Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 44

Læknablaðið - 01.07.2018, Qupperneq 44
368 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknafélag Íslands bauð læknakandídöt- um frá læknadeild HÍ 2018 til hefðbund- innar móttöku í Hlíðasmára þann 13. júní. Reynir Arngrímsson formaður LÍ bauð læknahópinn velkominn í félagið og las upp Genfar-yfirlýsingu Alþjóðalækna- félagsins. Meðal þeirra sem ávörpuðu hina nýju lækna voru þau Alma Möller landlæknir, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Jóhann Heiðar Jóhannsson fyrir hönd orðanefndar LÍ, Ólafur Ólafs- son fyrrverandi landlæknir og Svanur Sig- urbjörnsson formaður siðfræðiráðs LÍ. Öll höfðu þau hollráð að veita læknun- um og hvöttu þá til að varðveita eldmóð- inn í hjörtum sínum, og deila tíma sínum á milli starfs, fjölskyldu og áhugamála. Páll Matthíasson líkti læknisstarfinu við langhlaup og mikilvægt væri að gæta að hraðanum í upphafi svo úthaldið brysti ekki. Svanur Sigurbjörnsson vitnaði í tölu sinni í breska rannsókn þar sem læknanemar, kandídatar og reyndir lækn- ar voru spurðir hvaða mannkosti þeir teldu mikilvægasta í fari læknisins: „1. Heiðarleiki, 2. Teymisvinna, 3. Góð- vilji, 4. Dómgreind, 5. Leiðtogahæfni og 6. Sanngirni – í þessari röð. Af þessum kost- um töldu þau sig helst skorta upp á teym- isvinnu, leiðtogahæfni og dómgreind. Það er jafnan auðvelt að ætla vel en erfiðara að útfæra það, sérstaklega í samstarfi við aðra og vinna þannig að góð málefni, verk og virðing skili sér. Fleiri mannkostir voru nefndir í rannsókninni. Það vakti athygli að reyndir læknar nefndu húmor oftar en hinir yngri sem mikilvæga dyggð læknis.“ Svanur hélt áfram: „Húmor skiptir máli því að gleði léttir lífið á erfiðum stundum. Það er einn af styrkleikum mannsins að geta brosað framan í heiminn – hvert sem svo happdrætti lífsins leiðir mann. Falleg- ustu tilfinningarnar spretta fram þegar góður vilji okkar sigrast á mótlætinu og við deilum saman sátt, seyru og sigrum. Brosum því á þessari stundu sigurs – þið hafið unnið fyrir því.“ Læknakandídatar voru 70 talsins í þetta sinn, þar af 45 konur. - Háskóli Ís- lands útskrifaði 47 læknakandídata, þrír útskrifuðust frá Slóveníu og aðrir þrír frá Heiðarleiki, teymisvinna, góðvilji … og húmor 17 íslenskir kandídatar voru brautskráðir frá háskólanum í Debrecen í Ungverjalandi 15. júní síðastliðinn. Hér er hluti þeirra ásamt alþjóðlegum hópi skólafélaga. Mynd: Sævar Guðbjörnsson. Svanur Sigurbjörnsson formaður siðfræðiráðs. Alma Möller landlæknir. Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.