Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 367 Fjölmennur hópur frá Landspítala kynnti rannsóknir sínar á ráðstefnu meltingarlækna í Washington í byrjun júní, en hún var haldin í svokallaðri Digestive Dis ease Week eða Meltingar- sjúkdómaviku. Hópurinn vakti verð- skuldaða athygli og rannsóknirnar þóttu framsæknar, metnaðarfullar og vandaðar. Hópurinn frá Landspítala var með 12 kynningar sem skiptust á 11 nemendur; 6 unglækna og 5 læknanema. Kynn- ingarnar fjölluðu um rannsóknir á sviði lifrarsjúkdóma, blæðinga frá meltingar- vegi, brisbólgu og gallsteina. Það var dr. Einar Stefán Björnsson sem leiddi hópinn, en hann er ann- ar tveggja yfirlækna meltingar- og nýrnadeildar Landspítala, sem sinnir sjúklingum með almenn læknisfræðileg vandamál, nýrnasjúkdóma og sjúk- dóma í meltingarfærum. Einar Stefán er einnig prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og var heiðursvísinda- maður Landspítala árið 2016. Frá vinstri: Margrét B. Arnardóttir, Ingigerður Sverrisdóttir, Jóhann Páll Hreinsson, Jón H. Hjartarson, Kristján T. Örnólfsson, Þóra S. Guðmundsdóttir, Einar S. Björnsson, María B. Baldursdóttir, Berglind A. Magnúsdóttir, Kristján Hauksson og Ásdís Sveinsdóttir. Á myndina vantar Kjartan B. Valgeirsson. Unglæknar og læknanemar slógu í gegn í Washington sjúklinginn næsta dag, var hún mun lakari, hitinn að vísu heldur minni, en nú átti hún ógn bágt með að anda og andardrættinum fylgdi hátt og skerandi sog, andlitið dálítið bláleitt og með þjáningasvip. Ég sagði föðurnum, að mig langaði til að reyna að gera barkaskurð. Það væri það eina, sem hugsanlegt væri að hjálpað gæti, en slíks hafði aldrei heyrzt getið þar um slóðir og sá ég á svip bónda, að hann var trúdaufur á ár- angur og áliti réttara og lofa barninu að deyja í næði, en ekki fara að særa það svona sjúkt og vesælt. Ég var að vísu enginn skurðlæknir – í þeim efnum fékkst auðvitað engin æfing þarna – aldrei hafði ég gert þessa óperation nema á líki. Þegar ég útskrifaðist var þetta prófraunin mín og einu sinni hafði ég séð Guðmund Magnússon opna barka á barni, þegar ég var í læknaskólanum. Ég var samt nokkuð öruggur, vissi líka, að hér var ekkert undanfæri og þá var bara að gera sitt bezta, svo yrði Guð og lukkan að ráða.“ Aðgerðin tókst vel, barnið hafði barkapípu nokkra daga og heilsaðist síðan mjög vel. Ingólfur ömmubróðir minn var glaðlyndur maður og hrókur alls fagnaðar í samkomum. Í fermingarveislu minni hélt hann ræðu þar sem hann skopaðist að sjálfum sér með því að segja sögu af því þegar hann var kallaður í örreytiskot upp til fjalla að skera upp vegna meins í kvið. Náð var í fjóshurð, sjúklingur lagður flatur á hana og kviðurinn opnaður. Garnirnar voru settar í vaskafat við hlið hans meðan meinið var fjarlægt. Þegar svo átti að koma görnunum fyrir aftur í kviðarholinu hafði hundur heimilisins hámað í sig slatta af þeim. Tók nú við langur og strembinn sauma- skapur til að tengja saman óétnu bútana en allt blessaðist og sjúklingnum heilsaðist vel. Þessi ræða vakti mikla kátínu hjá öllum veislugestum nema henni mömmu minni sem átaldi Ingólf fyrir að eyðileggja matarlyst gestanna. Í póstkortinu frá 1921 er Ingólfur að grennslast eftir lausum héruðum, sem er ekki að undra. Einangrunin gat haft sína kosti ef athyglin var vakandi, hann tók eftir og lýsti fyrstur meðgöngutíma lifrarbólgu A eins og Haraldur Briem segir skemmtilega frá í júníhefti Læknablaðsins. Ingólfur var skipaður héraðslæknir 1923 í Borgarfjarðarhéraði þar sem hann var til 1941, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Hann lést 1951. Kaflar innan „gæsalappa“ eru úr bókum Ingólfs Gíslasonar: Læknisævi (1948) og Vörður við veginn (1950). Sumarlokun Skrifstofa Læknafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfis starfsfólks frá 16. júlí til og með 6. ágúst næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.