Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 341
R A N N S Ó K N
Inngangur
Burðarmál merkir tímabilið í kringum fæðinguna og er með
burðarmálsdauða átt við fæðingu andvana barns eða dauða barns
á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Andvana fædd börn voru áður
aðeins talin með ef þau fæddust eftir 28+0 vikna meðgöngu (28+0:
28 vikna + 0 daga meðganga) eða voru að minnsta kosti 1000 g
að þyngd við fæðingu væri meðgöngulengd ekki þekkt en annars
talin til fósturláta. Árið 1994 var skilgreiningunni breytt og farið
var að telja með andvana fædd börn eftir 22+0 vikna meðgöngu
eða við 500 g fæðingarþyngd væri meðgöngulengd ekki þekkt.1-4
Nauðsynlegt er að taka tillit til þessara mismunandi skilgreininga
þegar burðarmálsdauði er borinn saman milli landa eða tímabila.
Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta
í heiminum undanfarin ár. Fyrir tíma þessa rannsóknartímabils
(1988-2017) hafði orðið mikil breyting á tíðni burðarmálsdauða, en
frá árinu 1951 til og með 1980 hafði burðarmálsdauði lækkað úr
25,7 í 10,1 dauðsfall á hver þúsund fædd börn.2,5-7
Frá miðri síðustu öld hafa verið settar fram ýmsar flokkanir á
burðarmálsdauða, einkum með tilliti til orsaka. Í mörgum tilvik-
um stuðla fleiri en einn þáttur, oft keðjuverkandi, að dauðsfalli og
því getur verið erfitt að skilgreina hvert tilfelli út frá einni dánar-
orsök. Það er hins vegar mikilvægt að gera í faraldsfræðilegri
úrvinnslu og nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera samanburð
milli tímabila og landa. Þannig má nota burðarmálsdauða sem
mælikvarða á gæði heilbrigðisþjónustu við burðarmál (perinatal
care).3,8,9 Árið 1995 var búin til norræn-baltnesk flokkun (Nordic
Baltic Perinatal Death Classification, NBPDC) með það í huga að
skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt
að fyrirbyggja (potentially avoidable) en ekki til að kanna orsaka-
samhengi. NBPDC flokkunin byggist á 5 breytum, mismikilvæg-
um, en þær eru: Meðfæddur galli, hvenær í fæðingarferlinu barn
deyr, vaxtarskerðing, meðgöngulengd og Apgarstig. Út frá þess-
um 5 breytum eru myndaðir 13 flokkar í NBPDC-flokkunarkerf-
inu. Þetta kerfi hefur verið notað við flokkun burðarmálsdauða á
Íslandi frá 1996.1,3,8
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni burðarmáls-
dauða hér á landi árin 1988-2017, hvernig hún hefur breyst á
Burðarmálsdauði á Íslandi 1988-2017
Á G R I P
Inngangur
Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða
þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni burðarmálsdauða á
Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Mark-
mið rannsóknarinnar var að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls-
dauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að meta hvort
hugsanlega sé hægt að lækka tíðnina enn frekar.
Efniviður og aðferðir
Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1988-2017.
Upplýsingar um þau börn sem dóu á burðarmálsskeiði voru fengnar úr
Fæðingaskrá og þau flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerfi, sem
byggist á að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega
væri hægt að fyrirbyggja. Breyting á burðarmálsdauða var reiknuð út
sem árleg prósentubreyting með Poisson-aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður
Tíðni burðarmálsdauða lækkaði að meðaltali um 3,3% (p<0,001) á ári
á tímabilinu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu. Börnum sem létust
vegna meðfæddra galla fækkaði um 4,8% (p=0,001) á ári. Andvana
fæðingum vaxtarskertra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu fækkaði
um 3,1% (p=0,029) á ári. Andvana fæðingum einbura eftir ≥28+0 vikna
meðgöngu sem voru ekki vaxtarskertir fækkaði ekki marktækt.
Ályktun
Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár.
Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í
fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækk-
að og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur
reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins
og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnk-
aðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar
ástæða þykir til.
doi.org/10.17992/lbl.2018.0708.193
Ragnhildur Hauksdóttir1,4 læknir
Þórður Þórkelsson1,2,3 læknir
Gestur Pálsson1,2,3 læknir
Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2,4 læknir
1Landspítali, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Barnaspítala Hringsins, 4kvennadeild Landspítala.
Fyrirspurnum svarar Ragnheiður I. Bjarnadóttir, ragnhib@landspitali.is
tímabilinu og hvaða breyting hefur orðið í NBPDC-flokkum
burðarmálsdauða á síðustu 30 árum.
Efniviður og aðferðir
Burðarmálsdauði:
Fæðing andvana barns eða dauðsfall þess á fyrstu viku eftir fæðingu.
Fyrirburi:
Barn sem er fætt fyrir 37+0 vikna meðgöngu.
Um er að ræða afturskyggna rannsókn og var rannsóknar-
tímabilið 1988-2017. Eftirfarandi upplýsingar voru fengnar úr
Fæðingaskrá um börn sem fæddust andvana eða létust á fyrstu
viku eftir fæðingu: Kyn barns, fæðingarstaður, hvort barnið var
einburi eða fjölburi, lengd og höfuðummál við fæðingu, fæðingar-