Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 46
370 LÆKNAblaðið 2018/104 Mikilvægt er að tilkynna allar alvarlegar aukaverkanir til Lyfjastofnunar eða til markaðsleyfishafa. Alvarlegar aukaverk- anir teljast þær aukaverkanir sem leiða til dauða, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, lífshættulegs ástands, fötlunar eða fósturskaða. Skráning slíkra tilkynninga í miðlægan gagnagrunn Lyfjastofnunar Evrópu (EMA), EudraVig- ilance, er mikilvæg því þær liggja meðal annars til grundvallar uppfærðri sam- antekt um eiginleika lyfsins (SmPC) í Sérlyfja skrá, auk bættra öryggisupplýsinga og klínískra leiðbeininga. Nýleg samantekt á fjölda og eðli aukaverkanatilkynninga á Íslandi fyrir árin 2013-2016 sýndi að fjöldi tilkynntra aukaverkana sem flokkast sem alvarlegar voru færri á Íslandi borið saman við hin Norðurlöndin.1 Þó er ekkert sem bendir til þess að alvarlegar aukaverkanir lyfja séu færri hér á landi en annars staðar. Hlutfall tilkynninga um alvarlegar aukaverkanir af heildarfjölda á hinum Norðurlöndun- um var frá 38-64% á árunum 2013-2016 en sama hlutfall var um 10% hér á landi.1 Í kjölfar samantektarinnar hóf Lyfjastofnun samstarf við Landspítala en einstaklingar með alvarlegar aukaverkanir leita oft á móttökur sjúkrahúsa. Það eru bundnar vonir við að samstarfið leiði til fjölgunar tilkynninga um aukaverkun og þá sér- staklega tilkynninga um alvarlegar auka- verkanir. Þannig fást betri upplýsingar sem minnka áhættu og auka ávinning af notkun lyfja. Niðurstöður Heildarfjöldi aukaverkanatilkynninga lyfja Aukning hefur verið á aukaverkanatil- kynningum lyfja, þar með talið vegna alvarlegra aukaverkana, til Lyfjastofnunar frá árinu 2015 (mynd 1).2,3 Árið 2017 var heildarfjöldi tilkynninga 252, þar af 30 vegna alvarlegra aukaverkana. Tilkynntar aukaverkanir eftir ATC-flokkun lyfja Fjöldi tilkynntra aukaverkana, með tilliti til mismunandi ATC-flokka, var mestur í ATC-flokki N (tauga- og geðlyf), eða 45% af heildarfjölda aukaverkanatilkynninga árið 2017. Af þeim voru 75% þeirra til- kynninga vegna gruns um aukaverkun/ vanverkun í tengslum við lyf úr flokki N06BA04 (methylphenidatum). Tilkynn- ingar um alvarlegar aukaverkanir dreifð- ust nokkuð jafnt yfir ATC-flokka lyfja og var enginn einn lyfjaflokkur mest áber- andi. Tilkynntar aukaverkanir lyfja frá Landspítala Á árinu 2017 bárust 33 tilkynningar um aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar frá Landspítala og 22 af þeim lýstu alvarleg- um aukaverkunum, (mynd 2),2 sem er 73% af heildarfjölda tilkynninga á alvarlegum aukaverkunum til Lyfjastofnunar. Dæmi um tilkynntar aukaverkanir lyfja frá Íslandi sem hafa áhrif á lyfjaupplýsingar Misoprostol: Á árunum 2015 og 2016 bár- ust 5 tilkynningar, þar af ein alvarleg, vegna gruns um aukaverkun í tengslum við notkun á Misodel í ATC-flokknum G (þvagfæralyf, kvensjúkdómalyf og kynhormónar) til Lyfjastofnunar. Sam- bærilegar tilkynningar bárust til EMA frá öðrum löndum sem leiddu til þess að al- gengi aukaverkana (óeðlilegir samdrættir í legi, óeðlilegar fæðingarhríðir sem hafa áhrif á fóstur, of mikil vöðvaspenna í legi) var aukið í SmPC og öryggisupplýsingar sendar til lækna. Skortur á tilkynningum um alvarlegar aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar Ásdís Björk Friðgeirsdóttir lyfjafræðingur asdisbf@lyfjastofnun.is Hrefna Guðmundsdóttir læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.