Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 20
344 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N Flokkur I – meðfæddur galli Umtalsverð og marktæk fækkun varð á dauðsföllum vegna með- fæddra galla (mynd 4). Augljós skýring er bætt fósturgreining á tímabilinu, og í kjölfarið meðgöngurof, ef gallinn var talinn ólíf- vænlegur. Á árunum 1984-1986 var 18-20 vikna ómskoðun orðin almenn hér á landi. Ómskoðun er nú viðurkennd sem árangursrík aðferð til að meta meðgöngulengd og fylgjustaðsetningu og greina fleirbura og fósturgalla.11 Við meðgöngurof er verið að afstýra fæðingu barns sem hefði líklega dáið á meðgöngu eða skömmu eftir fæðinguna eða búið við mikla fötlun. Fósturgreining getur einnig gagnast okkur á annan hátt. Betri meðferð vegna með- fæddra galla hefur vissulega haft áhrif til lækkunar burðarmáls- dauða þar sem nú er hægt að gera við ýmsa galla sem áður drógu Tafla II. Burðarmálsdauði 1988-2017. Fjöldi barna á hverja 1000 fædda sem dóu burðarmálsdauða á hverju ári 1988-2017. Ár Burðarmálsdauði (miðað við 22+0 vikur) Burðarmálsdauði (miðað við 28+0 vikur) 1988 - 7,2 1989 - 3,3 1990 - 5,8 1991 - 4,4 1992 - 6,7 1993 - 3,9 1994 6,5 4,7 1995 8,4 7,0 1996 9,2 7,6 1997 7,2 5,3 1998 5,7 4,5 1999 7,3 6,1 2000 6,7 5,3 2001 5,6 4,9 2002 4,4 3,2 2003 3,6 1,0 2004 5,9 4,5 2005 6,3 3,0 2006 4,7 4,1 2007 5,0 2,6 2008 5,0 3,7 2009 5,0 3,0 2010 4,5 2,8 2011 2,0 1,3 2012 2,9 2,6 2013 3,0 1,6 2014 3,2 4,3 2015 3,1 3,6 2016 2,5 2,7 2017 3,4 3,9 börn til dauða, til dæmis þindarhaulsslit (congenital diaphragmatic hernia, CDH) og ýmsa hjartagalla. Í þeim tilfellum er mikilvægt að réttur viðbúnaður sé til staðar við fæðingu barns þar sem fyrsta meðferð eftir fæðingu getur skipt sköpum fyrir barnið og því get- ur greining fósturgalla fyrir fæðingu aukið lífslíkur barnsins.11,12 Flokkar II, III og V – fæðing andvana barns Marktæk fækkun varð í flokki andvana fæddra vaxtarskertra ein- bura (flokki II, mynd 5). Þegar NBPDC-flokkunarkerfið var sett fram voru ákveðnir flokkar skilgreindir sem flokkar dauðsfalla sem hugsanlega væri hægt að afstýra. Flokkur andvana fæddra, vaxtarskerta einbura er einn þeirra en hinir eru flokkar VI og VIII (dauðsfall í fæðingu eftir ≥28+0 vikna meðgöngu og dauðsfall ný- bura (28+0 til 33+0 vikna meðganga) með Apgar-stig ≥ 7 eftir 5 mínútur).3 Þessi fækkun getur meðal annars bent til að árvekni hafi aukist í mæðravernd en þannig ætti að vera hægt að greina vaxtarskerðingu fósturs, auka eftirlit og ljúka meðgöngu fyrr ef merki er um alvarlega fylgjuþurrð og þannig mögulega afstýra andvana fæðingu. Stór hluti burðarmálsdauðsfalla fellur undir flokk andvana fæddra einbura sem ekki eru vaxtarskertir (flokk III). Ekki varð marktæk fækkun í þeim flokki (mynd 6) enda er erfitt að greina og sjá þau dauðsföll fyrir þar sem fátt eða ekkert gefur til kynna að ekki sé allt með felldu hjá fóstri eða í fylgju. Einnig er vert að benda á að hluti dauðsfalla andvana fæddra barna sem ekki eru vaxtarskert er líklega til kominn sem afleiðing einhvers konar slyss, til dæmis tilfallandi klemmu á naflastreng og því ekki auð- velt að sjá fyrir.3 Marktæk fækkun varð einnig í flokki andvana fæddra fjölbura (flokki V) en þar skiptir eftirlit á meðgöngu miklu máli en kon- ur sem ganga með fjölbura eru oft í áhættumæðravernd þar sem grannt er fylgst með þeim. Flokkar VI og XI – dauðsföll í eða eftir fæðingu vegna fósturköfnunar Ekki varð marktæk breyting á fjölda dauðsfalla í fæðingu (flokki VI) enda mjög fá tilfelli í þeim flokki allt tímabilið. Hins vegar varð marktæk fækkun í flokki nýbura sem fæddir voru eftir ≥34+0 vikna meðgöngu og með Apgar ≤6 eftir 5 mínútur (flokki XI). Þess- ir tveir flokkar telja börn sem dóu í eða eftir fæðingu, líklega vegna súrefnisþurrðar.3 Þessi dauðsföll voru fátíð á rannsóknartímanum en þau endurspegla gæði eftirlits í fæðingu og fæðingarhjálpar. Í þeim löndum þar sem eftirliti í fæðingu og fæðingarhjálp er ábótavant eru dauðsföll sem þessi algengari.13 Fyrir 1970, eða áður en keisaraskurðir urðu almennir hér á landi, var súrefnisskortur aðalorsök burðarmálsdauða.14,15 Síðan hefur tíðni keisaraskurða þrefaldast.6 Ástæður aukins fjölda þeirra eru ýmsar en aðgerðin er oftast framkvæmd með það í huga að minnka hættu á fylgi- kvillum hjá barni, vegna meðgöngusjúkdóma eða vegna gruns um fósturstreitu fyrir eða í fæðingu. Því mætti halda að aukin tíðni keisaraskurða skilaði sér í lækkun burðarmálsdauða. Íslensk rannsókn, sem gerð var í þeim tilgangi að meta hugsanleg tengsl keisaraskurða við burðarmálsdauða hjá einburum sem vógu ≥2500 g við fæðingu á árunum 1982-2003, sýndi hins vegar ekki fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.