Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2018/104 377 Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni. Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem utan stöðvarinnar. Góð reynsla hefur verið af teymis-samstarfi læknis og hjúkrunar- fræðings, sem snýr að móttöku, eftirfylgd og utanumhaldi. Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfsstöð. Helstu verkefni og ábyrgð Almennar lækningar og heilsuvernd Vaktþjónusta Læknisþjónusta á sjúkra- og hjúkrunarsviði Kennsla starfsfólks og nema Þróun og teymisvinna Hæfnikröfur Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni, óskað er meðmæla Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi Sérfræðiviðurkenning í heimilislækninum kostur Ökuleyfi Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna- hagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða staðfestingu á Íslensku lækningaleyfi. Kostur er að stofnuninni berist staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögn- um, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti til mannauðs- stjóra HSN, Hafnarstræti 99, 600 Akureyri. Starfsstöðin á Húsavík sinnir Húsavík og nágrenni. Unnið er í teymisvinnu í nánu samstarfi hjúkrunarfræðings og læknis. Starfs- hlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 09.07.2018 Nánari upplýsingar veita Unnsteinn Ingi Júlíusson - unnsteinn.ingi.juliusson@hsn.is - 464 0500 Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 455 4000 Á Húsavík búa um 2.400 manns, helstu atvinnugreinar eru iðnaður, þjónusta við ferðamenn, sjávarútvegur og verslun. Leik-, grunn- og framhaldsskólar eru í héraðinu. Í héraði heilsugæslunnar í S-Þingeyjarsýslu búa um 4.500 manns, bæði í blómlegri sveit og í þéttbýli í Mývatnssveit og Húsavík. Náttúra og menning er lifandi og fjölbreytileg og atvinnuuppbygging í fullum gangi. Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila. Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir: Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns og starfsmenn eru rúmlega 520 talsins. Heildarvelta HSN er ríflega 5,3 milljarðar króna. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma. Heilbrigðisstofnun Norðurlands auglýsir eftir lækni á Húsavík Gott húsnæði í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.