Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 4
283
Sif Ormarsdóttir, Páll Helgi Möller, Alma Rut Óskarsdóttir, Pétur Hannesson,
Arthur Löve, Haraldur Briem
Evrópufaraldur lifrarbólgu A á Íslandi árið 2017.
Algengar breytingar í gallblöðru á myndgreiningu
Þessi samantekt nær til sjúklinga sem leituðu á Landspítala árið 2017 og voru
greindir með bráða lifrarbólgu. Kannað var hvort önnur tilfelli með jákvæð mótefni
hefðu greinst á rannsóknarstofu spítalans í veirufræði. Ekki hafði verið tilkynnt um
önnur tilfelli utan Landspítala á árinu. Farið var yfir sjúkraskýrslur og kannaðar
upplýsingar um heilsufar, áhættuhegðun, utanlandsferðir, neyslu áfengis, lyfja og
náttúruefna.
289
Þórdís Jónsdóttir, Heiðdís Valdimarsdóttir, Laufey Tryggvadóttir, Sigrún Lund,
Maríanna Þórðardóttir, Magnús Karl Magnússon, Unnur Valdimarsdóttir
Viðhorf íslenskra kvenna til erfðaráðgjafar og
erfðaprófa á BRCA1 og BRCA2 stökkbreytingum
1129 konur (69%) svöruðu spurningalista um erfðaráðgjöf og próf. Meðalaldur var 47
ár og tæpur helmingur (47%) þekkti til BRCA stökkbreytinga. Óháð ættarsögu um
krabbamein hafði meirihluti kvenna áhuga á að fara í erfðaráðgjöf (79%) og í erfða-
próf (83%), sérstaklega yngri konur. Hins vegar höfðu einungis 4% kvennanna þegar
farið í erfðaráðgjöf og 7% í erfðapróf. Konur með ættarsögu um krabbamein höfðu
meiri vitneskju um BRCA stökkbreytingarnar og virtust síður hræðast afleiðingar
þess að hafa slíka stökkbreytingu samanborið við konur með litla ættarsögu. Óháð
ættarsögu hafði helmingur (49%) áhyggjur af því að niðurstöður erfðaprófa hefðu
áhrif á sjúkratryggingar. Nær allar konurnar (97%) voru hlynntar eða mjög hlynntar því
að erfðaupplýsingar sem liggja fyrir í vísindaskyni séu nýttar til að upplýsa arfbera
stökkbreytinganna.
276 LÆKNAblaðið 2018/104
F R Æ Ð I G R E I N A R
6. tölublað ● 104. árgangur ● 2018
279
Þóra Steingrímsdóttir
Skimun á meðgöngu
og fósturgreining
Óralöng leið er frá bábiljum
um að lögun kviðar á með-
göngu segi til um kyn barns
til þess að nú er hægt að
greina erfðamengi fósturs í
einu litlu blóðsýni úr móður.
229
Óskar Þór Jóhannsson
Að vita eða ekki að
vita, þarna er efinn
. . .
Leggjum áherslu á rann-
sóknir til að fundið mein
snemma og leiðir til að draga
úr myndun þeirra. Þekkingu
fylgir mikil ábyrgð og nú er
kominn tími til að horfast í
augu við þá ábyrgð.
L E I Ð A R A R
LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA
298
Ólafur Þ. Harðarson
Stjórnmálaþátttaka
íslenskra lækna
Alþingismannatal sýnir að frá stofnun Al-
þingis árið 1845 hafa tæplega 30 læknar
setið á þingi sem aðalmenn, en fáeinir til
viðbótar hafa tekið sæti sem varamenn.
Margir læknar hafa líka setið í sveitarstjórn-
um, sumir um árabil. Þá hafa ýmsir læknar
tekið þátt í stjórnmálum með greinaskrifum
og félagsstarfi – og sumir verið áberandi og
áhrifamiklir.