Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 34
358 LÆKNAblaðið 2018/104 Það eru margar leiðir færar en lykilatriðið eru samræður og gagnkvæmur skilningur. Hagsmunir stofulækna og sjúkrahúslækna fara stundum saman og stundum ekki. Hvernig lítur þú á þetta? Við erum öll að vinna að sama mark- miði. Við viljum fyrst og fremst veita góða þjónustu með því að nota sérfræði- þekkingu okkar til lækninga eða líknar veiku fólki. Fjöldi sjálfstætt starfandi sérfræðinga eru öflugir sjúkrahúslækn- ar og gegna mikilvægum hlutverkum á báðum stöðum. Að mínu mati hljóta hagsmunir okkar og markmið að vera sameiginleg þegar kemur að framtíðar- sýn og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Sem fyrr segir styðjum við fjölbreytni og atvinnufrelsi lækna og teljum umfram allt að valmöguleikar og heilbrigð samkeppni séu af hinu góða. Er þetta félag fyrst og fremst ætlað sér- fræðingum starfandi á sjúkrahúsum? Nafn félagsins gefur þá mynd en sam- kvæmt lögum félagsins eru sérfræðingar sem vinna á öðrum opinberum stöðum eins og Vinnueftirlitinu, hjá velferðarráðu- neyti og Embætti landlæknis velkomnir í félagið, sem og læknar sem vinna á Reykjalundi, NLFÍ, Greiningarstöð ríkisins og í öðrum fyrirtækjum. Rödd okkar allra þarf að heyrast innan Læknafélags Ísland og ná eyrum stjórnvalda. Læknar hafa þekkingu á heilbrigðisþjónustu og eiga að vinna sameiginlega og af metnaði að þeim málum með hagsmuni landsmanna allra að leiðarljósi. Kjarasamningar Stefnið þið að því að fá að semja beint við ríkið eða í gegnum sameiginlega samninganefnd LÍ? Læknafélag Íslands er okkar móð- urskip og sameiningartákn. Samstaða meðal lækna er lykilatriði þegar kemur að kjarasamningum og teljum við eðlilegt og æskilegt að samninganefnd LÍ finni fyrir stuðningi allra aðildarfélaga í komandi samningum. Eigendur Læknablaðsins hafa um langa hríð verið Læknafélag Reykjavíkur og LÍ. Nú verða væntanlega breytingar á því. Hvernig sérðu aðkomu ykkar félags að útgáfu blaðsins? Mikilvægt er að skoða aðkomu allra að- ildarfélaga LÍ að Læknablaðinu. Við þurfum að ræða rekstur og markmið blaðsins til að þessi sameiginlegi vettvangur lækna fyrir upplýsingagjöf, fræðslu, faglega umræðu og síðast en ekki síst innlend vísindastörf standi traustum fótum. Til þess þarf sterka aðkomu aðildarfélaga LÍ í samvinnu við sérgreinafélögin. Við teljum eðlilegt að rekstur Læknablaðsins sé í höndum LÍ. Hvernig sérðu hlutverk Læknafélags Íslands þróast miðað við breytt skipulag og stjórn þess? Samvinna aðildarfélaga með auknum áhuga lækna á félagsmálum sínum er óskastaða. Læknar þurfa að hafa áhrif á þróun heilbrigðismála og rödd þeirra þarf að heyrast. Formaður Læknafé- lagsins hefur nú þegar viðrað margar góðar hugmyndir og hrint mörgum þeirra í framkvæmd. Ég og stjórn Félags sjúkrahúslækna erum full tilhlökkunar. Það eru spennandi tímar framundan þar sem aðildarfélög LÍ munu undir forystu formanns LÍ hefja störf undir nýjum formerkjum sem vonandi verður fram- faraskref fyrir læknastéttina. Hvernig þetta nýja skipulag þróast kemur í ljós í fyllingu tímans. Það hefur margoft verið bent á óheyrilegt vinnuálag á sjúkrahúslæknum, mikla vakta- byrði og skort á sérfræðingum til að manna vaktalínur. Er efling göngudeilda lausn á vand- anum? Hvar kreppir skórinn mest og hverjar eru lausnirnar að ykkar mati? Vinnuálag er mikið í mörgum sér- greinum og það er nauðsynlegt að ráða fleiri sérfræðinga til starfa. En stundum er hreinlega skortur á sérfræðilæknum í við- komandi sérgrein. Vinnuálag er því mikið á fáum einstaklingum sem í sumum tilfell- um flosna upp vegna þessa. Við verðum að vera samkeppnishæf með því að vera í fararbroddi og gera það eftirsóknarvert fyrir unga sérfræðilækna að starfa á Ís- landi. Efling dag- og göngudeilda er hluti af lausn vandans fyrir afmarkaða sjúk- lingahópa en leysir ekki stærri vanda sem Landspítali glímir við daglega. Við þurfum öflugar göngudeildir fyrir okkar veikasta fólk, auk skurðstofurýmis og legudeilda. Aðkoma margra fagstétta er oft nauðsynleg og heildræn sýn á sjúkling er mikilvæg til að tryggja sem bestan árang- ur. Hækkandi aldur þjóðarinnar er áskor- un nú og til framtíðar. Viðvarandi skortur á úrræðum fyrir aldraða einstaklinga með færnis- og heilsumat þarfnast sérstakrar athygli stjórnvalda. Langtímadvöl þessara einstaklinga á Landspítala er óásættanlegt ástand fyrir þá og fyrir heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisstofnanir En heilbrigðiskerfið þarf að skoða heild- rænt og skilgreina í samræmi við verk efni hvers og eins með hag sjúklinga að leiðar- ljósi. Heilbrigðisstofnunum á landsbyggð- inni megum við ekki gleyma og mikilvægt að styðja við þær á fjölbreyttan hátt. Landspítalinn er óumdeilanleg grunn- stofnun í okkar samfélagi hvað varðar ákveðna þjónustu við alla landsmenn og lykilstofnun í menntun heilbrigðisstarfs- manna og á að vera í fararbroddi við rann- sóknir og gæði. Sjúkahúsið á Akureyri gegnir einnig mikilvægu hlutverki og er varasjúkrahús Landspítala. Þar er öflug starfsemi og margar sérgreinar. Það sinnir einnig mik- ilvægu hlutverki við menntun lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Það glím- ir við sömu vandamál, það er mönnunar- vanda sérfræðilækna og mikla vaktabyrði. Stjórnvöld þurfa að skilja mikilvægi þess að fjármagn fylgi öllum þessum stóru og mikilvægu verkefnum. Hagræði og góð nýting er sjálfsögð krafa en sífelldur niðurskurður og óöryggi um fjármögnun dregur úr framþróun og starfsgleði. Við þurfum að laða til okkar starfsmenn með því að vera í fararbroddi. Við getum að mörgu leyti verið stolt af heilbrigðiskerfinu en margt þarf að bæta. Við þurfum að leggja metnað í að efla það enn frekar með hag allra landsmanna að leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.