Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 179 tæka og sértæka ónæmiskerfisins. Í kringum hnútana má finna bólgumiðla, svo sem IL-1β og TNF-α (tumor necrosis factor α) en auk þess bólgueyðandi prótein (transforming growth factor β1), sem gefur til kynna að þar fari fram langvinnt bólguástand en einnig viðgerð. Liðskemmdir í þvagsýrugigt verða vegna ífarandi vaxtar hnútanna í bein og veldur það beineyðingu.17 Hnútar á brjóskyfirborði liða geta valdið brjóskeyðingu þrátt fyrir að bráð liðbólga hafi verið rétt meðhöndluð og þvagsýrugildi í blóði lækkuð. Kristallarnir eru étnir upp af brjóskfrumum og myndast við það virkir metallópróteinasar sem auk fleiri þátta, svo sem IL-1β, geta valdið brjóskeyðingu.10 Nýleg evrópsk rannsókn sýndi fram á að litlir, hringlaga UMA (urate microaggregates) myndast í blóði hjá sjúklingum með hækkun á þvagsýru. Átfrumur ónæmiskerfisins hreinsa UMA úr blóðinu og færa til lifrar og milta þar sem makrófagar taka þessar UMA- fylltu átfrumur upp. Ef átfrumuvirknin er ekki sem skyldi geta UMA myndað MSÚ-kristalla sem getur skýrt hvers vegna sumir sjúklingar með hækkun á þvagsýru í blóði fá þvagsýrugigt.8 EINKENNI Venja hefur verið að skipta hækkun þvagsýru í blóði og þvagsýru- gigt í fjögur sjúkdómsstig með tilliti til einkenna: 1. Hækkun þvagsýru í blóði án einkenna. 2. Bráð liðbólga af völdum þvagsýrugigtar: Viðvarandi hækkun þvagsýru í blóði leiðir til útfellinga á MSÚ-kristöllum í liðum eða umlykjandi vefjum sem veldur bráðri bólgu sem gengur yfir að sjálfu sér. 3. Einkennalaust tímabil: Tímabilið milli bráðra liðbólgna. Einstaklingurinn er áfram með há þvagsýrugildi í blóði og getur fengið þvagsýrugigtarliðbólgur ef meðferð er ekki beitt. 4. Langvinn þvagsýrugigt með útfellingu kristalla í vefjum: Alvarlegasta stig þvagsýrugigtar en þá hafa þvagsýruút- fellingar orðið í vefjum (þvagsýrugigtarhnútar) og oft með skemmdum í beinum og liðum.5 Þetta stigunarkerfi lýsir einkennastigum þvagsýrugigtar vel en tillögur hafa komið fram um endurbætt stigunarkerfi sem tekur einnig tillit til MSÚ-kristallamyndunar og niðurstaðna úr myndrannsóknum. Þá er þvagsýrugigtinni skipt í annaðhvort virkt klínískt stig eða óvirkt klínískt stig með hækkun á þvagsýru í blóði.23 Þvagsýrugigt kemur í köstum með einkennum bráðrar lið- bólgu: verk og takmörkun á hreyfigetu veika liðarins auk bólgu, hita og roða í mjúkvefjunum í kring. Sjúklingurinn getur fundið fyrir óþægindum í liðnum sem undanfara þessara einkenna sem yfirleitt ná hámarki innan 24 klukkustunda. Oftast er upphaf bráðrar liðbólgu að nóttu til. Grunnliður stórutáar (MTP 1) verð- ur oftast fyrir barðinu (kallast podagra) en þar á eftir koma aðrir liðir í fæti og fótlegg svo sem ökkli og hné. Þvagsýrugigt getur einnig komið fram í liðum efri útlims, svo sem olnboga, úlnlið og höndum en sjaldgæft er að liðbólgurnar komi fram í fleiri en einum lið í einu.24,25 Sjúklingarnir lýsa því oft að þeir hafi áður upplifað svipuð liðbólgueinkenni sem þá gengu yfir á innan við 14 dögum. Þá er algengt að þeir hafi nýlega gengið í gegnum veikindi eða undirgengist aðgerð, orðið fyrir þurrki eða innbyrt áfengi eða púrínríka fæðu. Þá lýsa sjúklingarnir stundum verkjalausum hnútum undir húð sem geta bólgnað upp, hnútarnir geta sýkst og úr þeim getur komið hvítt, tannkremslíkt efni. Til er ákveðin sjúkdómsmynd sem sést einkum hjá eldri konum með slitgigt í fingrum með Heberdens-hnúta. Þær hafa oft skerðingu á nýrna- starfsemi eða eru á þvagræsilyfjum og mynda gjarnan einkenna- litlar eða -lausar þvagsýruútfellingar við slitgigtarhnútana í DIP eða PIP liðum.26 Við skoðun má sjá bólgu yfir veika liðnum með eymslum, roða og hita. Almenn einkenni geta fylgt, svo sem hiti, en það á sér- staklega við ef þvagsýrugigtin kemur fram í fleiri en einum lið. Hálabelgsbólga (bursitis) og sinaslíðursbólga (tendinitis) geta fylgt. Tafla I. Greining þvagsýrugigtar. Unnið úr ACR / EULAR leiðbeiningunum 2015. Átta stig úr lið 3 nægja til greiningar á þvagsýrugigt. 1. Inngönguviðmið Að minnsta kosti ein liðbólga, verkur eða eymsli í fjarlið eða hálalið 2. Fullnægjandi greiningarviðmið Þvagsýrukristallar eru til staðar í einkennagefandi lið, hálalið eða þvagsýrugigtarhnút 3. Nota skal eftirfarandi greiningarviðmið ef lið 2 er ekki fullnægt Stig Hvaða liðir eða hálabelgir eiga í hlut? Ökkli eða rist 1 Grunnliður stórutáar (MTP 1) 2 Einkenni í bráðri bólgu Roði Verkur eða eymsli Takmörkun á hreyfigetu Eitt einkenni 1 Tvö einkenni 2 Þrjú einkenni 3 Tímaþættir bólgu (að lágmarki tveir til staðar) Tími að hámarkseinkennum er minna en 24 klukkustundir Einkenni ganga yfir á innan við 14 dögum Einkenni lagast að fullu á milli bráðra bólguhrina Ein dæmigerð bólga vegna þvagsýrugigtar 1 Endurteknar dæmigerðar bólgur 2 Klínísk einkenni þvagsýrugigtarhnúta Til staðar 4 Þvagsýrugildi í blóði <4mg/dL (238µmól/L) -4 6-<8mg/dL (357-<476µmól/L) 2 8-<10mg/dL (476-<595µmól/L) 3 ≥10mg/dL (≥595µmól/L) 4 Greining liðvökva Þvagsýrukristallar ekki til staðar -2 Myndrannsóknir styðja greiningu eða þvagsýrukristallar eru til staðar í einkennagefandi lið eða hálalið Ómskoðun: Tvöfaldar útlínur brjósks (double-contour sign) Dual-energy CT: Þvagsýrukristallar sjást Til staðar (annaðhvort) 4 Myndrannsóknir sýna skemmdir af völdum þvagsýrugigtar, að minnsta kosti ein úráta á hefðbundinni röntgenmynd af höndum og fótum Til staðar 4 Y F I R L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.