Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2018/104 355 Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Reynir Arngrímsson formaður Magdalena Ásgeirsdóttir ritari Björ n Gunnarsson gjaldkeri Guðrún Ása Björnsdóttir Hjalti Már Þórisson Jóhanna Ósk Jensdóttir María Soffía Gottfreðsdóttir Ólafur Ó. Guðmundsson Stjórn Læknafélags Íslands Ólafur Ó. Guðmundsson geðlæknir Olafur.Gudmundsson@decode.is Nýleg rannsókn sem birt var í Lancet vitnar um traustar grunnstoðir íslensks heilbrigðiskerfis. Ísland var í efsta sæti á stöðluðum aðgengis- og gæðakvarða heilbrigðisþjónustu (Healthcare Access and Quality (HAQ) Index) en rannsóknin var fjár- mögnuð af Bill & Melinda Gates Foundation.1 Í næstu sætum komu Noregur og Holland. Finnland var í 6. sæti, Svíþjóð í því 8. og Danmörk var í 17. sæti af 195 löndum og landssvæðum sem metin voru. Þetta sýnir að Íslendingar hafa getað treyst því að geta gengið að góðu aðgengi og þekkingu lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks. En verður íslenskt heilbrigðiskerfi áfram í stakk búið til að spila um efsta sætið? Þrátt fyrir tíma góðæris í efnahag landsins vitna daglegar fréttir um uppnám grunnstoða heilbrigð- iskerfisins. Óvissa um sérfræðilæknisþjónustuna, lokun sjúkradeilda, hjúkrunarfræðinga vantar og ljósmæður hverfa frá störfum. Heilbrigðisráðherra og hennar fólk virðist ekki átta sig á að heilbrigð- iskerfið er byggt upp fyrir sjúklinga og þjónustan grundvallast á þeim mannauði sem innan þess starfar. Ein af þessum grunnstoðum er sérfræðilæknis- þjónustan. Jafnt aðgengi allra landsmanna að þeirri þjónustu hefur verið tryggt með rammasamningi lækna við Sjúkratryggingar Íslands. Þetta fyrir- komulag má rekja allt aftur til ársins 1909 þegar sjúkrasamlag Oddfellowreglunnar óskaði eftir því að læknar í Reykjavík mynduðu með sér félag til að sinna sjúklingum í sjúkrasamlagi sem reglan stofn- aði. Rammasamningur SÍ og sjálfstætt starfandi lækna er um margt ákaflega hagstæður. Á samn- ingnum starfa um 350 læknar og sinna þeir árlega um 500.000 komum á stofum að meðtöldum aðgerð- um, speglunum og lífeðlisfræðilegum rannsóknum (án myndgreiningar og rannsóknarstofa). Til saman- burðar eru komur í heilsugæslu um 250.000 á ári og á göngudeild Landspítala litlu færri. Sátt hefur ríkt í þjóðfélaginu um þetta fyrir- komulag, enda hefur ekki verið sýnt fram á hvernig verði hægt að veita þessa þjónustu á hagkvæmari og aðgengilegri hátt en nú er. Í skoðanakönnun á viðhorfi landsmanna til reksturs og fjármögnunar heilbrigðisþjónustu árið 2015 kom fram að flestir, eða 49,5%, töldu að læknastofur og sú þjónusta sem þar er veitt ætti að vera rekin jafnt af læknunum sjálfum og hinu opinbera og rúmlega 10% til viðbót- ar töldu að hún ætti fyrst og fremst að vera rekin af einkaaðilum. Minnihluti svarenda, sem voru 1600 á aldrinum 18-75 ára, töldu að fela ætti hinu opinbera alfarið rekstur slíkrar þjónustu, eða 39,9%.2 Kostnað- ur vegna þessarar þjónustu er um 6% af heildarút- gjöldum ríkisins til heilbrigðismála. Meðalkostnaður við hverja komu er um 11.000 krónur að aðgerðum meðtöldum. Vart verður séð að aðrir aðilar innan kerfisins geti veitt þjónustuna á betra verði eða af meiri gæðum. Opinbera kerfið nær ekki að anna þeim verkefnum sem því er falið. Sveigjanleiki þess er ekki sambærilegur og bæði vantar húsnæði og starfsfólk ef bæta ætti við þeim umfangsmiklu verk- efnum sem nú eru leyst af hendi á læknastofum. Það er því illskiljanlegt að stjórnvöld skuli grípa til aðgerða sem miða að því að loka þessu kerfi og um leið skerða nauðsynlega nýliðun lækna. Það er vond stjórnsýsla að grípa fyrst til þess að loka á það sem vel gengur án þess að leggja tillögur fram um hvað má lagfæra og gera betur. Það er held- ur ekki líklegt að slíkar lausnir finnist án náins sam- ráðs við þá sem best þekkja, lækna og samtök þeirra. Afleiðing pólitísks ásetnings ráðuneytisins getur orðið sú að læknisþjónusta verði annars vegar ríkis- rekin með óhjákvæmilegum biðlistum og hins vegar einkarekin fyrir þá sem efni á henni hafa. Það yrði kaldhæðni örlaganna ef arfleið núverandi heilbrigð- isráðherra yrði tvöfalt kostnaðarkerfi sjúklinga en sú hætta er raunverulega fyrir hendi fari fram sem horfir. Heimildir 1. GBD 2016 Healtcare Access and Quality Collaborators. Measuring per- formance on the Healthcare Access and Quality Index for 195 countries and territories and selected subnational locations: a systematic analysis from the Global Burden of Disease Study 2016. Lancet 2018; 391: 2236-71. 2. Vilhjálmsson R. Íslenska heilbrigðiskerfið. Aðgengi, kostnaður og viðhorf til hlutverks hins opinbera. Erindi á 44. þingi BSRB, 28. október 2015. Hriktir í heilbrigðiskerfinu – læknum úthýst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.