Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 357 til framtíðar og þannig stuðla að öflugri læknisþjónustu í samvinnu við öll aðildar- félög Læknafélag Íslands. Samstaða lækna er lykilatriði því þannig náum við árangri hvað varðar nýliðun, mönnun, álag, starfsumhverfi, endurmenntun og kjaramál. Á þann hátt tryggjum við gæði þjónustunnar sem við veitum. Þar sem félagið er nýstofnað hefur þurft að huga að praktískum atriðum sem óneitanlega taka sinn tíma. Stjórnin hefur fundað reglulega, stillt saman strengi, skipt með sér verkefnum, tekið þátt í fund- um á vegum LÍ, undirbúið félagaskrá og fyrsta félagsfund. Mikilvægt er að allir sérfræðilæknar taki afstöðu til aðildarfélaga fyrir 15. ágúst næstkomandi en þá rennur út frestur til að ganga í félagið þannig að atkvæði félags- manna sé í nafni Félags sjúkrahúslækna á aðalfundi LÍ sem haldinn verður 7.-9. nóvember. Hægt er að skrá sig í félagið á einfald- an hátt með því að svara tölvupósti frá LÍ „Skipulagsbreytingar Læknafélags Íslands“. Fyrsti tölvupósturinn var sendur út 11. júní síðastliðinn en það koma fleiri. Fyrsti félagsfundur verður 13. septem- ber næstkomandi. Hann verður auglýstur ítarlega síðar. Eftir 15. ágúst liggur fyrir félagaskrá og þá hefjast bein samskipti stjórnar við sína félagsmenn með tölvu- pósti og á fésbókarsíðu. LR eða FAL? Nú skarast starfsvettvangur margra lækna við að minnsta kosti þrjú af félögunum. Hvaða rök eru fyrir því að þeir eigi að velja ykkar félag frekar en Læknafélag Reykjavíkur eða Félag almennra lækna? Félag sjúkrahúslækna er fyrir alla sér- fræðilækna sem starfa á heilbrigðisstofn- unum. Samkvæmt lögum félagsins eru heilbrigðisstofnanir sjúkrahús, opinberar eða sjálfstæðar stofnanir eða fyrirtæki. Allir læknar sem telja hagsmunum sínum best borgið innan félagsins ættu að íhuga að ganga í Félag sjúkrahúslækna. Stjórn fé- lagsins mun starfa af heilindum fyrir hönd félagsmanna að hagsmunamálum þeirra. Samráð og samtal er lykilatriði. Félag almennra lækna er félag lækna sem hafa ekki lokið sérnámi. Er það félaginu í hag að læknum sé gert kleift að vinna hlutastarf á stofnun og hluta- starf á stofu? Félagið styður fjölbreytni í atvinnulífi og valfrelsi lækna. Samstarf ásamt sveigj- anleika er krafa nútímans. Læknar leggja meiri áherslu á fjölskylduvænni vinnu- aðstæður en áður tíðkaðist. Á tímum þar sem skilin milli vinnu og frítíma verða sífellt minni er mikilvægt veita þessu athygli. Eðli starfsins krefst þess og því mikilvægt að huga að þessum þáttum. Það getur hentað bæði læknum og atvinnu- rekenda að viðkomandi sé í hlutastarfi, við verðum að vera lausnamiðuð og tala saman. Það getur einnig verið hagstætt að einstaklingar skipti með sér starfi, að vinnuframlag og skipulag vinnu þeirra sé eins og um 100% starfsmann sé að ræða. María I. Gunnbjörnsdóttir er formaður Félags sjúkrahúslækna. Hún er hér ásamt stjórn félagsins, frá vinstri: Ólafur Helgi Samúelsson gjaldkeri, Ragnheiður Baldursdóttir með- stjórnandi, María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir formaður, Sunna Snædal ritari og Hjörtur Friðrik Hjartarson varaformaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.