Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 4
335 Helga Rún Garðarsdóttir, Linda Ósk Árnadóttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Hera Jóhannesdóttir, Sólveig Helgadóttir, Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, Arnar Geirssson, Tómas Guðbjartsson Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi Kransæðasjúkdómur er ein helsta dánarorsök Íslendinga, bæði kvenna og karla. Fyrir tíðahvörf er tíðni kransæðasjúkdóms lægri meðal kvenna og þær eru að jafn- aði allt að áratug eldri en karlar þegar þær greinast með sjúkdóminn. Ástæðan fyrir þessum mun er ekki að öllu leyti þekkt en er helst rakin til verndandi áhrifa estrógens sem hefur æðavíkkandi áhrif og hamlar framrás æðakölkunar. Aftur á móti getur töf á greiningu einnig átt sinn þátt þar sem einkenni kransæðasjúkdóms hjá konum eru oft frábrugðin þeim einkennum sem lýst hefur verið hjá karlmönnum. 341 Ragnhildur Hauksdóttir, Þórður Þórkelsson, Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Gestur I. Pálsson Burðarmálsdauði á Íslandi 1984-2013 Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna með- fæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar en þá er mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnkaðra hreyf- inga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar þarf. 347 Ásta Ísfold Jónasardóttir, Jakob Jóhannsson, Már Kristjánsson, Rafn Benediktsson Sjúkratilfelli. Truflun á starfsemi heiladinguls vegna ópíóíða Þrátt fyrir aukna umræðu um aukaverkanir ópíóíða síðastliðin ár eru slík lyf ennþá mjög mikið notuð við verkjum, enda eru í mörgum tilfellum ekki önnur gagnleg úrræði í boði fyrir sjúklinga með svæsna verki. Mikilvægt er þá að velja vel hvaða sjúklingar fá slíka meðferð og reyna að stilla meðferðinni í hóf eins og hægt er. Einnig þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að vera vakandi fyrir mögulegum aukaverk- unum ópíóíða þar sem þær geta bæði skert lífsgæði sjúklinga og í sumum tilfellum jafnvel reynst lífshættulegar, líkt og í tilfellinu sem hér er lýst. 328 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 7.-8. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 331 Lög um brottnám líffæra við andlát Kristinn Sigvaldason Líffæragjöf er það dýr- mætasta sem við getum gefið og dæmi eru um að einn hafi bjargað lífi eða bætt verulega lífsgæði sex annarra. 333 Tólf gjörgæslurúm á Landspítala – dugar það til? Sigurbergur Kárason Álagið á gjörgæsludeildum Landspítala eykst með ári hverju. Starfsfólkinu reynist sífellt örðugara að veita sjúk- lingum tilætlaða þjónustu og úrræðin eru fá. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 350 Þórður Harðarson, Guðmundur Þorgeirsson Vísindastörf íslenskra lækna – framþróun fræðanna Rannsóknir íslenskra lækna ná aftur til upphafs stétt- arinnar á 18. og 19. öld. Vöxtur var hægur framan af en á 20. og 21. öld varð frjó og öflug þekkingarleit á alþjóðlegan mælikvarða og í samstarfi vísinda- manna með fjölbreyttan bakgrunn. Það þyrfti víðtækt könnunarstarf til að gera þessari merku sögu full skil og væri verðugur bautasteinn að reisa brautryðjendum í vísindastarfi íslenskra lækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.