Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 339 R A N N S Ó K N á Íslandi á árunum 2007-2011 kom í ljós að konum með útbreidd- an kransæðasjúkdóm var síður vísað í kransæðahjáveitu en körl- um.28 Ennfremur sýndi þessi stóra rannsókn að konur með dreifð- an kransæðasjúkdóm voru líklegri en karlar til að gangast undir kransæðavíkkun fremur en kransæðahjáveitu. Slíkt samrýmist ekki alþjóðlegum leiðbeiningum um meðferð kransæðasjúkdóms, enda eiga sömu ábendingar að gilda fyrir bæði kyn um kransæða- víkkun og hjáveituaðgerð.5 Niðurstöður okkar rannsóknar sýna þó að útbreiðsla kransæðasjúkdóms hjá þeim sem gengust undir hjáveituaðgerð var sambærileg á milli kynja. Hér á landi voru konur að jafnaði um fjórum árum eldri en karlar þegar þær gengust undir kransæðahjáveitu. Þetta er í sam- ræmi við erlendar rannsóknir, sem jafnframt hafa sýnt hærri tíðni sykursýki og blóðfituröskunar hjá konum.8,9,16 Slíkur mun- ur á þessum áhættuþáttum kransæðasjúkdóms kom ekki í ljós í okkar rannsókn, nema hvað háþrýstingur reyndist algengari meðal kvenna og þær höfðu sjaldnar reykt, sem er sambærilegt við fyrrnefndar rannsóknir. Ekki kom á óvart að konur höfðu marktækt hærra EuroSCOREst fyrir aðgerð en karlar, eða 6,1 borið saman við 4,4 hjá körlum. Ef kvenkyni er sleppt í útreikingunum á EuroSCOREst var munurinn minni en engu að síður marktækur, eða 5,1 á móti 4,4 (p<0,001). Konur eru því oftar í svokölluðum há- áhættuhópi, sem er skilgreindur sem EuroSCOREst yfir 6.15 Tíðni minniháttar fylgikvilla, svo sem nýtilkomins gáttatifs, lungnabólgu og yfirborðssýkinga í skurðsári reyndist sambæri- leg milli kynja. Konur fengu oftar þvagfærasýkingu sem skýrist af því að þessar sýkingar eru almennt algengari hjá konum.29 Ekki reyndist munur á tíðni alvarlegra fylgikvilla hjá kynjunum. Einungis 12 konur (4%) létust innan 30 daga frá aðgerð, sem er sambærilegt nýlegum erlendum rannsóknum.8-11 Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að í okkar rannsókn voru teknar með allar hjáveituaðgerðir, þar á meðal neyðaraðgerðir. Ef árangur valað- gerða er skoðaður sérstaklega reyndist 30 daga dánartíðni kvenna og karla sambærileg, eða aðeins 1,3% og 1,4%. Tíðni neyðaraðgerða var svipuð milli kynja og þrátt fyrir að dánartíðni kvenna inn- an 30 daga eftir neyðarðagerð væri hlutfallslega hærri, eða 30% samanborið við 19% hjá körlum, reyndist sá munur ekki marktæk- ur. Kvenkyn reyndist heldur ekki sjálfstæður forspárþáttur fyrir dauða innan 30 daga í þessari rannsókn. Rannsóknum erlendis hefur ekki öllum borið saman hvort kvenkyn sé sjálfstæður for- spárþáttur dauða innan 30 daga. Flestar rannsóknir benda þó til þess, eins og safngreining Alam og félaga.16 Á eftirfylgdartímanum sem var langur, eða tæp 7 ár, reyndist tíðni endurhjáveitu mjög lág hjá báðum kynjum en einungis ein kona og 6 karlar þurftu á slíkri aðgerð að halda. Tíðni kransæða- víkkana, með eða án stoðnets, var sömuleiðis lág, eða 8% hjá báð- um kynjum. Þetta eru jákvæðar niðurstöður og benda til þess að árangur kransæðahjáveitu til lengri tíma sé mjög góður, og það fyrir bæði kyn. Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð né spá fyrir um síðri lifun með Cox- aðhvarfsgreiningu, ólíkt því sem safngreining Alam og félaga frá 2013 sýndi.16 Ekki er ljóst af hverju okkar rannsókn ber ekki saman við flestar erlendu rannsóknanna, en tíðni sumra áhættu- þátta kransæðasjúkdóms eins og sykursýki er lægri hér en víða í Evrópu.30 Sykursýki reyndist sjálfstæður forspárþáttur síðri lifun- ar í þessari rannsókn. Vissulega er rannsóknarþýðið lítið miðað við margar erlendu rannsóknanna og því ekki hægt að útiloka villu af gerð II við tölfræðiúrvinnslu. Þó hafa nokkrar erlendar rannsóknir komist að svipuðum niðurstöðum og okkar.8,14,31 Aðr- ar rannsóknir11,12 þar á meðal ofangreind safngreining,16 hafa sýnt að kvenkyn er sjálfstæður forspárþáttur bæði fyrir dauða innan 30 daga frá aðgerð en einnig síðri lifun. Í rannsókn Guru og fé- laga var lifun sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveitu bor- in saman við lifun einstaklinga af sama aldri og kyni. Í ljós kom að lifun kvenna var síðri en karla eftir kransæðahjáveitu en í al- mennu þýði reyndist lifun kvenna hins vegar betri.12 Hér á landi er meðalævilengd kvenna í almennu þýði einnig meiri, eða 83,6 ár borið saman við 81 ár hjá körlum.32 Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um það af hverju kon- um farnast verr eftir kransæðahjáveitu. Konurnar eru eldri og hafa aukna sjúkdómabyrði, eins og hærri tíðni sykursýki, háþrýstings og blóðfituröskunar.8,9 Það að auki hafa rannsóknir sýnt að kon- um sé vísað í aðgerð við lengra genginn kransæðasjúkdóm og séu ólíklegri til að fara í valaðgerð.10,11 Er skýringin talin að hluta geta legið í því að einkenni kvenna eru oft á tíðum frábrugðin einkenn- um karla. Auk þess eru kransæðar fíngerðari hjá konum, sem ger- ir aðgerðina tæknilega erfiðari og það getur haft áhrif á endingu æðatenginga.33,34 Helsti styrkur þessarar rannsóknar er að hún tekur til allra sjúk- linga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á einum spítala hjá heilli þjóð á 13 ára tímabili. Skráning á síðkomnum afdrifum sjúklinga var nákvæm en allar endurinnlagnir sjúklinganna voru skoðaðar, bæði á Landspítala og á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Auk þess fengust upplýsingar um dánardag allra sjúklinga frá Dánarmeinaskrá Landlæknisembættis. Veikleiki rannsóknarinn- ar er að hún er afturskyggn og upplýsingar um áhættuþætti, sögu hjarta- og æðasjúkdóma og einkenni því ekki eins nákvæmar og verið hefði í framsýnni rannsókn. Jafnframt voru einkenni sjúk- linga ekki metin eftir aðgerð. Þá er rannsóknarþýðið minna en í flestum erlendum rannsóknum og taka þarf tillit til þess við túlk- un niðurstaðna. Þessi rannsókn sýnir að árangur kransæðahjáveituaðgerða hér á landi er sambærilegur hjá konum og körlum. Tíðni snemm- og síðkominna fylgikvilla reyndist sambærileg milli kynja líkt og 30 daga dánartíðni. Lifun var einnig sambærileg fyrir bæði kyn, en 5 árum frá aðgerð eru 87% kvenna á lífi, sem verður að teljast góður árangur. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri á skurðdeild Landspítala, fyrir aðstoð við leit að sjúkraskrám. Þessi rannsókn var styrkt af Vísindasjóði Landspítala, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Minningarsjóði Helgu Guðmundsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar og einnig GoRed samtökunum á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.