Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 11

Læknablaðið - 01.07.2018, Side 11
LÆKNAblaðið 2018/104 335 R A N N S Ó K N Inngangur Kransæðasjúkdómur er ein helsta dánarorsök Íslendinga, bæði kvenna og karla.1 Fyrir tíðahvörf er tíðni kransæðasjúkdóms lægri meðal kvenna og þær eru að jafnaði allt að áratug eldri en karlar þegar þær greinast með sjúkdóminn.2 Ástæðan fyrir þessum mun er ekki að öllu leyti þekkt en er helst rakin til verndandi áhrifa estrógens sem hefur æðavíkkandi áhrif og hamlar framrás æða- kölkunar.3 Aftur á móti getur töf á greiningu einnig átt sinn þátt þar sem einkenni kransæðasjúkdóms hjá konum eru oft frábrugð- in þeim sem lýst hefur verið hjá karlmönnum.4 Helstu meðferðarúrræði kransæðasjúkdóms eru lífsstíls- breytingar og lyfjameðferð en við alvarlegri tilfelli þarf að beita inngripum, svo sem kransæðavíkkun eða jafnvel kransæða- hjáveituaðgerð. Helsta ábending fyrir kransæðahjáveitu er sjúk- dómur sem nær til allra meginkransæða hjartans, sérstaklega ef þrengsli eru í vinstri höfuðstofni eða ofarlega í framveggsgrein hjartans (left anterior descending artery, LAD). Alþjóðlegar leiðbein- ingar gera lítinn greinamun á meðferð kransæðasjúkdóms hjá konum og körlum.5,6 Nýleg sænsk rannsókn sýndi þó að konur hlutu síður meðferð samkvæmt klínískum leiðbeiningum, bæði hvað varðar lyfjameðferð og inngrip.7 Engin íslensk rannsókn hefur borið saman meðferð kransæða- sjúkdóms með hjáveituaðgerð milli kynja. Þótt konur séu yfirleitt um fjórðungur þessara sjúklinga hefur árangur aðgerðarinnar hjá konum lítið verið rannsakaður. Í erlendum rannsóknum eru konur yfirleitt nokkrum árum eldri en karlar þegar þær gangast undir kransæðahjáveitu og með fleiri áhættuþætti kransæðasjúk- dóms.8-12 Dánartíðni innan 30 daga frá kransæðahjáveitu hefur lækkað töluvert á síðustu áratugum en er þó hærri hjá konum, eða á bilinu 1,5-6% borin saman við 1-3% hjá körlum.8-14 Þessi munur endurspeglast í EuroSCORE áhættulíkaninu sem metur dánarlík- ur innan 30 daga frá opinni hjartaaðgerð en þar er kvenkyn sér- stakur áhættuþáttur.15 Þær fáu rannsóknir sem hafa borið saman langtímalifun milli kynja eftir kransæðahjáveitu hafa í flestum tilvikum sýnt lakari horfur kvenna.8,16,17 Rannsóknum virðist þó ekki bera saman um hvort kvenkyn sé sjálfstæður áhættuþáttur síðri lifunar eftir kransæðahjáveitu, enda þótt nýleg safngreining á 20 rannsóknum hafi bent til þess.16 Árangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi hefur töluvert ver- ið rannsakaður á síðustu árum og hafa vísindagreinar verið birtar úr þessum efnivið. Meðal annars hafa undirhópar sjúklinga, eins og aldraðir, sykursjúkir og sjúklingar sem þjást af offitu, verið teknir fyrir en einnig birtist nýlega rannsókn um langtímaárangur eftir kransæðahjáveitu.18-21 Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi Á G R I P Inngangur Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransæða- hjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemm- og síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillum var skipt í snemm- og síðkomna fylgikvilla og heildarlif- un reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfs- greining til að meta forspárþætti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Niðurstöður Af 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum hærri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhættu- þátta eins og sykursýki var hins vegar sambærilegt, líkt og útbreiðsla kransæðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktækur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambærileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambærileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%- ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Ályktun Mun færri konur en karlar gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þær fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi. Helga Rún Garðarsdóttir1 kandídat Linda Ósk Árnadóttir1 deildarlæknir Jónas A. Aðalsteinsson1 deildarlæknir Hera Jóhannesdóttir1 deildarlæknir Sólveig Helgadóttir4 læknir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir2,3 læknir Arnar Geirssson5 læknir Tómas Guðbjartsson1,3 læknir 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, 5hjartaskurðdeild Yale New Haven spítala, Bandaríkjunum. Fyrirspurnum svarar Tómas Guðbjartsson, tomasgud@landspitali.is doi.org/10.17992/lbl.2018.0708.192 Vizarsin töflur og munndreifitöflur Vizarsin töflur og munndreifitöflur innihalda virka efnið sildenafil. Notkunarsvið: Ristruflanir hjá fullorðnum karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Samhliða notkun efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (s.s. amýlnítrít) og hvers konar nítrata, sem og efna sem örva gúanýlat cýklasa (s.s. riociguat). Karlmönnum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf skal ekki gefa lyfið (t.d. sjúklingar með alvarlegan hjarta- og æðasjúkdóm). Sjúklingar sem tapað hafa sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu eiga ekki að nota lyfið. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, lágþrýsting, sjúklingar sem nýlega hafa fengið heilablóðfall eða kransæðastíflu eða hafa þekktan arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu mega ekki nota lyfið. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er KRKA, d.d., Novo mesto. Umboðsaðili er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Júlí 2017. Vizarsin töflur fást að auki í 4 stk., 8 stk. og 12 stk. pakkningum. Vizarsin 24 stk. pakkningar sildenafil á betra verði

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.