Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 34
194 LÆKNAblaðið 2018/104 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Jóhann Ágúst lauk námi í læknadeild HÍ árið 1975 og sérnámi í heimilislækn- ingum í Svíþjóð 1981. Hann starfaði sem héraðslæknir og síðar heimilislæknir og var skipaður prófessor í heimilis- lækningum er sú staða var stofnuð í læknadeild HÍ árið 1991. Prófessorsstað- an var upphaflega gjöf Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) til Háskólans til tveggja ára. Af erindum þeim sem haldin voru á málþinginu er ljóst að framlag Jóhanns Ágústs til þróunar sérgreinar- innar á Íslandi er ómetanlegt þó hann sé fyrstur manna til að viðurkenna og virða framlag og þátt annarra í þeirri löngu vegferð. Stofnun og starfsemi Félags íslenskra heimilislækna er ein af mörgum vörðum í sögu heimilislækninga á Íslandi og hér er dregið fram í dagsljósið það sem mér finnst áhugavert varðandi forsögu fé- lagins. Þar eð Ísland hafði lotið danska kon- ungsdæminu um aldaraðir er ljóst að þróun heilbrigðisþjónustu síðustu aldirnar hafði að mestu mótast samkvæmt danskri fyrirmynd. Má þar nefna sögu sjúkrahúsa og héraðslækninga, faglegar kröfur um lækningaleyfi, framhaldsnám í læknis- fræði og fleira. Hugsjónir í mótun Allt frá þjóðveldisöld voru til ákvæði eða landslög um samhjálp, sem síðar hafa þróast í aldanna rás. Þróun sjúkrasamlaga og samningar forsvarsmanna þeirra við læknasamtökin hafa skipt miklu máli hvað varðar heimilislækningar. Fyrsta sjúkrasamlagið á Íslandi var þegar stofnað árið 1897 og Sjúkrasamlag Reykjavíkur árið 1909 (tr.is/tryggingastofnun/saga/). Árið 1936 var Tryggingastofnun ríkisins stofnuð með heildstæðum lögum um al- mannatryggingar, væntanlega samkvæmt danskri fyrirmynd, þar sem undirstöður samhjálpar eru styrktar enn frekar. Þá er vert að hafa það í huga að heimsstyrjöldin síðari var ekki eingöngu saga hernaðar og hörmunga heldur einnig vettvangur samfélagslegra hugsjóna og hugmynda- fræðilegra átaka. Hugmyndir að velferðar- kerfinu (the welfare state) mótuðust á þess- um tíma í Bretlandi (Beveridge-skýrslan 1942) og í kjölfar þess stofnuðu Bretar metnaðarfullt opinbert heilbrigðiskerfi (The National Health Service) árið 1948. Norðurlöndin fylgdu þessari hugmynda- fræði eftir. Í hnotskurn er grunnurinn sá að almannafé er nýtt til að fjármagna heil- brigðisþjónustuna fyrir alla landsmenn og að tryggja jafnt ungum sem öldruðum lífsviðurværi og félagslegt öryggi. Sérstaða lækna í þessum bresku og norrænu vel- ferðarkerfum hefur frá upphafi verið sú að þeir beri ekki eingöngu ábyrgð á velferð skjólstæðinga sinna, heldur einnig á jafn- vægi í velferðarkerfinu í heild. Þessi hug- sjón hefur allar götur síðan verið ofarlega á blaði við mótun starfa heimilislækna. Vert er að gera sér grein fyrir að með fyrirkomulagi sjúkrasamlaga eru eftirfar- andi þættir innbyggðir í kerfið sem skiptu miklu máli varðandi heimilislækningar. Þetta var nokkurs konar samningur um: • um samfellda þjónustu (continuity of care), • persónulega þjónustu, • ákveðinn fjölda íbúa fyrir hvern heimilislækni. Sú hefð sem skapaðist hér á landi um að hver og einn hefði sinn heimilislækni skipti miklu máli þegar heimilislæknar fóru að móta starfsemi sína nánar síðar meir. Aukin áhersla á sérhæfingu Á sjötta og sjöunda áratugnum var sérhæf- ing innan læknisfræðinnar orðin ríkjandi Eftirfarandi grein er byggð á erindi Jóhanns Ágústs Sigurðssonar prófessors emeritus í heimilislækningum er hann hélt á málþingi er haldið var honum til heiðurs þann 2. mars síðastliðinn. Jóhann varð einnig góðfúslega við því að láta í té óbirta samantekt sína á sögu heimilislækninga við vinnslu greinarinnar. Er allur texti greinarinnar Jóhanns en samantektin unnin af blaðamanni Læknablaðsins með samþykki höfundar. Án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt Saga heimilislækninga á Íslandi í 50 ár Jóhann Ágúst Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.