Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 44
368 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknafélag Íslands bauð læknakandídöt- um frá læknadeild HÍ 2018 til hefðbund- innar móttöku í Hlíðasmára þann 13. júní. Reynir Arngrímsson formaður LÍ bauð læknahópinn velkominn í félagið og las upp Genfar-yfirlýsingu Alþjóðalækna- félagsins. Meðal þeirra sem ávörpuðu hina nýju lækna voru þau Alma Möller landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Jóhann Heiðar Jóhannsson fyrir hönd orðanefndar LÍ, Ólafur Ólafs- son fyrrverandi landlæknir og Svanur Sig- urbjörnsson formaður siðfræðiráðs LÍ. Öll höfðu þau hollráð að veita læknun- um og hvöttu þá til að varðveita eldmóð- inn í hjörtum sínum, og deila tíma sínum á milli starfs, fjölskyldu og áhugamála. Páll Matthíasson líkti læknisstarfinu við langhlaup og mikilvægt væri að gæta að hraðanum í upphafi svo úthaldið brysti ekki. Svanur Sigurbjörnsson vitnaði í tölu sinni í breska rannsókn þar sem læknanemar, kandídatar og reyndir lækn- ar voru spurðir hvaða mannkosti þeir teldu mikilvægasta í fari læknisins: „1. Heiðarleiki, 2. Teymisvinna, 3. Góð- vilji, 4. Dómgreind, 5. Leiðtogahæfni og 6. Sanngirni – í þessari röð. Af þessum kost- um töldu þau sig helst skorta upp á teym- isvinnu, leiðtogahæfni og dómgreind. Það er jafnan auðvelt að ætla vel en erfiðara að útfæra það, sérstaklega í samstarfi við aðra og vinna þannig að góð málefni, verk og virðing skili sér. Fleiri mannkostir voru nefndir í rannsókninni. Það vakti athygli að reyndir læknar nefndu húmor oftar en hinir yngri sem mikilvæga dyggð læknis.“ Svanur hélt áfram: „Húmor skiptir máli því að gleði léttir lífið á erfiðum stundum. Það er einn af styrkleikum mannsins að geta brosað framan í heiminn – hvert sem svo happdrætti lífsins leiðir mann. Falleg- ustu tilfinningarnar spretta fram þegar góður vilji okkar sigrast á mótlætinu og við deilum saman sátt, seyru og sigrum. Brosum því á þessari stundu sigurs – þið hafið unnið fyrir því.“ Læknakandídatar voru 70 talsins í þetta sinn, þar af 45 konur. - Háskóli Ís- lands útskrifaði 47 læknakandídata, þrír útskrifuðust frá Slóveníu og aðrir þrír frá Heiðarleiki, teymisvinna, góðvilji … og húmor 17 íslenskir kandídatar voru brautskráðir frá háskólanum í Debrecen í Ungverjalandi 15. júní síðastliðinn. Hér er hluti þeirra ásamt alþjóðlegum hópi skólafélaga. Mynd: Sævar Guðbjörnsson. Svanur Sigurbjörnsson formaður siðfræðiráðs. Alma Möller landlæknir. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.