Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 24
348 LÆKNAblaðið 2018/104 hana þegar fullnægjandi verkjastillingu hefði verið náð. Næstu sólarhringa fór þó ástand sjúklingsins óvænt versnandi. Blóð- þrýstingur fór hratt lækkandi, lægst niður í 76/43 mmHg, þrátt fyrir viðunandi vökvainntöku og lítinn sem engan niðurgang. Sjúklingur fór jafnframt að finna fyrir vægum kviðverkjum, mest í hægri efri fjórðungi og yfir uppmagálssvæði (epigastrium), og öndunarstarfsemi fór versnandi vegna hægrar og grynnkandi öndunar. Sjúklingur féll ítrekað í 80-85% súrefnismettun bæði við kyrrsetu og hreyfingu, en súrefnismettun hækkaði þó upp í 96- 98% þegar sjúklingur tók nokkra djúpa andardrætti. Sjúklingur- inn var á þessum tíma slöpp en fulláttuð og sjáöldur heldur þröng en svöruðu eðlilega ljósi. Slagæðablóðgös sýndu væga öndunar- blóðsýringu með efnaskiptauppbót (pH 7,34, pCO2 57, bíkarbónat 27, pO2 105), lungnamynd sýndi ekki merki um íferðir eða hjarta- bilun. Hjartalínurit sýndi sinustakt án bráðra breytinga. Blóð- natríumstyrkur hafði á þessum tíma lækkað niður í 134 mmól/L og blóðkalíumstyrkur hafði einnig hækkað töluvert þrátt fyrir að vera enn innan viðmiðunarmarka, en hann mældist á þessum tíma 4,4 mmól/L en á fyrstu dögum legunnar 3,3 mmól/L. Upp- haflega var talið að hér væri um að ræða öndunarbælingu af völd- um ópíóíða og var ópíóíðameðferð því stöðvuð og gefið Naloxón með litlum árangri. Vaknaði þá grunur um vanstarfsemi nýrna- hettna og skort á sterahormónum. Í samráði við innkirtlalækni var morgunkortisól mælt og reyndist það óeðlilega lágt, eða 76 nmól/L (tafla I). Sjúklingi voru þá gefnir sykursterar og hresstist hún töluvert við það, fannst hún orkumeiri og gat farið að ganga um ganga deildarinnar án súrefnis. Í framhaldinu var gert Synact- hen-próf sem sýndi eðlilega svörun nýrnahettna, það er grunn- gildi kortisóls mældist 193 nmól/L en 490 nmól/L eftir 30 mínútur og 560 nmól/L eftir 60 mínútur (tafla II). Hafa ber þó í huga að sjúklingi hafði verið gefið hýdrókortisón áður en prófið var gert en það mælist sem kortisól í blóðmælingum og má því búast við því að grunngildi kortisóls hafi í raun verið lægra en það mæld- ist í prófinu. Heiladingulshormón voru einnig mæld (tafla I) og reyndist þá prólaktín vægt hækkað, eða 120 mcg/L, gulbúskveikja (luteinizing hormone: LH) óviðeigandi lág fyrir aldur, eða 0,7 IU/L, og eggbússtýrihormón ( follicle stimulating hormone: FSH) jafnframt í lægri kantinum fyrir konu á þessum aldri, eða 27,2 IU/L. TSH mældist ennfremur vægt lækkað eða 0,23 mIU/L og frítt T3 einnig lágt, eða 2,1 pmól/L. Önnur hormón mældust innan viðmiðunar- marka. Óhjákvæmilega vaknaði grunur um æxli í heiladingli og var því gerð sjónsviðsmæling og fengin segulómskoðun af heila, en hvort tveggja kom eðlilega út. Þar sem ekki var saga um ný- lega notkun sterahormóna var sú ályktun dregin að hér væri um að ræða truflun á starfsemi heila dinguls vegna ópíóíða með af- leiddri vanstarfsemi nýrnahettna. Var því hafin sterauppbót með hýdrókortisón-töflum. Ástand sjúklings batnaði mjög á næstu