Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 13

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 13
LÆKNAblaðið 2018/104 173 var notuð til að prófa leitni milli ára fyrir helstu breytur. Þegar prófuð voru tengsl milli HbA1c-gildis og annarra þátta var einnig gerð línuleg aðhvarfsgreining þar sem leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Miðað var við marktektarmörk með P-gildi ≤0,05. Rann- sóknin fékk leyfi vísindasiðanefndar (VSNb2015110033/03.01) og Persónuverndar (15-107). Niðurstöður Í rannsókninni voru 113 manns sem samanburðarhæf gögn voru til um öll árin. Einungis 13 af 113 voru með sykursýki 1. Þeir sem voru með sykursýki 2 höfðu marktækt hærri LÞS (P=0,026) og voru að meðaltali 10 árum eldri (P=0,022) en þeir sem voru með sykur- sýki 1. Ekki var marktækur munur á HbA1c-gildi, blóðþrýstingi og blóðfitum einstaklinga í rannsókninni eftir tegund sykursýki. Látnir á tímabilinu voru 66, eða 55% af brotthvarfi úr rannsókn- inni. Fimm fluttu í burtu og einhvern hluta upplýsinga vantaði um 49 manns. Af þeim 113 sem fylgt var eftir til ársins 2015 var meðalaldur 67 ár og 54% voru karlmenn. Yfir rannsóknartímabilið lækkaði hlébilsþrýstingur marktækt og HbA1c-gildið hækkaði marktækt en aðrar breytur sýndu ekki mun (tafla I). HbA1c-gildið var 7,22% (sf 1,20) árið 2005, hækkaði í 7,43% (sf 1,22) til 2010 og var 7,56% (sf 1,12) árið 2015. Hlutfall einstaklinga með sykursýki sem náði alþjóðastöðlum varðandi HbA1c var 51,3% árið 2005 en var 34,6% árið 2015. Flestir mættu alþjóðastöðlum á þríglýseríði árið 2015, eða 78,4%, en 44,2% voru með LÞS <30 kg/m2 árið 2015 (tafla II). Árið 2015 voru flestir eingöngu á töflum til að lækka blóðsyk- urinn, eða 29,2%. Þátttakendur sem eingöngu notuðu insúlín voru 20,3%, 15% á töflum og insúlíni, 7,1% á töflum og Glucagon-like peptide-1 agonista (GLP-1), 8% á töflum, insúlíni og GLP-1 og 5,3% á insúlíni og GLP-1 en 8% eingöngu á lífsstílsmeðferð. Mynd 1 sýn- ir tengsl tegundar blóðsykurslækkandi lyfjameðferðar og HbA1c- gildis. Tafla III sýnir tengsl HbA1c-gildis og annarra þátta árið 2015. Neikvæð fylgni er á milli HbA1c og aldurs (P=0,005, áhrif=-0,02), þeir yngri hafa hærra HbA1c-gildi. Karlar hafa hærri HbA1c-gildi en konur (P=0,037, áhrif=0,44) auk þess sem þeir með merki um fylgikvilla í taugakerfi höfðu hærra HbA1c-gildi en þeir án fylgi- kvilla (P=0,013, áhrif=0,56). Skráning á fylgikvillum var ófullnægjandi árin 2005 og 2010, í 87-95% tilfella vantaði skráningu. Breyting varð á skráningu árið 2015 þar sem hlutfall engra upplýsinga um merki um fylgikvilla í taugakerfi fór úr 90,6% 2005 niður í 35,4% 2015. Árið 2015 voru stað- fest einkenni um fylgikvilla í taugakerfi hjá 51 einstaklingi (44,2%) og staðfest engin einkenni hjá 23 (20,4%). Árið 2015 var hlutfall engra upplýsinga um fylgikvilla í nýrum 21,2%, staðfest einkenni voru hjá 39 einstaklingum (34,5%) og staðfest engin einkenni hjá 51 einstaklingi (45,1%). Mæting í árlegt eftirlit, bæði í móttöku og í árlega blóðprufu var 71-80% öll árin. Umræður Rannsóknin sýndi að almennt urðu ekki miklar breytingar á lík- amlegum mæligildum þátttakenda þau 10 ár sem rannsóknin spannar. En þó varð marktæk hækkun á HbA1c um 0,34% frá 2005 til 2015 og hlutfall þeirra sem náðu að uppfylla alþjóðastaðla varð- andi HbAc-gildið fór úr 51,3% árið 2005 niður í 34,6% árið 2015. Við upphaf lyfjameðferðar lækkaði blóðsykurinn en blóðsykurs- lækkunin hélst ekki til lengri tíma, sem er staðfest í öðrum rann- sóknum.4-6 Meðal HbA1c-gildi upp á 7,56% árið 2015 sýnir að brýnt er að ná betri stjórn á blóðsykurslækkun vegna aukinnar hættu á fylgikvillum hjá einstaklingum með sykursýki 26,16 og sykursýki 1.4,5 Rannsókn meðal fólks með sykursýki 2 í heilsugæslu í Nor- egi (N=6818), Svíþjóð (N=28,657) og Danmörku (N=6443) sýndi að HbA1c-gildið lækkaði verulega í löndunum frá 1995-2005. En frá 2005-2015 varð lítil breyting í Noregi (7,2%) og Svíþjóð (7,3%) en lækkunin hélt áfram í Danmörku þar sem HbA1c-gildið var 6,8% árið 2015.17 Rannsókn á göngudeild innkirtla og sykursýki á Landspítala (N=308/1407) árin 2001-2002 sýndi HbA1c-gildi 7,02% og 6,94% fyrir hvort ár og hlutfall þeirra sem náðu alþjóðavið- miðunum 57% (2001) og 41,7% (2002).18 Rannsóknin á Landspítala18 var þversniðskönnun sem getur skýrt að hluta lægra blóðsykurs- gildi en hér. Vitað er að meðhöndlun sykursýki, og þá sérstaklega sykursýki 2, verður flóknari eftir því sem tíminn líður, insúlín- framleiðsla minnkar og insúlínviðnám eykst.6,8 Hér voru þeir yngri, og þá sérstaklega yngri karlmenn, með hærra HbA1c-gildi R A N N S Ó K N Tafla II. Hlutfall einstaklinga (n=113) sem uppfylla alþjóðastaðla fyrir HbA1c, HDL, LDL, þríglýseríð, LÞS (líkamsþyngdarstuðul), slagbils- og hlébilsþrýsting árin 2005, 2010 og 2015. 2005 2010 2015 HbA1c <7 51,30 43,00 34,60 HDL >1,3 41,50 43,80 32,60 LDL <2 34,50 25,60 41,90 Þríglýseríð <2,2 75,50 79,80 78,40 LÞS <30 43,50 37,00 44,20 Slagbilsþrýstingur<140 59,20 63,40 61,90 Hlébilsþrýstingur <80 59,20 60,40 74,20 Tafla III. Tengsl langtímablóðsykurs (n=113) við fylgikvilla, reykingar, hreyfingu, kyn, aldur, mætingu í móttöku og til næringarfræðings árið 2015. Breyta Fjöldi Áhrif (öryggisbil) P-gildi Fylgikvilli í taugakerfi 51 0,56 (0,12;0,50) 0,0125* Fylgikvilli í nýrum 39 0,04 (-0,42;0,60) 0,86 Fylgikvilli í augum 9 0,29 (-0,48;1,06) 0,46 Fylgikvilli í hjarta 19 0,21 (-0,38;0,79) 0,48 Fylgikvilli í heila 5 0,078 (-0,96;1,11) 0,88 Fylgikvilli í útæðum 12 0,60 (-0,094;1,29) 0,089 Reykir 10 -0,44 (-1,18;0,30) 0,24 Hreyfir sig 41 -0,096 (-0,54;0,35) 0,67 Karlar 62 0,44 (0,027;0,87) 0,037* Mæting í móttöku - 0,19 (-0,066;0,45) 0,14 Mæting til næringafræðings - 0,27 (-0,48;1,01) 0,47 Aldur - -0,02 (-0,040;-0,0073) 0,005* *Marktækni miðuð við p≤0,05, línuleg aðhvarfsgreining, leiðrétt fyrir aldri og kyni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.