Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 345 R A N N S Ó K N marktæka fækkun dauðsfalla hjá þessum hópi barna.14 Það leiðir hugann að því hvort um sé að ræða einhvers konar „þröskuld“, það er að keisaraskurðir geti fækkað tilfellum fósturköfnunar upp að einhverju marki en fyrirbyggi ekki dauðsföll. Verðugt verkefni er að fækka enn frekar dauðsföllum fullburða, heilbrigðra barna sem deyja af völdum fósturköfnunar. Stærsti vandinn þar er að finna jafnvægið á milli hæfilegs eftirlits og hæfilegra inngripa í fæðingu. Þau Evrópulönd sem hafa hæstu tíðni keisaraskurða hafa einnig hæstu tíðni burðarmálsdauða. Ísland og hin Norðurlöndin hafa hins vegar bæði lága tíðni keisaraskurða og burðarmálsdauða.5 Flokkur XII – dauðsfall nýbura fyrir 28+0 vikna meðgöngu Flest þeirra barna sem dóu á fyrstu viku eftir fæðingu voru ný- burar fæddir fyrir 28+0 vikna meðgöngu (flokkur XII) en mark- tæk lækkun varð í þeim flokki á tímabilinu (mynd 7). Sýnir þetta betri lifun minnstu fyrirbura, sem er eflaust vegna framfara í nýburalækningum sem urðu á tímabilinu, en þar má nefna betri öndunarvélameðferð og lungnablöðruseyti (surfactant) sem var farið að nota um 1990 sem lyf við glærhimnusjúkdómi, en um svipað leyti var einnig farið að gefa konum í yfirvofandi fyrir- burafæðingu barkstera til að flýta fyrir þroska lungna fóstursins.16 Fá börn voru í öðrum flokkum barna sem dóu á fyrstu viku eftir fæðingu (flokkar VIII – X). Getum við gert betur? Þrátt fyrir að tíðni burðarmálsdauða sé með því lægsta sem þekkist í heiminum er æskilegt að geta gert enn betur. Ljóst er af framanskráðu að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk hefur á valdi sínu tækni og þekkingu til að gera vel hvað burðarmálsdauða varðar. En hvernig getum við bætt árangurinn enn frekar? Seint verður hægt að bjarga öllum börnum. Nú greinast langflestir ólífvænlegir fósturgallar á meðgöngu, lifun minnstu fyrirburanna hefur aukist mikið og dauðsföll í fæðingu eða skömmu eftir hana vegna súrefn- isskorts eru orðin mjög fátíð. Sá flokkur sem ennþá er stærstur er flokkur III í NBPDC-flokkuninni, flokkur andvana fæddra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu sem eru án greinilegra áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar, en hann er erfiðast að greina. Þá er mik- ilvægt að hlusta á þær konur sem láta vita af minnkuðum hreyf- ingum fósturs og rannsaka þær og fóstrið í kjölfarið en minnkaðar hreyfingar geta verið merki um undirliggjandi vandamál í allt að fjórðungi tilvika þótt algengasta ástæðan sé, sem betur fer, sofandi fóstur. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að með því að fræða kon- urnar koma þær fyrr en ella í skoðun vegna minnkaðra hreyfinga og þá er oftast meiri tími til að grípa inn í þurfi þess, en komum fjölgar ekki mikið. Fræðsla um þýðingu minnkaðra hreyfinga er því mikilvægur liður í mæðravernd.17,18 Hversu langt á að ganga? Með öndunarvélum og annarri nú- tímatækni er hægt að halda lífi í alvarlega veikum börnum. En er það alltaf réttlætanlegt? Í lögum um réttindi sjúklinga er kveðið á um að sjúklingur eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita.19 Jafnframt segja siðareglur lækna að þeir eigi að hafa velferð sjúklings að leiðarljósi.20 Eigum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda á lífi nýbura sem mun að öllum líkindum búa við mikla fötlun? Hér verður að meta hvert og eitt tilfelli fyrir sig og er eðlilegt að foreldrar séu með í ráðum. Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún tekur til heill- ar þjóðar. Rannsóknartímabilið er langt, nær yfir 30 ár og gefur rannsóknin því góða mynd af breytingum sem urðu á tímabilinu. Einn og sami rannsóknaraðili (fyrsti höfundur) fór yfir öll gögn og skráði upplýsingar og náðist með því gott innra samræmi. Aðrir höfundar gáfu sérfræðiálit. Einn veikleiki rannsóknarinn- ar er að hún er afturskyggn og því háð réttmæti og nákvæmni sjúkraskráningar á hverjum tíma. Annar veikleiki sem vert er að nefna er að á fyrstu árum rannsóknartímabilsins voru andvana fædd börn aðeins talin með ef þau fæddust eftir 28+0 vikna með- göngu (eða voru að minnsta kosti 1000 g að þyngd við fæðingu væri meðgöngulengd ekki þekkt) en annars talin til fósturláta. Því var ekki hægt að bera burðarmálsdauða saman eins og hann er skilgreindur nú, það er miðað við andvana fædd börn eftir 22+0 vikna meðgöngu (eða við 500 g fæðingarþyngd sé meðgöngulengd ekki þekkt). Þakkir Þakkir fá Eva Jónasdóttir fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, Guð- rún Garðarsdóttir ritari Fæðingaskrár, Ubaldo Benitez Hernand- ez tölfræðingur og Þóra Steingrímsdóttir fæðinga- og kvensjúk- dómalæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.