Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 18
342 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N Tafla I. Breyting á NBPDC-flokkum burðarmálsdauða á tímabilinu. Flokkar IV og VII voru ekki taldir með þar sem meðgöngulengd náði ekki 28+0 vikum í þeim flokkum. Fjöldi tilfella (n) eru samanlögð tilfelli allt tímabilið í hverjum flokki. Númer flokks NBPDC-flokkur Fjöldi tilfella (n) Árleg prósentubreyting (%) (95% CI) P-gildi I Meðfæddur galli 66 -4,8 (-7,6 til -2,0) 0,001 II Fæðing andvana, vaxtarskerts einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 65 -3,1 (-5,9 til -0,3) 0,029 III Fæðing andvana einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 216 -1,2 (-2,7 til 0,4) 0,138 V Fæðing andvana fjölbura 28 -5,0 (-9,2 til -0,6) 0,025 VI Dauðsfall í fæðingu eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 5 -5,1 (-14,7 til 5,6) 0,338 VIII Dauðsfall nýbura (28+0 til 33+6 vikna meðganga), Apgar ≥7 eftir 5 mínútur 4 -13,2 (-26,2 til 2,1) 0,088 IX Dauðsfall nýbura (28+0 til 33+6 vikna meðganga), Apgar ≤6 eftir 5 mínútur 13 -13,9 (-21,6 til -5,5) 0,002 X Dauðsfall nýbura eftir ≥34+0 vikna meðgöngu, Apgar ≥7 eftir 5 mínútur 11 -4,4 (-11,0 til 2,6) 0,214 XI Dauðsfall nýbura eftir ≥34+0 vikna meðgöngu, Apgar ≤6 eftir 5 mínútur 26 -5,6 (-10,0 til -1,0) 0,017 XII Dauðsfall nýbura fyrir 28+0 vikna meðgöngu 108 -4,0 (-6,1 til -1,8) <0,001 XIII Óflokkað 2 -1,2 (-15,8 til 16,0) 0,884 þyngd, Apgarstig barns við eina og fimm mínútur, lengd með- göngu, hvenær barn dó (meðgöngulengd eða aldur), sjúkdóms- greiningar móður og sjúkdómsgreiningar barns. Börnin voru síðan flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerf- inu, sjá töflu I. Andvana fætt barn var talið vaxtarskert ef það var undir 10. hundraðshluta (percentile) mörkum á vaxtarriti á barna- blaði Landspítala. Hvert barn gat aðeins verið í einum flokki og var meðfæddur galli ráðandi, hafi hann verið talinn alvarlegur eða banvænn. Upplýsingar um fæðingar andvana barna fyrir 28+0 vikna með- göngu vantar fyrir árin 1988-1993 svo miðað er við að minnsta kosti 28+0 vikna meðgöngu þegar breytingar á öllu 30 ára tímabilinu eru bornar saman. Flokkar IV og VII í NBPDC-flokkunarkerfinu telja andvana fædd börn fyrir 28+0 vikna meðgöngu annars vegar og börn dáin í fæðingu fyrir 28+0 vikna meðgöngu hins vegar og eru þeir því ekki bornir saman innan tímabilsins. Upplýsingar um fjölda lifandi og andvana fæddra barna fengust á heimasíðu Hag- stofu Íslands. Öll gögn voru færð inn í Microsoft Excel töflureikni. Við úr- vinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Stata 13. Poisson-að- hvarfsgreining var notuð til að reikna út leitni (trend) fyrir burðar- málsdauða á tímabilinu. Reiknuð var út árleg prósentubreyting fyrir burðarmálsdauða og hvern NBPDC-flokk út frá nýgengihlut- falli (incidence rate ratio, IRR) úr Poisson-aðhvarfsgreiningu, sem einnig má túlka sem áhættuhlutfall.10 Svarbreyta/háð breyta var fjöldi burðarmálsdauðsfalla og skýribreytur/óháðar breytur voru tími (ár) og NBPDC-flokkur. Útsett breyta var fjöldi lifandi og and- vana fæddra á hverju ári. Líkanagreining gaf til kynna að líkanið var viðeigandi fyrir gögnin. Tölfræðileg marktækni var miðuð við α (alpha) 0,05 og var 95% öryggisbil (confidence interval, CI) reiknað. Dánartíðni er gefin upp sem fjöldi á hverja 1000 andvana og lifandi fædda á viðkomandi tímabili. Öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá vísinda- siðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga Land- spítala. Embætti landlæknis veitti aðgang að gögnum úr Fæðinga- skrá. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu dóu 544 börn á burðarmálsskeiði ef and- vana fædd börn voru meðtalin eftir ≥28+0 vikna meðgöngu. Ef börn andvana fædd eftir ≥22+0 vikna meðgöngu voru talin með dóu 537 börn á árunum 1994-2017. Tíðni burðarmálsdauða lækkaði Mynd 2. Burðarmálsdauði á hverja 1000 fædda miðað við 22+0 vikna meðgöngu á Íslandi 1994-2017. Mynd 1. Burðarmálsdauði á hverja 1000 fædda miðað við 28+0 vikna meðgöngu á Íslandi 1988-2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.