Læknablaðið - 01.07.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 343
R A N N S Ó K N
að meðaltali um 3,3% (95% CI -4,2 til -2,3, p<0,001) á ári á tímabil-
inu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu (mynd 1). Tíðni burðarmáls-
dauða lækkaði að meðaltali um 4,1% (95% CI -5,3 til -2,9, p<0,001) á
ári á árunum 1994-2017 miðað við ≥22+0 vikna meðgöngu (mynd
2). Fjölda barna sem dóu burðarmálsdauða á hverja 1000 lifandi og
andvana fædda hvert ár frá 1988 til 2017 má sjá í töflu II.
Þeim börnum sem fæddust andvana fækkaði um 1,9% á ári á
tímabilinu (95% CI -3,2 til -0,7, p=0,003). Börnum sem létust eftir
fæðinguna fækkaði meira, eða um 5,1% á ári á tímabilinu (95% CI
6,6 til -3,6, p<0,001). Ekki varð marktæk fækkun á þeim börnum
sem dóu í fæðingu (-6,9%, 95%CI -16,0 til 3,1, p=0,169) (mynd 3).
Niðurstöður - flokkar burðarmálsdauða
Öll börn sem dóu burðarmálsdauða voru flokkuð í 13 flokka eftir
NBPDC-flokkunarkerfinu og árleg prósentubreyting reiknuð út
(tafla I). Breytingar sem urðu á tímabilinu í flokkum I, II, III og XII
má sjá á myndum 4, 5, 6 og 7.
Umræður
Burðarmálsdauði lækkaði umtalsvert á rannsóknartímabilinu,
hvort sem miðað er við 22+0 eða 28+0 vikna meðgöngulengd and-
vana fæddra barna. Þegar skoðað er hvenær á burðarmálsskeiði
börnin dóu (mynd 3) kemur í ljós að þeim börnum sem létust eftir
fæðinguna fækkaði meira en þeim sem fæddust andvana. Dauðs-
föll í fæðingu voru mjög fá allt rannsóknartímabilið.
Mynd 7. Dauðsföll nýbura fyrir 28+0 vikna meðgöngu á fyrstu viku eftir fæðingu
(flokki XII).
Mynd 6. Fæðingar andvana einbura sem ekki voru vaxtarskertir efitr 28+0 vikna með-
göngu (flokki III).
Mynd 5. Fæðingar andvana vaxtarskertra einbura eftir 28+0 vikna meðgöngu (flokki
II) á tímabilinu.
Mynd 4. Burðarmálsdauði vegna meðfæddra galla (flokki I) á tímabilinu.
Mynd 3. Burðarmálsdauði miðað við 28+0 vikna meðgöngu (bláa línan) og hvernig
hann skiptist niður eftir því hvenær börnin dóu.