Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 53
LÆKNAblaðið 2018/104 377
Læknar sem starfa hjá HSN eru með aðalstarfsstöð á
heilsugæslustöð og sinna móttöku sjúklinga og heilsuvernd ásamt
því að sinna vaktþjónustu í héraði skv. vaktaskema hverju sinni.
Starfið felur einnig í sér störf á sjúkra- og hjúkrunarsviði. Störfin
fela í sér þverfaglega samvinnu innan sem utan stöðvarinnar.
Góð reynsla hefur verið af teymis-samstarfi læknis og hjúkrunar-
fræðings, sem snýr að móttöku, eftirfylgd og utanumhaldi.
Næsti yfirmaður er yfirlæknir á starfsstöð.
Helstu verkefni og ábyrgð
Almennar lækningar og heilsuvernd
Vaktþjónusta
Læknisþjónusta á sjúkra- og hjúkrunarsviði
Kennsla starfsfólks og nema
Þróun og teymisvinna
Hæfnikröfur
Íslenskt lækningaleyfi er skilyrði
Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni, óskað er meðmæla
Áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Reynsla og hæfileiki til að vinna í teymi
Sérfræðiviðurkenning í heimilislækninum kostur
Ökuleyfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efna-
hagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti eða
staðfestingu á Íslensku lækningaleyfi. Kostur er að stofnuninni
berist staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og
vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu
starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögn-
um, meðmælum og viðtölum við umsækjendur. Aðgengi að tölvu
og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða. Gögn sem
ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti til mannauðs-
stjóra HSN, Hafnarstræti 99, 600 Akureyri.
Starfsstöðin á Húsavík sinnir Húsavík og nágrenni. Unnið er í
teymisvinnu í nánu samstarfi hjúkrunarfræðings og læknis. Starfs-
hlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.07.2018
Nánari upplýsingar veita
Unnsteinn Ingi Júlíusson - unnsteinn.ingi.juliusson@hsn.is - 464 0500
Örn Ragnarsson - orn.ragnarsson@hsn.is - 455 4000
Á Húsavík búa um 2.400 manns, helstu atvinnugreinar eru iðnaður, þjónusta við ferðamenn, sjávarútvegur og verslun. Leik-, grunn- og
framhaldsskólar eru í héraðinu. Í héraði heilsugæslunnar í S-Þingeyjarsýslu búa um 4.500 manns, bæði í blómlegri sveit og í þéttbýli í Mývatnssveit
og Húsavík.
Náttúra og menning er lifandi og fjölbreytileg og atvinnuuppbygging í fullum gangi.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1. október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins
á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.
Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir:
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi.
Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns
og starfsmenn eru rúmlega 520 talsins. Heildarvelta HSN er ríflega 5,3 milljarðar króna.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
auglýsir eftir lækni á Húsavík
Gott húsnæði í boði.