Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2018/104 333 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Is there lack of ICU beds in Iceland? Sigurbergur Kárason MD PhD, EMPH Associate Professor Head of ICU LSH Hringbraut Department of Anaesthesia and Intensive Care Landspítali - National University Hospital Reykjavík, Iceland doi.org/10.17992/lbl.2018.0708.191 Sigurbergur Kárason svæfinga- og gjörgæslu- læknir á Landspítala Hringbraut skarason@landspitali.is Álagið á gjörgæsludeildum Landspítala eykst með ári hverju. Starfsfólkinu reynist sífellt örðugara að veita sjúklingum tilætlaða þjónustu og úrræðin eru fá. Á Landspítala eru tvær gjörgæsludeildir, ein á Hringbraut og önnur í Fossvogi. Á báðum er blandað saman börnum og fullorðnum sem þurfa meðferð á gjörgæslu um skemmri eða lengri tíma vegna alvar- legra bráðra veikinda eða slysa, sem og þeim sem gengist hafa undir stóra valkvæða aðgerð, til dæmis hjartaskurðaðgerð. Á hvorri deild er pláss fyrir 11 sjúklinga. Undan- farinn áratug hefur þó einungis verið hægt að manna 7 pláss í hvoru húsi, samtals 14. Rúmanýting undanfarin ár hefur að jafnaði verið 80% sem þýðir að deildirnar eru yfirfullar langtímum saman. Nú höfum við verið nauðbeygð að fækka pláss- um í 6 í hvoru húsi, eða í 12 samtals, vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Síðustu 5 ár hefur bæði sjúklingum og legudög- um fjölgað á báðum gjörgæsludeildunum. Mikill meirihluti þeirra er vegna bráðainnlagna. Há rúma- nýting bitnar óhjákvæmilega á valkvæðum inn- lögnum og kemur fram í niðurfellingum aðgerða með tilheyrandi álagi og óhagræði fyrir sjúklinga. Því fylgir veruleg fjárhagsleg sóun svo og truflan- ir á sjúklingaferlum innan spítalans. Þannig hefur niðurfelldum hjartaaðgerðum fjölgað ár frá ári, voru 48 árið 2017, eða 36% allra hjartaaðgerða. Dæmi er um að hjartaaðgerð tiltekins sjúklings hafi verið frestað 6 sinnum. Til viðbótar hefur erlendum rík- isborgurum á gjörgæslu fjölgað umtalsvert, eða um rúmlega 150% síðustu 5 ár, og gjörgæsludögum þeirra um meira en 200%. Talsverður munur er á fjölda gjörgæslurúma á hverja 100.000 íbúa í Evrópu samkvæmt upplýsing- um í grein frá 2012, eða 4,4-29.1 Ísland er þar sagt rétt undir meðaltali í Evrópu með 9 gjörgæslurúm á hverja 100.000 íbúa en meðaltalið er 11,5. Í greininni virðist þó vera gefinn upp mjög ríflegur fjöldi gjör- gæslurúma á Íslandi. Það sem í raun var mannað á þeim tíma voru hugsanlega 17 (14 á Landspítala og þrjú á Akureyri), sem myndi þýða 5 rúm á hverja 100.000 íbúa. Fjöldi gjörgæslurúma endurspeglar að ein- hverju leyti innra skipulag heilbrigðiskerfisins og sjúkrahúsa, það er hvort þar séu vöknunardeildir þar sem taka má á móti sjúklingum í öndunarvél í skamman tíma og hágæsludeildir eða millistigs- deildir þar sem hægt er að sinna sjúklingum sem þurfa mikla umönnun eða eftirlit en ekki fulla gjör- gæslumeðferð. Slíkar deildir hafa ekki verið þróaðar hér til fulls. Nú eru eingöngu mönnuð 12 gjörgæslurúm á Landspítala og þrjú á Akureyri og þar með er fjöldi gjörgæslurúma á hverja 100.000 landsmenn 4,4, mið- að við að þeir séu 340.000. Þá er ekki