Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 36
360 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Katrín Fjeldsted heimilislæknir hef- ur í 18 ár verið fulltrúi Læknafélags Íslands í CPME, Evrópusamtökum læknafélaga, og gegndi þar æðstu trún- aðarstörfum sem forseti, varaforseti og gjaldkeri samtakanna í 9 ár samtals. Katrín hefur á þessum vettvangi beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum en eins og hún segir sjálf er hún fulltrúi LÍ og málefni félagsins vega þyngra en hennar persónulegu áherslur. Oftar en ekki hefur þetta tvennt þó farið ágætlega saman að hennar sögn. „Samtökin eru bæði í því hlutverki að bregðast við og einnig hafa þau frum- kvæði að ýmsu sem kemur fram í formi tillagna frá fulltrúum læknafélaganna. Slíkar tillögur hafa þá verið samþykkt- ar í viðkomandi félagi og eru hluti af stefnumótun þess. Sem einstaklingur getur maður þó borið upp tillögur í sam- tökunum en rétt er að vera trúr sínu félagi og bera upp tillögur sem það hefur falið manni að flytja,“ segir Katrín í upphafi eftir að við höfum komið okkur þægilega fyrir innan um bækur og aðra menningar- lega muni á heimili þeirra Valgarðs Egils- sonar við Hólatorgið. „Mér var aldrei falið neitt erindi af hálfu LÍ til að flytja á vettvangi sam- takanna. Ég reyndi að koma eins konar skýrslu á framfæri í Læknablaðinu fyrstu árin mín til að kollegar sem mynda LÍ fengju upplýsingar um starfsemina en verð að viðurkenna að ég fór í svolítinn baklás þar sem ritstjórn Læknablaðsins taldi ekki þörf á að birta þetta. Ég hugsaði sem svo að þetta væri hluti af sjálfsagðri upp- lýsingagjöf til kolleganna, en það var eins og þetta misskildist á þann veg að ég væri að ota mínum tota. Ég hef því á seinni árum látið nægja að skila stjórn LÍ skýrslu sem lögð er fram á aðalfundi,“ segir Katrín og er ekki laust við henni þyki þetta mið- ur. Faglegt sjálfstæði „Læknar í öllum þessum löndum eru sami þjóðflokkurinn ef svo má segja. Við höfum öll svipaðan bakgrunn að því leyti að við höfum gengið í gegnum svipað nám, sem er nokkuð harður heimur. Ég hef lært að því meiri þekkingu sem maður tileinkar sér, því auðmjúkari verður maður gagn- vart verkefninu. Eitt af því sem mikið hefur verið rætt á vettvangi CPME og víðar er að aðrar heil- brigðisstéttir geti tekið yfir ýmis verkefni sem tilheyra starfi lækna. Það getur vel verið að slíkt sé mögulegt en það þarf að vera læknanna að ákveða hvaða verkefn- um á að dreifa. Það gengur ekki að ein- hver komi og segi bara: Ég get alveg gert þetta. Öryggi sjúklinga þarf að vera í for- gangi. Teymisvinna er hins vegar af hinu góða en þarf að vera undir stjórn læknis. Mun meiri teymisvinna er á sjúkrahúsum en í heilsugæslunni, meðal annars hér á landi og mætti sjá fyrir sér aukna nýliðun og betri vinnuaðstöðu heimilislækna ef þeir hefðu með sér fleira starfsfólk. Ég beitti mér heilmikið fyrir því að samþykkt væri yfirlýsing um faglegt sjálf- stæði lækna. Þeir geta kannski ekki verið sjálfstæðir gagnvart rekstri og stjórnun en þeir verða að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar velferð sjúklings- ins. Það er mikill munur á milli landa innan Evrópu á því hvernig heilbrigðiskerfin eru rekin og hverjar ytri aðstæður lækna eru. Á það getum við sem samtök lækna haft takmörkuð áhrif nema við hellum okkur út í stjórnmálin. Því það er á þeim vett- vangi sem slíkar ákvarðanir eru teknar. En eitt eigum við læknar sameiginlegt og það eru sjúklingarnir. Þeir eru alls staðar eins. Og þar megum við ekki láta aðra segja okkur fyrir verkum. Það er faglegt sjálfstæði. Og þarna liggja sameiginlegir hagsmunir lækna þvert á öll landamæri. Læknum er gjarnan núið um nasir að vera uppteknir af fjárhagslegum hags- munum sínum en ég get ekki tekið undir það. Allir læknar sem ég hef kynnst bera fyrst og fremst velferð sjúklinga sinna fyrir brjósti. Á þeim grundvelli hvílir læknapólitísk starf, þar höfum við náð saman og myndað samtök okkar. Og ef ég er alveg hreinskilin þá finnst mér verulegur munur á læknastéttinni hvað þetta varðar og öðrum stéttum sem ég hef kynnst. Ég þekki enga stétt vandaðri. „Verðum að eiga sterka rödd á alþjóðlegum vettvangi“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.