dögum, blóðþrýstingur hækkaði og blóðsölt og öndunarstarfsemi fóru batnandi. Þar sem sjúklingur var áfram með talsverða verki var ákveðið að halda áfram ópíóíðameðferð þrátt fyrir meint áhrif þeirra á innkirtlastarfsemi sjúklings, en þó í minni skammti en áður. Gengið var frá eftirliti innkirtlalæknis og pöntuð beinþéttn- imæling vegna mögulegra áhrifa ópíóíða á beinþéttni. Útskrifaðist sjúklingur svo heim við ágæta líðan. Umræða Í þessu tilfelli skýrist brenglunin á jafnvægi undirstúku-heila- dinguls-nýrnahettuöxulsins langlíklegast af ópíóíðameðferð, en vert er að taka fram að mögulega gætu legið aðrar orsakir að baki brenglunum á prólaktíni og skjaldkirtilshormónum hjá umrædd- um sjúklingi. Velgjulyfið metóklópramíð, sem hún var meðhöndl- uð með í legunni, hindrar dópamínviðtaka og getur þannig valdið hækkun á gildi prólaktíns. Verkir og streita geta einnig hækkað gildi prólaktíns. Jafnframt er lækkun á gildi TSH og skjaldkirtils- hormóna án undirliggjandi skjaldkirtilssjúkdóms nokkuð algeng hjá alvarlega veikum sjúklingum og nefnist það heilkenni veik- indatengd skjaldhagsröskun (euthyroid sick syndrome). Þrátt fyrir aukna umræðu um aukaverkanir ópíóíða síðastliðin ár eru slík lyf ennþá mjög mikið notuð við verkjum, enda eru í mörgum tilfellum ekki önnur gagnleg úrræði í boði fyrir sjúklinga með svæsna verki. Mikilvægt er þá að velja vel hvaða sjúklingar fá slíka meðferð og reyna að stilla meðferðinni í hóf eins og hægt er. Einnig þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að vera vak- andi fyrir mögulegum aukaverkunum ópíóíða þar sem þær geta bæði skert lífsgæði sjúklinga og í sumum tilfellum jafnvel reynst lífshættulegar, líkt og í tilfellinu sem hér er lýst. Erfitt getur reynst að bera kennsl á þá sjúklinga sem fá horm- ónatengdar aukaverkanir af völdum ópíóíða þar sem mörg ein- kennanna eru ósértæk og gætu einnig orsakast af verkjum eða öðrum undirliggjandi sjúkdómum. Í þessu tilfelli var skuldinni til dæmis upphaflega að hluta til skellt á aðra meðferð sem sjúk- lingurinn hafði fengið, það er að segja geislameðferð. Sjúklingar geta jafnframt stundum verið tregir til að segja læknum frá ein- kennum sínum, til dæmis þeim sem tengjast kynhvöt og kyngetu. S J Ú K R A T I L F E L L I Tafla I. Hormónamælingar. Gildi Viðmiðunarmörk Morgunkortisól 76 nmól/L ¯ 135-540 nmól/L Prólaktín 120 mcg/L ↑ 4,8-23,3 mcg/L Makróprólaktín 0% <40% Gulbúskveikja (LH) 0,7 IU/L ¯ 7,7-58,5 IU/L Eggbússtýrihormón (FSH) 27,2 IU/L 26,0-135,0 IU/L Östradíól <18,4 pmól/L <18,4-505 pmól/L Skjaldvakakveikja (TSH) 0,23 mIU/L ¯ 0,30-4,20 mIU/L Frítt T3 2,1 pmól/L ¯ 3,5-6,7 pmól/L Frítt T4 12,3 pmól/L 12,0-22,0 pmól/L Vaxtarhormón 2,0 mcg/L <8,0 mcg/L Stýrihormón nýrnahettubarkar (ACTH) <10 ng/L 0-46 ng/L IGF-1 (insulin-like growth factor 1) 68 mcg/L 32-214 mcg/L Tafla II. Niðurstöður Synacthen-prófs. Gildi Viðmiðunarmörk Grunngildi kortisóls 193 nmól/L 135-540 nmól/L Kortisól eftir 30 mínútur 490 nmól/L >440 nmól/L Kortisól eftir 60 mínútur 560 nmól/L >550 nmól/L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.