gert ráð fyr- ir þeim fjölda ferðamanna sem heimsækir landið og þarf á gjörgæsludvöl að halda. Á síðasta ári lá á hverjum tíma erlendur ferðamaður í einu gjör- gæslurúmi. Samkvæmt því erum við undir fjórum rúmum á hverja 100.000 þúsund íbúa. Ísland er því meðal þeirra landa í Evrópu sem fæst gjörgæslurúm hafa. Erlendar rannsóknir benda til að þegar skortur er á gjörgæslurúmum og nýting yfir 80% hafi það áhrif á ákvarðanir um umfang meðferða og líkur aukist á að sjúklingum farnist verr.2,3 Jafnframt geta slík- ar aðstæður haft áhrif á möguleika á að meðhöndla hugsanlega líffæragjafa og dregið úr fjölda þeirra. Samkvæmt erlendum rannsóknum virðist æskileg- ast að nýtingarhlutfallið fari að meðaltali ekki yfir 70-75%.4 Ekki er öll sagan sögð. Í úttekt innan Landspít- ala, frá ágúst 2017, er bent á hve óhentugt húsnæði gjörgæsludeildanna er, illmögulegt sé að aðlaga það breyttri starfsemi og stærðir flestra rýma séu undir viðmiðunarmörkum. Þannig er erfitt að koma fyr- ir nauðsynlegum tækjabúnaði við rúm sjúklings, þrengsli eru á fjölbýlum og fá einbýli sem gera sýk- ingavarnir illkleifar og viðveru aðstandenda erfiða. Augljóst er af þróun starfseminnar seinustu ár og göllum á húsnæðinu að ekki verður unað við óbreytt ástand í sama húsnæði þar til nýr meðferðarkjarni er byggður. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðuna nú þegar. Í augnablikinu er mikilvægast að bæta mönnun hjúkrunarfræðinga en þar verða stjórnvöld og Landspítali að grípa til allra tiltækra úrræða. Mögu- lega þarf að stokka upp starfsemina, þróa nýjar deildir, byggja við og breyta og áfram mætti telja. Þrátt fyrir ofansagt virðist árangur af gjörgæslu- meðferð hér á landi enn vera á pari við það sem ger- ist erlendis og er þar að þakka óeigingjörnu fram- lagi alls starfsfólks deildanna við erfiðar aðstæður. Alvarlegir brestir eru þó komnir í starfsemina og hætta á neikvæðri þróun nema við verði brugðist. Heimildir 1. Rhodes A, Ferdinande P, Flaatten H, Guidet B, Metnitz PG, Moreno RP. The variability of critical care bed numbers in Europe. Intensive Care Med 2012; 38: 1647-53. 2. Stelfox HT, Hemmelgarn BR, Bagshaw SM, Gao S, Doig CJ, Nijssen- Jordan C, et al. Intensive care unit bed availability and outcomes for hospitalized patients with sudden clinical deterioration. Arch Intern Med 2012; 172: 467-74. 3. Yergens DW, Ghali WA, Faris PD, Quan H, Jolley RJ, Doig CJ. Assessing the association between occupancy and outcome in critically Ill hospitalized patients with sepsis. BMC Emerg Med 2015; 15: 31. 4. Tierney LT, Conroy KM. Optimal occupancy in the ICU: a literature review. Aust Crit Care 2014; 27: 77-84. Tólf gjörgæslurúm á Landspítala – dugar það til? Einkabankaþjónusta Arion banka veitir efnameiri einstaklingum víðtæka fjármálaþjónustu. Við mótum með þér fjárfestingarstefnu og fylgjum henni á meðan þú nýtur þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Pantaðu viðtal í síma 444 7410 eða sendu póst á einkabankathjonusta@arionbanki.is. arionbanki.is Njóttu þess sem lífið býður Einkabankaþjónusta Arion banka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.