Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 38
310 LÆKNAblaðið 2018/104
Samtök norrænna fæðingarlækna sem
sinna fósturgreiningu og meðgöngu-
sjúkdómum, Nordic Network of Fetal
Medicine (NNFM) funduðu í Reykjavík
í byrjun maí en þetta er í fjórða sinn sem
hópurinn fundar.
Það voru þær Hildur Harðardóttir,
fæðingarlæknir, dósent og fyrrverandi
yfirlæknir á fæðingadeild Landspítala
og Hulda Hjartardóttir, fæðingarlæknir
og yfirlæknir fæðingadeildar sem meðal
annarra sáu um undirbúning fundarins.
Þær settust niður með blaðamanni að
loknum fundinum og ræddu ýmislegt
sem þar kom fram.
„Þetta var tveggja daga fundur og hefur
vaxið talsvert að umfangi frá fyrsta fund-
inum sem haldinn var í Gautaborg 2015.
Sá fundur var haldinn á Sahlgrenska-
sjúkrahúsinu og tiltölulega fáir gestir en
við Hulda höfum farið á alla fundina og
þannig náð að fylgjast með frá upphafi,“
segir Hildur.
„Samtökin heita „Nordic Network of
Fetal Medicine“ og eru öll Norðurlöndin
auk Eystrasaltslandanna þriggja innan
samtakanna. Þetta hefur gefið okkur
Huldu tækifæri til að kynnast kollegum
okkar á Norðurlöndunum sem er sér-
staklega mikilvægt því hvorug okkar er
menntuð á Norðurlöndunum, ég í Banda-
ríkjunum og Hulda í Bretlandi, svo tengsl
okkar voru mun minni en ella við starfs-
systkin okkar á Norðurlöndunum.“
„Það kom okkur reyndar verulega á
óvart að þegar þessi hópur byrjaði að hitt-
ast þá héldum við að allir þekktust nema
við. En það kom í ljós að samskiptin milli
Norðurlandanna voru lítil og þetta samráð
hefur fært alla nær hvert öðru, ekki bara
okkur. Við erum öll að fást við sams konar
verkefni þó við hér á Íslandi séum með
mjög fá alvarleg tilfelli og séum reglu-
bundið að senda frá okkur þannig tilfelli
því við teljum okkur ekki geta haldið uppi
nauðsynlegri færni því við fáum tilfellin
svo sjaldan. Við höfum sent sjúklinga til
Skotlands og Leuven í Belgíu en núna
þegar tengsl hafa myndast á milli Norður-
landanna höfum við í vaxandi mæli beint
tilfellum þangað. Það er svo mikilvægt
að mynda þessi persónulegu tengsl og
kynnast, því oft er þetta spurning um að
taka upp símann og hringja vegna bráða-
tilfellis. Þá skiptir máli að fólk viti deili á
hvert öðru, bæði persónulega og faglega.
Á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
er íslenskur starfsmaður sem sér um mót-
töku sjúklinga og lóðsar þá í gegnum spít-
alakerfið sem er mikill munur því fólk er
undir miklu álagi þegar það er sent utan í
svona sérhæfðar og alvarlegar meðferðir,“
segir Hulda.
Þetta eru helst aðgerðir eins og blóðgjöf
til fósturs í móðurkviði vegna blóðflokka-
misræmis og eins þarf stundum að setja
kera í fóstur þar sem tappa þarf vökva úr
brjóstholi þess. „Þá eru á hverju ári nokk-
ur tilfelli tvíburaþungana þar sem þarf
að skilja að blóðrásir fóstranna svo þau
þroskist bæði eðlilega og eins er farið að
gera aðgerðir á klofnum hrygg í móður-
kviði. Við höfum sent þau tilfelli til Leu-
ven og fengið mjög góða þjónustu þar en
nú er spurning hvort Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmur taki við því hlutverki.“
Viljum auka rannsóknasamstarfið
„Það hefur verið þróunin alls staðar í
heiminum að þrengja hópinn sem tekur
þátt í aðgerðum sjaldgæfra sjúkdóma. Við
þurfum auðvitað að halda okkur í þjálfun
hér og gerum það í sambandi við óm-
skoðanir og legástungur en fyrir flóknari
meðferðir á fóstrum í móðurkviði er ekki
mögulegt fyrir okkur að halda okkur í
þjálfun. Innan Norðurlandanna er þetta að
þróast þannig að æ færri sjúkrahús sinna
alvarlegum tilvikum og æskilegt væri að
hafa bara eitt sjúkrahús í hverju landi sem
sinnir slíkum tilfellum. Það hefur jafnvel
komið til tals að þrengja þetta enn meira
því tilfellin eru fá og aldrei að vita nema
þróunin verði í þá átt að sérfræðingarnir
verði hreyfanlegri, komi til sjúklingsins
í stað hins gagnstæða. Þannig er verið að
ræða hvað sé heppilegasta fyrirkomulag-
ið,“ segir Hulda.
„Það er undirhópur sem er sérhæfður í
fósturgreiningu og meðferð og hefur verið
að taka saman upplýsingar til sjúklinga
og hvað sé best að gera í mismunandi að-
stæðum. Það er kannski ekki komið alveg
á það stig að verið sé að senda sjúklinga
milli Norðurlandanna, nema þá héðan, en
að samtalið eigi sér stað er mjög stórt skref
í átt til aukinnar samvinnu,“ segir Hildur.
Aðspurðar um hvað Ísland hafi fram að
færa í þetta samstarf segja þær að vissu-
lega séum við þiggjendur að miklu leyti.
„En við komum þó með sjónarhorn
annars staðar frá þar sem við erum ekki
þjálfaðar á Norðurlöndunum en nánast
allir læknar á Norðurlöndunum hafa
stundað sitt læknanám og sérfræðinám í
heimalandinu. Við þekkjum því betur til
hvernig hlutirnir eru gerðir í Bretlandi og
Bandaríkjunum og getum þannig stækkað
alþjóðlegan bakgrunn hópsins. Það verð-
ur líklega aldrei þannig að við förum að
gera flóknari aðgerðir hér heima en það
er mikilvægt að kollegar okkar viti hvað
við getum gert hér heima og hverju er
hægt að varpa yfir til okkar. Eftirfylgni
eftir aðgerðir af þessu tagi er mikilvæg til
að tryggja að meðgangan gangi eins vel
og hægt er í framhaldi inngripsins sem
gert var. Það má líka segja að þegar kem-
ur að rannsóknum höfum við talsvert til
málanna að leggja sem heilt land og með
þokkalega stórt háskólasjúkrahús,“ segir
Hulda.
„Það er hugur í hópnum að efla
rannsóknasamstarf sem myndi auka
marktækni rannsóknanna til muna. Eitt
rannsóknaefni er að skima fyrir því hvaða
konur eru í hættu að fá snemmkomna
meðgöngueitrun og gefa í kjölfarið við-
eigandi meðferð, sem felst í 150 mg af
hjartamagnýli að kvöldi. Snemmkomin
meðgöngueitrun getur leitt til alvarlegra
veikinda móður ásamt því að leiða til
fyrirburafæðingar, sem getur haft alvar-
legar afleiðingar fyrir barnið. Danir munu
líklega hafa forgöngu um slíka rannsókn
og við viljum gjarnan vera þátttakendur í
henni. Meðgöngueitrun síðar á meðgöngu
er einnig rannsóknarefni en þar er verið
Sérgrein í örri þróun
- segja þær Hildur
Harðardóttir og Hulda
Hjartardóttir um
fósturgreiningar og
áhættumeðgöngu-
lækningar
■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson