Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2018/104 351 Vissulega má búast við mikilvægum nýjungum í meðferð og rannsóknartækni á hverju nýju þrepi ferlisins og að slíkar nýj- ungar verði þroskaðri með hækkandi þrepum. Forsendur framþróunar eru meðal annars: 1. Mikilvæg og knýjandi úrlausnarefni fræðanna, til dæmis algengir og alvarlegir sjúkdómar. 2. Frjór jarðvegur fræða, einkum hátt menntastig rannsakenda og þess þjóðfélags sem þeir tilheyra. 3. Efnislegar forsendur, tími, fjármagn, rannsóknaraðstaða. Gera má ráð fyrir að allir samfélagshópar hefji sína framþróun á fyrsta þrepi. Í læknisfræði prófa menn sig áfram við sjúkdóms- greiningu og meðferð og halda því til haga sem vel gefst. Ætla má að Íslendingar hafi sem þjóð staðið á fyrsta þrepi allt fram undir 20. öld. Nefna mætti holskurði við sullaveiki sem áhuga- vert dæmi um slíka tilraunastarfsemi lítt menntaðra íslenskra lækna eða leikmanna til að þróa ný meðferðarúrræði, þótt oft hafi örvænting líklega ráðið gerðum. Dæmi um íslenskar rann- sóknir á 3. og 4. þrepi er starfsemi Rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar og Krabbameinsfélagsins fyrstu áratugi þessara stofn- ana. Sem dæmi um íslenskar rannsóknir á 5. og 6. þrepi mætti nefna viðfangsefni Íslenskrar erfðagreiningar og Hjartaverndar, en einnig vísindamanna sem hafa beint sjónum að brjóstakrabba- meini, ónæmisferlum og boðferlum í ýmsum frumum, örveru- og stofnfrumurannsóknum. Klínískar rannsóknir á ýmsum sviðum hafa í auknum mæli fengið stoð og dýpt með notkun á aðferðum ýmissa grunngreina líffræðinnar. Íslenskar vísindarannsóknir hafa lítt færst á 7. þrep, hvað varðar þróun nýrra lyfja. Hins vegar hafa Íslendingar verið þátttakendur í fjölþjóðlegum lyfjameð- ferðarrannsóknum allt frá því um 1980 og rannsóknir á bóluefn- um og bólusetningum hafa lengi verið öflugar á Íslandi. Umræddar þrjár forsendur framþróunar hafa lengst af ekki verið fyrir hendi hér á landi að undanskilinni fyrstu forsendunni, sem fjallar um mikilvæg úrlausnarefni, enda hafa alvarleg heilbrigðisvandamál alltaf verið fyrir hendi. Vísindaleg grunnmenntun, fjármagn og frístundir til fræða hafa hins vegar lengst af verið takmarkaðar hér á landi þótt núlifandi kynslóðir hafi lifað þar aldahvörf. Staksteinar úr íslenskri vísindasögu Lítum nú nánar á tímaþróunarstig- ann sem lýst var að ofan. Hvenær skyldu íslenskar rannsóknir hafa tekið það mikilvæga skref að færast úr fyrsta þrepi í annað þrep? Setja mætti fram þá tilgátu að það hafi gerst með sullaveikitilraunum Jóns Finsen læknis á Akureyri (1826- 1885) í samvinnu við Harald Krabbe (1831-1917). Jón kannaði smitferli sullaveikinnar að minnsta kosti árin 1858 og 1863 með tilraunum á hundum, sem hann fóðraði með heil- um sullum eða hlutum úr sullum sem fjarlægðir höfðu verið úr sullaveiku fólki. Hundana krufði hann síðar. Þótt ýmislegt megi gagnrýna3 um framkvæmd rannsóknarinnar ber hún ótvírætt Jón Finsen. Myndina tók Sigurhans Vignir (1894-1975) um 1944 af bakhlið Landspítala. Úti eru nokkur sjúkrarúm og sennilega er sumarblíða og kannski tveggja stafa hitatala. Líkbíllinn stendur tilbúinn. Hægra megin eru tveir vatnstankar á Öskjuhlíð og langt í að hugmyndin um Perluna yrði að veruleika. Ljósmyndasafn Reykjavíkur geymir þessa mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.