Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 18
342 LÆKNAblaðið 2018/104
R A N N S Ó K N
Tafla I. Breyting á NBPDC-flokkum burðarmálsdauða á tímabilinu. Flokkar IV og VII voru ekki taldir með þar sem meðgöngulengd náði ekki 28+0 vikum í þeim flokkum.
Fjöldi tilfella (n) eru samanlögð tilfelli allt tímabilið í hverjum flokki.
Númer flokks NBPDC-flokkur Fjöldi tilfella (n) Árleg prósentubreyting (%) (95% CI) P-gildi
I Meðfæddur galli 66 -4,8 (-7,6 til -2,0) 0,001
II Fæðing andvana, vaxtarskerts einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 65 -3,1 (-5,9 til -0,3) 0,029
III Fæðing andvana einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 216 -1,2 (-2,7 til 0,4) 0,138
V Fæðing andvana fjölbura 28 -5,0 (-9,2 til -0,6) 0,025
VI Dauðsfall í fæðingu eftir ≥28+0 vikna meðgöngu 5 -5,1 (-14,7 til 5,6) 0,338
VIII Dauðsfall nýbura (28+0 til 33+6 vikna meðganga), Apgar ≥7 eftir 5 mínútur 4 -13,2 (-26,2 til 2,1) 0,088
IX Dauðsfall nýbura (28+0 til 33+6 vikna meðganga), Apgar ≤6 eftir 5 mínútur 13 -13,9 (-21,6 til -5,5) 0,002
X Dauðsfall nýbura eftir ≥34+0 vikna meðgöngu, Apgar ≥7 eftir 5 mínútur 11 -4,4 (-11,0 til 2,6) 0,214
XI Dauðsfall nýbura eftir ≥34+0 vikna meðgöngu, Apgar ≤6 eftir 5 mínútur 26 -5,6 (-10,0 til -1,0) 0,017
XII Dauðsfall nýbura fyrir 28+0 vikna meðgöngu 108 -4,0 (-6,1 til -1,8) <0,001
XIII Óflokkað 2 -1,2 (-15,8 til 16,0) 0,884
þyngd, Apgarstig barns við eina og fimm mínútur, lengd með-
göngu, hvenær barn dó (meðgöngulengd eða aldur), sjúkdóms-
greiningar móður og sjúkdómsgreiningar barns.
Börnin voru síðan flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerf-
inu, sjá töflu I. Andvana fætt barn var talið vaxtarskert ef það var
undir 10. hundraðshluta (percentile) mörkum á vaxtarriti á barna-
blaði Landspítala. Hvert barn gat aðeins verið í einum flokki og
var meðfæddur galli ráðandi, hafi hann verið talinn alvarlegur eða
banvænn.
Upplýsingar um fæðingar andvana barna fyrir 28+0 vikna með-
göngu vantar fyrir árin 1988-1993 svo miðað er við að minnsta kosti
28+0 vikna meðgöngu þegar breytingar á öllu 30 ára tímabilinu
eru bornar saman. Flokkar IV og VII í NBPDC-flokkunarkerfinu
telja andvana fædd börn fyrir 28+0 vikna meðgöngu annars vegar
og börn dáin í fæðingu fyrir 28+0 vikna meðgöngu hins vegar og
eru þeir því ekki bornir saman innan tímabilsins. Upplýsingar um
fjölda lifandi og andvana fæddra barna fengust á heimasíðu Hag-
stofu Íslands.
Öll gögn voru færð inn í Microsoft Excel töflureikni. Við úr-
vinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Stata 13. Poisson-að-
hvarfsgreining var notuð til að reikna út leitni (trend) fyrir burðar-
málsdauða á tímabilinu. Reiknuð var út árleg prósentubreyting
fyrir burðarmálsdauða og hvern NBPDC-flokk út frá nýgengihlut-
falli (incidence rate ratio, IRR) úr Poisson-aðhvarfsgreiningu, sem
einnig má túlka sem áhættuhlutfall.10 Svarbreyta/háð breyta var
fjöldi burðarmálsdauðsfalla og skýribreytur/óháðar breytur voru
tími (ár) og NBPDC-flokkur. Útsett breyta var fjöldi lifandi og and-
vana fæddra á hverju ári. Líkanagreining gaf til kynna að líkanið
var viðeigandi fyrir gögnin.
Tölfræðileg marktækni var miðuð við α (alpha) 0,05 og var 95%
öryggisbil (confidence interval, CI) reiknað. Dánartíðni er gefin upp
sem fjöldi á hverja 1000 andvana og lifandi fædda á viðkomandi
tímabili.
Öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá vísinda-
siðanefnd, Persónuvernd og framkvæmdastjóra lækninga Land-
spítala. Embætti landlæknis veitti aðgang að gögnum úr Fæðinga-
skrá.
Niðurstöður
Á rannsóknartímabilinu dóu 544 börn á burðarmálsskeiði ef and-
vana fædd börn voru meðtalin eftir ≥28+0 vikna meðgöngu. Ef
börn andvana fædd eftir ≥22+0 vikna meðgöngu voru talin með
dóu 537 börn á árunum 1994-2017. Tíðni burðarmálsdauða lækkaði
Mynd 2. Burðarmálsdauði á hverja 1000 fædda miðað við 22+0 vikna meðgöngu á
Íslandi 1994-2017.
Mynd 1. Burðarmálsdauði á hverja 1000 fædda miðað við 28+0 vikna meðgöngu á
Íslandi 1988-2017.