Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 42
366 LÆKNAblaðið 2018/104
Kýrnar sáu fyrir upphitun, en
andrúmsloftið var ekki gott.
Baðstofunni var skipt í tvennt,
þótt skilrúmið næði raunar
ekki nema svo sem í öxl, en
opið fyrir ofan. Tvö föst rúm
voru fyrir stafni í innra her-
berginu, sem var ca. 3 ½ metri
á hvorn veg, en lágt undir loft.
Sjúklingurinn lá í öðru rúminu
eða, réttara sagt, sat uppi við
herðadýnu, því að honum lá
við köfnun. Barnakennari sveit-
arinnar hafði verið fenginn
til þess að vera hjá honum og
veita honum nábjargir, ef hann
skyldi deyja, áður en til læknis
næðist og stóð nú hálfboginn
yfir honum, studdi hann og
þurrkaði af honum svitann.
Æðaslátturinn var tíður og
daufur, andlitið blárautt, og sá
ég strax, að ekki var ofsögum
sagt af vanlíðan hans. Sjúk-
lingurinn var mjög framsettur
og allt að því helmingi meiri um
mittið en hann átti að sér. Nú var ekki
til setu boðið. Maðurinn virtist dauðans
matur hvort eð var og því engu spillt, þótt
reynt væri að „óperera“.
Ég tók verkfærin upp úr töskunni og
lét þau í vatnspott yfir olíuvél, þvoði mér
rækilega og lét kennarann gera slíkt hið
sama. Enginn af viðstöddum hafði séð
mannsblóð, nema vætl úr smáskeinu, og
enginn hafði verið við svæfingu, né neitt
í þá átt. Ég tók grennsta bóndann, sem
Eiríkur hét og var oft fylgdarmaður minn
á ferðalögum, tróð honum upp fyrir sjúk-
linginn undir súðina, höfðalagsmegin,
fékk honum svæfingagrímu og æther-glas
og sagði honum að láta leka hægt og hægt
í grímuna yfir vitum sjúklingsins.
Ég bar nú joðáburð á skurðsvæðið og
skar ca. 8 sentimetra langan skurð gegn-
um magálinn, þar sem ég áleit hægast
að komast að sullinum. Ég reyndi nú að
sauma sárbarmana við lifrina, en gekk það
hálfilla, því að allir vefir voru svo þandir.
Því næst risti ég á sullinn og spenntist
innihaldið hátt í loft upp og vall út yfir
rúmið, ofan á gólfið og lak niður í gegnum
það, því að öll gólfborðin voru gengin
af plægingum og rifur á milli þeirra.
Lárusi tók óðum að létta og hægjast um
andardrátt. Eiríkur hafði verið mjög spar
á ætherinn, svo að sjúklingurinn gat strax
farið að láta vel af líðan sinni, meðan
sullvökvinn og ósprungnar smáblöðrur
runnu í stríðum straumum ofan í skálina,
sem nú var komin undir bununa.
Ég varð að snúa heimleiðis eftir sólar-
hring og samvizkan var í versta lagi út
af því að skilja Lárus þarna eftir hjálpar-
lítinn. En svo var það hálfri annarri viku
seinna, að sást til mannaferða, stór hópur
manna kom fyrir fjarðarbotninn með æki.
Og er fylking þessi kom í kauptúnið, varð
það ljóst, að hér voru komnir 12 sveitungar
Lárusar og dróu hann í rúmi á sleða. Þeir
höfðu ekið honum á sjálfum sér, því að
hesti varð ekki við komið vegna ófærðar.
Lárus var nær dauða en lífi, því að sárið
hafðist ekki vel við. Lá hann nokkrar
vikur í litlu sjúkraskýli héraðsins; náði ég
út aðal-sullhúsinu smátt og smátt, og fór
meinið þá að gróa. Lárus fór heim hinn
hraustasti og kenndi sér einskis meins
af þessu eftir það, kvæntist, lét fyrsta
drenginn heita í höfuðið á mér, og er
sögunni þar með lokið.“
Margar sögur í minningabókum Ingólfs
fjalla um konur í barnsnauð. Í eitt skiptið
var lagt af stað í morgunrökkri upp í Hóls-
fjöll þar sem rúmlega fertug kona var að
berjast við að fæða á afskekktum
bæ. Fara þurfti 75 kílómetra leið
yfir Haug, „einn lengsta og ill-
úðlegasta fjallgarð á Íslandi, þar
sem hvergi sást í dökkan díl nema
utan í hæstu fjallagnípum.“ Um
kvöldið koma þeir Ingólfur og
fylgdarmaðurinn í Austarasælu-
hús, þar koma tveir veðurbarðir
menn ofan af Fjöllum og taka við
fylgdinni yfir fjallið um nóttina.
„Loks komum við á háa brekku-
brún. Þar var harðfenni, því að
lausa snjóinn hafði rifið burtu.
Við höfðum enga mannbrodda og
lélega stafi, duttum því brátt og
runnum niður alla þessa bröttu
brekku á hraðri ferð. Ég skil ekki,
að við skyldum ekki slasast eða
farast með öllu, þegar við þeyttu-
mst þarna niður á ýmsum endum,
höfuðið vanalega á undan, en
stórir og smáir steinar stóðu upp
úr fönninni hér og hvar.
Þegar heim undir bæinn kom,
heyrðum við hljóðin í konunni.
Ljósmóðirin hafði vakað hjá henni alla
nóttina, og maðurinn hennar hafði lítið
sofið, en hitt fólkið var að tínast á fætur.“
Ingólfur lét nú sjóða verkfæri. „Einhver
tók að sér að láta klóróformið leka í síuna,
og var nú öllum aðstoðarmönnum sagt
fyrir verkum, en þeir, sem hræddir voru
eða óþarfir, reknir út. Þreytan gleymdist
og óperationin gekk slysalaust. Töluvert
staut var við að lífga barnið, sem var orðið
líflítið, en loks orgaði það. Þá var næst að
þrýsta út fylgjunni, sem var nokkuð föst:
svo að stöðva blæðingu og slíkt; en allt
gekk þetta vel að lokum. Og þegar gengið
hafði verið frá konunni, sælli að afstaðinni
þraut, með reifastrangann við hlið sér,
var sezt að borði og etið með góðri lyst.“
Ingólfur lagði af stað næsta morgun og
„náði heim, heilu og höldnu, á tveimur
dögum.“
Um þessar mundir voru hvorki sýkla-
lyf né bólusetningar komin til sögunnar.
Ingólfur segir sögur af glímum sínum við
sýkingar. Hann var sóttur til stúlkubarns
á sjötta eða sjöunda degi veikinda sem
hann greindi sem barnaveiki. „Ég dældi
í hana miklu af serum, en þetta var orðið
svo seint og því ekki við góðu að búast og
ég fór heim leiður og kvíðandi. Þegar ég sá
Kápan á bók Ingólfs: Læknisævi.