Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 341 R A N N S Ó K N Inngangur Burðarmál merkir tímabilið í kringum fæðinguna og er með burðarmálsdauða átt við fæðingu andvana barns eða dauða barns á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Andvana fædd börn voru áður aðeins talin með ef þau fæddust eftir 28+0 vikna meðgöngu (28+0: 28 vikna + 0 daga meðganga) eða voru að minnsta kosti 1000 g að þyngd við fæðingu væri meðgöngulengd ekki þekkt en annars talin til fósturláta. Árið 1994 var skilgreiningunni breytt og farið var að telja með andvana fædd börn eftir 22+0 vikna meðgöngu eða við 500 g fæðingarþyngd væri meðgöngulengd ekki þekkt.1-4 Nauðsynlegt er að taka tillit til þessara mismunandi skilgreininga þegar burðarmálsdauði er borinn saman milli landa eða tímabila. Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Fyrir tíma þessa rannsóknartímabils (1988-2017) hafði orðið mikil breyting á tíðni burðarmálsdauða, en frá árinu 1951 til og með 1980 hafði burðarmálsdauði lækkað úr 25,7 í 10,1 dauðsfall á hver þúsund fædd börn.2,5-7 Frá miðri síðustu öld hafa verið settar fram ýmsar flokkanir á burðarmálsdauða, einkum með tilliti til orsaka. Í mörgum tilvik- um stuðla fleiri en einn þáttur, oft keðjuverkandi, að dauðsfalli og því getur verið erfitt að skilgreina hvert tilfelli út frá einni dánar- orsök. Það er hins vegar mikilvægt að gera í faraldsfræðilegri úrvinnslu og nauðsynlegt til þess að hægt sé að gera samanburð milli tímabila og landa. Þannig má nota burðarmálsdauða sem mælikvarða á gæði heilbrigðisþjónustu við burðarmál (perinatal care).3,8,9 Árið 1995 var búin til norræn-baltnesk flokkun (Nordic Baltic Perinatal Death Classification, NBPDC) með það í huga að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja (potentially avoidable) en ekki til að kanna orsaka- samhengi. NBPDC flokkunin byggist á 5 breytum, mismikilvæg- um, en þær eru: Meðfæddur galli, hvenær í fæðingarferlinu barn deyr, vaxtarskerðing, meðgöngulengd og Apgarstig. Út frá þess- um 5 breytum eru myndaðir 13 flokkar í NBPDC-flokkunarkerf- inu. Þetta kerfi hefur verið notað við flokkun burðarmálsdauða á Íslandi frá 1996.1,3,8 Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni burðarmáls- dauða hér á landi árin 1988-2017, hvernig hún hefur breyst á Burðarmálsdauði á Íslandi 1988-2017 Á G R I P Inngangur Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls- dauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að meta hvort hugsanlega sé hægt að lækka tíðnina enn frekar. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1988-2017. Upplýsingar um þau börn sem dóu á burðarmálsskeiði voru fengnar úr Fæðingaskrá og þau flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerfi, sem byggist á að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja. Breyting á burðarmálsdauða var reiknuð út sem árleg prósentubreyting með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður Tíðni burðarmálsdauða lækkaði að meðaltali um 3,3% (p<0,001) á ári á tímabilinu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu. Börnum sem létust vegna meðfæddra galla fækkaði um 4,8% (p=0,001) á ári. Andvana fæðingum vaxtarskertra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu fækkaði um 3,1% (p=0,029) á ári. Andvana fæðingum einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu sem voru ekki vaxtarskertir fækkaði ekki marktækt. Ályktun Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækk- að og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnk- aðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar ástæða þykir til. doi.org/10.17992/lbl.2018.0708.193 Ragnhildur Hauksdóttir1,4 læknir Þórður Þórkelsson1,2,3 læknir Gestur Pálsson1,2,3 læknir Ragnheiður I. Bjarnadóttir1,2,4 læknir 1Landspítali, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Barnaspítala Hringsins, 4kvennadeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ragnheiður I. Bjarnadóttir, ragnhib@landspitali.is tímabilinu og hvaða breyting hefur orðið í NBPDC-flokkum burðarmálsdauða á síðustu 30 árum. Efniviður og aðferðir Burðarmálsdauði: Fæðing andvana barns eða dauðsfall þess á fyrstu viku eftir fæðingu. Fyrirburi: Barn sem er fætt fyrir 37+0 vikna meðgöngu. Um er að ræða afturskyggna rannsókn og var rannsóknar- tímabilið 1988-2017. Eftirfarandi upplýsingar voru fengnar úr Fæðingaskrá um börn sem fæddust andvana eða létust á fyrstu viku eftir fæðingu: Kyn barns, fæðingarstaður, hvort barnið var einburi eða fjölburi, lengd og höfuðummál við fæðingu, fæðingar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.