Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2018/104 359 Með fyrstu lögum Læknafélags Íslands (LÍ) var félaginu valið það félagsform sem algengast er, það er hverjum lækni var rétt en ekki skylt að vera virkur félagsmaður, með eitt atkvæði á aðalfundi. Í stjórn LÍ sátu þrír læknar búsettir í Reykjavík eða nágrenni. Formaður var sá sem flest at- kvæði hlaut en að öðru leyti skipti stjórnin sjálf með sér verkum. Þá var kosinn einn varamaður í stjórn sem tók sæti ef einhver stjórnarmanna andaðist eða forfallaðist. Læknar í Austur-, Vestur- og Norð- lendingafjórungi kusu einn fjórðungsfull- trúa fyrir hvern fjórðung sem skyldu vera stjórninni til aðstoðar. Páll Sigurðsson eldri, sem þá var ritari í stjórn LÍ, ritaði í Læknablaðið 1943 greinina „Framtíðarskipulag Læknafélags Íslands“. Í greininni lýsir hann reynslu af starfi LÍ fyrsta aldarfjórðunginn. Þar segir Páll að til að einstaklingsfélög geti blómstrað þurfi að minnsta kosti tvö skilyrði að vera fyrir hendi: a) Félagsskapurinn nái ekki yfir svo stórt landsvæði að félagarnir eigi mjög erfitt með að ná hver til annars; b) Félagsmenn verði að hafa mikinn áhuga á málum félagsins. Um fyrra skilyrðið fullyrðir Páll að útilokað sé að það verði nokkurn tímann uppfyllt vegna staðhátta. Varðandi hið síðara hafi áhugi lækna fyrir félagsmálum reynst miklu minni en stofnendur þess gerðu sér vonir um. Oft hafi þurft að aflýsa aðalfundum fé- lagsins vegna ónógrar þátttöku. Páll telur á hinn bóginn að miklar líkur séu á því að læknar myndu starfa meira að félags- málum og áhugi þeirra aukast ef LÍ fengi fastara form þannig að læknar hefðu ekki einungis rétt heldur og skyldu til að starfa að félagsmálum. Það yrði gert með því að byggja félagsheildina upp, ekki á einstak- lingum heldur af félagsdeildum sem væru skyldar og teldu sér skylt að senda fulltrúa á aðalfund, sem yrði þá fulltrúafundur. Þessari skipulagsbreytingu mun fyrst hafa verið hreyft á fundi í Læknafélagi Vestfjarða 1940 og aftur 1942. Á aðalfundi LÍ 1942 var málið tekið fyrir og nefnd kosin til að skoða málið meðan fundurinn stóð. Nefndin reyndist hlynnt stofnun svæðafélaga og breytingu LÍ í samband læknafélaga. Tillaga þar að lútandi var því einróma samþykkt á aðalfundinum. Vegna mikillar deyfðar í starfsemi LÍ á fimmta áratugnum gerðist ekkert í skipulagsmálunum fyrr en á aðalfundi 1952. Þá voru ný lög LÍ samþykkt í því formi sem Páll reifaði í grein sinni tæpum áratug áður. LÍ varð að sambandi svæða- félaga og annarra félaga íslenskra lækna. Á aðalfundi skyldu eiga sæti fulltrúar aðildarfélaganna, eftir félagafjölda hvers félags. Þetta skipulag hélst óbreytt að mestu í 65 ár. Þá þótti tímabært að endurskoða skipulag LÍ enda margt breyst á þeim tíma. Til dæmis rættist ekki spá Páls frá 1942 um að samgöngur hér á landi myndu alltaf gera samskipti milli lækna torveld. Þvert á móti. Samgöngur og nýjar sam- skiptaleiðir hafa gert öll samskipti mun auðveldari en áður. Aðdragandi skipulags- breytinganna var nokkur. Stjórn LÍ fól árið 2016 vinnuhópi undir forystu Örnu Guðmundsdóttur að endurskoða skipulag LÍ. Hópurinn fékk til liðs við sig Kristján Vigfússon ráðgjafa. Niðurstaða vinnunnar sem kynnt var á vormánuðum 2017 var að viðhalda fulltrúaformi félagsins. Lagt var til að svæðafélögin yrðu ekki lengur aðildarfélög enda eru þau orðin fámenn. Lagt var til að framvegis yrðu aðildarfélög LÍ fjögur: Félag almennra lækna (FAL), fé- lag stofulækna, Félag heimilislækna (FÍH) og félag sjúkrahúslækna. Þá var lagt til að framvegis yrðu í stjórn LÍ tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi, formaður hvers félags og annar kosinn á aðalfundi við- komandi félags. Formaður LÍ yrði kosinn sérstaklega í rafrænni kosningu. Allt gekk þetta eftir. Lagabreytingar í samræmi við tillögur vinnuhópsins voru lagðar fram á aðalfundi LÍ 19. og 20. október 2017 og samþykktar einróma. Vegna skipulagsbreytinganna hefur nú verið stofnað nýtt aðildarfélag LÍ, Félag sjúkrahúslækna (FSL). Læknafélag Reykja- víkur (LR) hefur breytt lögum sínum og mun framvegis einkum sinna hagsmunum lækna sem starfa að hluta eða öllu leyti sjálfstætt. Önnur aðildarfélög hafa gert nauðsynlegar lagabreytingar til að lög þeirra fullnægi skipulagsbreytingunum. Lokaáfangi skipulagsbreytinganna er framundan. Læknar þurfa nú að ákveða hvaða aðildarfélagi þau fela atkvæði sitt á aðalfundi LÍ. Hægt er að fela einu að- ildarfélagi atkvæðið eða skipta því milli tveggja aðildarfélaga. Vegna aðalfundar 2018, sem haldinn verður 7.-9. nóvember næstkomandi þurfa félagsmenn LÍ að tilkynna til skrifstofu LÍ fyrir 15. ágúst hvaða aðildarfélagi þau fela aðalfundar- atkvæði sitt eða hvort þeir kjósa að skipta því milli tveggja aðildarfélaga. Félagsmenn LÍ hafa nú allir fengið sent bréf um þetta efni. Þá hafa allir fé- lagsmenn sem falið hafa LÍ netfang sitt fengið tölvubréf sama efnis og því fylgdi eyðublað sem hægt er að senda til baka á tölvutæku formi. Á bls. 375 í þessu tölu- blaði Læknablaðsins er einnig bréf um þetta ásamt eyðublaði sem læknar geta útfyllt og póstsent. Ef læknar hafa einhverjar spurningar um þessi mál eru þeir hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins símleiðis í símanúmerið 564 4100 eða með tölvu- pósti á netfangið lis@lis.is í síðasta lagi 14. ágúst næstkomandi. Athuga ber þó að skrifstofan verður lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júlí til og með 6. ágúst. L Ö G F R Æ Ð I 2 8 . P I S T I L L Læknar eru hvattir til að koma ábendingum um efni á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur Læknafélags Íslands Dogg@lis.is Skipulag Læknafélags Íslands fyrr og nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.