læknisverk. Séu þá
launin þóknun fyrir störf í landsins þágu
„fyrir að líta eftir að heilbrigðislöggjöf
landsins sé fylgt, fyrir ráðstafanir til þess
að verja almenning sóttum og ekki síst
fyrir að vera tjóðraðir hver í sínu horni,
skyldugir til að láta siga sér, nótt sem nýt-
an dag, út í veður og vind og svo ekki að
gleyma öllum skýrslum og skriftum, sem
af okkur eru heimtaðar“.
Þessi leið væri ákjósanlegust fyrir
lækna að ýmsra áliti og mætti, ef til vill,
breyta henni á þá leið, að stjórn Lf. Ísl.,
landlæknir og landsstjórn kæmu sér
Læknafélag Íslands
Fyrsta stjórn LÍ