Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 40
364 LÆKNAblaðið 2018/104
Árni Kristinsson
fyrrverandi prófessor
og yfirlæknir á hjartadeild
Landspítala
kristinsson@simnet.is
Á aldarafmælinu höfum við minnst
frækinna frumkvöðla sem allir kannast
við. Mér barst í hendur nær aldargam-
alt póstkort með jólakveðju frá Ingólfi
Gíslasyni, sem þá var héraðslæknir í
Vopnafirði, til Skúla Guðjónssonar stud.
med. (sjá mynd). Það ýtti við mér að rifja
upp sögu hans sem fulltrúa gleymdu
einyrkjanna sem með fábreyttum tækja-
kosti og meðferðarúrræðum stóðu við
rúmstokk sjúklinga og urðu að lækna
eða líkna, oft örmagna eftir háskalegar
svaðilfarir um fjöll og firnindi.
Ingólfur Gíslason var bláfátækur
bóndasonur, fæddur 1874 og uppalinn að
Þverá í Fnjóskadal. Hann lýsir skemmti-
lega í minningabók sinni, Læknisævi,
æskuárunum, námi í Menntaskólanum í
Reykjavík og síðan Læknaskólanum og
kennurum þar, Guðmundunum þremur.
Eftir útskift í febrúar 1901 vann hann um
vorið á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn
og var skipaður héraðslæknir í Reykjadal í
Þingeyjarsýslu í ágúst sama ár. Ekki leið á
löngu þar til hann 2. ágúst fékk að reyna á
eigin skinni hættuna af því að veikjast af
botnlangabólgu úti á landsbyggðinni: „Ég
varð sjálfur eitt af fyrstu og erfiðustu við-
fangsefnunum í þeirri grein norðanlands,“
segir hann. Eftir fjögurra daga kölduköst,
lítt þolandi kvalir og nokkuð háan hita var
lagt af stað með hann í kistu á kviktrjám:
„Settir voru plankar á hlið tveggja,
stilltra hesta og kista með sjúklingnum
sett þversum á trén. Tveir hraustir menn
gengu og studdu kistuendana og þriðji
maður reið eða gekk á undan og teymdi.
Ég lá í kistunni, hreyfingin var ónotaleg
og þrautin óx, en til allrar hamingju held
ég, að ég hafi verið hálf meðvitundarlaus
með köflum.“ Fyrra daginn var farið yfir
Reykjaheiði og gist um nóttina að Hálsi í
Fnjóskadal, og seinni daginn „ferjað yfir
Fnjóská, sem þá var óbrúuð, og svo haldið
eftir bröttum, ósléttum, krókóttum vegi
yfir Vaðlaheiðina niður að sjó hjá Veiga-
stöðum, ferjað yfir Eyjafjörð og kistan
loks borin af bryggjunni á sjúkrahúsið.
Mun það ferðalag hafa minnt á líkfylgd,
því góðgjarnir og hjálpsamir menn komu
þarna til aðstoðar, hjálpuðu til að bera,
en aðrir fylgdust með eins og gengur.“
Guðmundur Hannesson og Steingrímur
Matthíasson nýútskrifaður skáru hann
svo upp og Matthías Einarsson nemandi
svæfði. Nú tóku við blóðuppköst, hita- og
svitaköst og loks var hann borinn út af
sjúkrahúsinu 9. desember og vóg þá 40
kg. Þetta mun hafa verið fyrsti botnlanga-
skurðurinn á Íslandi.
Árið 1906 varð Ingólfur héraðslæknir í
Vopnafirði. Í minningabókum sínum segir
hann frá svaðilförum til að sinna sjúkling-
um, meðal annars Lárusi:
„Við héldum af stað ríðandi inn Tang-
ann, fórum af baki í sköflum, skeiðriðum
sandinn fyrir fjarðarbotninum, teymdum
yfir Hofsá á lélegum ís, og svo var löng
ferð út með firðinum. Ekki sá til sólar,
jörðin hulin snjó, brotin og bækluð brú á
Gljúfurá, mannskæð heiði framundan og
svo áhyggjurnar út af veslings Lárusi. Allt
þetta gerði ferðalagið fremur ömurlegt,
ekki að tala um að syngja eða kveða, né
segja kýmnisögur, sem annars var oft
Háskaferðir
héraðslæknis
fyrir einni öld
– um Ingólf
Gíslason
Ingólfur Gíslason læknir var
bláfátækur bóndasonur,
fæddur 1874 og uppalinn að
Þverá í Fnjóskadal.