Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2018/104 361 Auðvitað þurfa læknar að vera vel launað- ir. Ég er ekki að tala fyrir öðru. Þeir koma seint út á vinnumarkaðinn og þurfa að afla ævitekna á styttri starfsaldri en flestar aðrar stéttir.“ Samræming læknismenntunar „Heilbrigðisþjónustan sem slík er í hönd- um stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Alþjóðleg samtök lækna hafa kannski ekki mikil áhrif á það. En það er mjög margt sem hefur breyst á undanförnum árum og áratugum, jafnvel er varðar starfsumhverfi og starfsmöguleika lækna. Þeir fara á milli landa og eru mjög hreyf- anlegir í starfi sínu. Það hefur því verið lögð mikil áhersla á að samræma, sé þess kostur, menntun og þjálfun lækna í að- ildarlöndunum svo hægt sé að treysta því að læknir sem kemur frá öðru landi hafi sömu kunnáttu og þjálfun og okkar eigin læknar. Þetta hefur verið eitt af helstu áhersluatriðum allra læknasamtaka og læknafélaga innan Evrópu og er nú komið á nokkuð viðunandi flöt. Vinnutímatilskipun Evrópusambands- ins var einnig mikil framför og hefur verið tekin upp hér heima þó við séum ekki í Evrópusambandinu. Vinnutími lækna hefur verið hrikalega langur í flestum löndum og það er ekki lengra síðan en þegar ég var námslæknir í Bretlandi að 120 tíma vinnuvika unglækna þótti eðlileg. Þetta þýddi að maður vann alla daga, aðra hverja nótt og aðra hverja helgi. Ég tók þátt í verkfalli unglækna meðan ég vann á slysadeild á Northwick Park Hospital í London. Það var svo ekki fyrr en 2016, 40 árum síðar, að unglæknar í Bretlandi fóru á ný í verkfall og ég er satt að segja slegin yfir því hve starfskjör þeirra eru enn slæm og álagið mikið. En hér kemur annað vandamál til sögunnar sem er viðvarandi læknaskortur í flestum löndum og því þurfa þeir sem fyrir eru að vinna meira. Og þá leita þeir eðlilega þangað sem vinnuaðstæður, vinnutími og laun eru betri. Hvernig ætla menn að leysa þetta? Þetta er vandamál sem við getum tekið á „Verkefni CPME eru þau mál sem ekki tengjast sérgreinum læknisfræðinnar og hafa með samskipti lækna og sjúklinga að gera, óháð sérgrein,“ segir Katrín Fjeldsted fyrrverandi forseti Evrópusamtaka læknafélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.