Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 38
362 LÆKNAblaðið 2018/104 og leyst í sameiningu. Þarna togast líka á ýmsir þættir fyrir lækninn persónulega. Hann/hún er að fórna samskiptum við ættinga og vini, yfirgefa sitt heimaland til þess að geta sinnt starfi sínu betur. Ég held að lausnin sé að gera lækna- námið eins aðlaðandi og mögulegt er fyrir ungt fólk sem hefur getuna til námsins og löngunina til að láta gott af sér leiða. Læknisstarfið er vissulega eftirsótt en það hefur líka verið talað niður að því leyti að það sé erfitt, ekki mjög fjölskylduvænt, óhóflegur vinnutími og kröfur til lækna aukist sífellt.“ Mikilvægt að þekkja Evrópusambandið „Höfuðstöðvar Evrópusamtaka lækna hafa um árabil verið í Brussel þar sem höfuð- stöðvar Evrópusambandsins eru. Það er ekki tilviljun að Brussel varð fyrir valinu því stór hluti starfs CPME felst í lobbíisma á vettvangi Evrópusambandsins og ég verð að segja að starfsfólk skrifstofu CPME er ótrúlega öflugt. Sum þeirra hafa starfs- reynslu á vettvangi Evrópusambandsins sem er nauðsynlegt því að til að ná árangri og koma málum áfram þarf að hafa að- gang að rétta fólkinu og vita hvernig mál ganga fyrir sig. Þetta er mjög lítil skrifstofa með innan við 10 manna starfslið. Gam- an er að geta þess að samkomulag hefur verið gert við EMSA, samtök evrópskra læknanema, um nokkurra mánaða náms- stöðu á skrifstofu CPME og þannig hafa nokkrir áhugasamir læknanemar getað kynnt sér um hvað mál snúast í Brussel. Evrópsku samtökin AEMH og FEMS (Fé- lag eldri lækna og Félag lífeindafræðinga) hafa sameiginlega einn starfsmann og að- stöðu hjá CPME en til samanburðar mætti nefna að Evrópusamtök hjartalækna eru með á annað hundrað manns í fullri vinnu á skrifstofu sinni í Brussel. Við erum því alls ekki ein að berjast þarna og stund- um snúa hin ýmsu læknasamtök bökum saman og mynda þá ansi sterka fylkingu. En oft eru verkefnin mjög ólík. Verkefni CPME eru þau mál sem ekki tengjast sérgreinum læknisfræðinnar og hafa með samskipti lækna og sjúklinga að gera, samskipti lækna og opinberra aðila, menntun lækna og endurmenntun, lækn- ingatæki og öryggi þeirra, heilsu lækna og í rauninni allt sem snertir alla lækna jafnt, óháð sérgrein. CPME vinnur sín mál þannig að vinnu- hópar með aðstoð skrifstofunnar undir- búa greinargerðir, policy papers, um þau mál sem eru á döfinni og samþykkt hafa verið af stjórn. Þegar stefnumörkun hefur verið undirbúin fer hún fyrir aðalfund til samþykktar eða synjunar eins og geng- ur. Aðalfundir CPME eru tveir á ári og á þeim geta fulltrúarnir valið um vinnu- hópa að vild. Vinna milli aðalfunda fer fram á netinu eða á símafundum. Fram- kvæmdastjórn samtakanna sér síðan um daglega stjórn og eftirfylgni við vinnuna sem á sér stað milli aðalfundanna. Þetta er fyrirkomulag hefur gefist vel en áður voru fastar nefndir sem sinntu tilteknum mála- flokkum en því var breytt fyrir um áratug og er til mikilla bóta. En það er bara hálfur sigur að vinna stefnumótun á vegum samtakanna því aðalbaráttan felst í því að koma sjónar- miðum okkar á framfæri til dæmis við stefnumótun Evrópusambandsins í öllu sem lýtur að læknum og sjúklingum þeirra. Við komum langoftast að málum á byrjunarreit sem sérfróðir aðilar eða sem svokallaðir hagsmunaaðilar (stakeholders) en stjórnvöld í aðildarlöndunum fá málin í sínar hendur á seinni stigum, jafnvel sem tilskipun. Við höfum líka fylgt okkar stefnumótun eftir með því að kynna hana beint fyrir yfirvöldum heilbrigðismála í aðildarlöndum og sem forseti samtakanna hef ég farið á fund ráðamanna í nokkrum löndum, til dæmis Slóveníu og Albaníu. Þetta er yfirleitt mjög langsóttur og tímafrekur ferill og þarf sannarlega þol- inmæði og langlundargeð til að vinna á þessum vettvangi. Sum mál eru þó þess eðlis að erfitt er að ná um þau samstöðu. Ég hef nefnt við framkvæmdastjórnina að vinna til dæmis að stefnuyfirlýsingu er varðar umskurð drengja en það hefur ekki tekist ennþá. Þetta er þó dæmigert mál fyrir okkur þar sem það snertir marga fleti læknisfræðinnar, klíníska, siðfræðilega og menningarlega. Við þurfum líka að vera vakandi fyrir því að hlutir þróast og breytast og ýmsar ákvarðanir eru teknar annars staðar er varða málefni lækna og við viljum vera þátttakendur í. Það hefur sennilega aldrei verið jafn mikilvægt og nú fyrir íslensk læknasamtök að taka virkan þátt í al- þjóðlegu samstarfi svo við einangrumst ekki. Við verðum að eiga rödd á þessum vettvangi og við höfum líka margt fram að færa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.