Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 283 R A N N S Ó K N Inngangur Bráð lifrarbólga A er sýking sem orsakast af lifrarbólgu A veirunni (HAV) sem er af RNA-gerð (picornaviridae). Sjúkdómurinn smitast með saurmengun og er meðgöngutími um það bil fjórar vikur (15- 50 dagar). Mest smithætta er rétt áður en sjúklingur fær einkenni um gulu en fljótlega eftir það hættir sjúklingur að smita. Greining byggir á mótefnamælingum gegn veirunni, það er hækkun á IgM og IgG mótefnum í blóði. Sýkingin læknast yfirleitt af sjálfu sér og flestir jafna sig alfarið á tveimur til þremur mánuðum. Dánartíðni er innan við 1% en í fullorðnum og þeim sem eru ónæmisbæld- ir er hún hærri. Bráð gallblöðrubólga og brisbólga eru sjaldgæfir fylgikvillar HAV.1,2 Gulusótt (icterus epidemicus) gekk yfir í faröldrum á Íslandi á 20. öld og gekk sá síðasti árið 1952.3 Mótefnamælingar leiddu í ljós að gulusóttin var af völdum HAV og var algengi mótefna yfir 60% hjá þeim sem fæddir voru um og eftir aldamótin 1900.4 Al- gengi mótefna gegn HAV fór svo dvínandi þegar leið á öldina.5,6 Á undanförnum 20 árum (1997-2016) greindist að meðaltali eitt til- felli á ári hér á landi en í fæstum tilfellum var unnt að rekja upp- runa smitsins. Heldur fleiri karlar greindust á tímabilinu (kynja- hlutfall 1,8).7,8 Frá því 2016 hefur verið greint frá faraldri í Evrópu meðal karla sem hafa mök við karla.9 Ekkert tilfelli af HAV greindist á Íslandi árið 2016 en árið 2017 greindust 5 einstaklingar með HAV. Sú spurning vaknaði því hvort þessi tilfelli gætu tengst ofangreind- um faraldri í Evrópu. Efniviður og aðferðir Þessi samantekt nær til sjúklinga sem leituðu á Landspítala árið 2017 og voru greindir með bráða lifrarbólgu af völdum HAV. Kannað var hvort önnur tilfelli með jákvæð mótefni hefðu greinst á rannsóknarstofu spítalans í veirufræði. Ekki hafði verið tilkynnt um önnur tilfelli utan Landspítala á árinu. Farið var yfir sjúkra- skýrslur og kannaðar upplýsingar um heilsufar, áhættuhegðun, utanlandsferðir, neyslu áfengis, lyfja og náttúruefna. Við upp- vinnslu sjúklinganna höfðu að jafnaði verið gerðar eftirfarandi rannsóknir til útilokunar á öðrum lifrarsjúkdómum: Blóðvatns- próf fyrir lifrarbólguveirum B og C, cýtómegalóveiru (CMV) og Epstein Barr-veiru (EBV); sjálfsnæmispróf með tilliti til sjálfsnæm- islifrarbólgu (kjarnamótefni, sléttvöðvamótefni og orkukorna- mótefni); myndgreiningar, þar með talið ómskoðun af lifur, brisi og gallvegum, tölvusneiðmynd af kvið og segulómun af lifur og gallvegum. Hvarfefni og tæki til mælinga á lifrarbólguveirumótefnum og mótefnavökum voru fengin frá Roche, Þýskalandi. Aðferðirnar byggjast á „enzyme immunoassay“. Fengin voru tilskilin leyfi vísindasiðanefndar og fram- kvæmdastjóra lækninga á Landspítala. Evrópufaraldur lifrarbólgu A á Íslandi árið 2017. Algengar breytingar í gallblöðru á myndgreiningu Á G R I P TILGANGUR Lifrarbólga A er afar sjaldgæf á Íslandi og hefur greinst um eitt tilfelli á ári undanfarin 20 ár. Frá árinu 2016 hefur verið greint frá faraldri í Evrópu meðal karla sem hafa haft mök við karla. Tilgangur rann- sóknarinnar var að skoða hugsanleg tengsl tilfella af lifrarbólgu A á Íslandi árið 2017 við þennan faraldur. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Farið var afturskyggnt yfir gögn allra sjúklinga sem greindust með lifrarbólgu A á Íslandi árið 2017. NIÐURSTÖÐUR Af 5 sjúklingum sem greindust árið 2017 voru fjórir karlar og ein kona. Þrjú tilfelli greindust á innan við viku sumarið 2017. Sjúklingarnir voru á aldrinum 25 til 39 ára. Hjá karlkyns sjúklingum var smitleið talin vera gegnum mök við karlmenn frá meginlandi Evrópu. Allir sjúklingarnir voru með klíníska mynd lifrarfrumuskaða og í þremur af tilfellunum voru merki um væga lifrarbilun. Sjúklingarnir voru allir jákvæðir fyrir lifrarbólgu A mótefnum. Aðrar orsakir lifrarbólgu voru útilokaðar með viðeigandi prófum. Myndgreiningar vöktu grun um gallblöðrubólgu hjá fjórum af 5 sjúklingum og fór einn þeirra síðar í gallblöðrutöku sem valaðgerð. ÁLYKTUN Faraldur lifrarbólgu A í Evrópu meðal karla sem áttu mök við karla náði til Íslands sumarið 2017. Mikilvægt er að áhættuhópar láti bólusetja sig gegn veirunni. Breytingar í gallblöðru á myndgreiningu, svo sem þykknun á gallblöðruvegg án steina, eru algengar við bráða lifrarbólgu A. Nauðsynlegt er að gera greinarmun á þessum breytingum og bráðri steinalausri gallblöðrubólgu sem getur haft alvarlega fylgikvilla í för með sér. Sif Ormarsdóttir1 læknir Páll Helgi Möller1,2 læknir Alma Rut Óskarsdóttir2 læknanemi Pétur Hannesson1 læknir Arthur Löve1,2 læknir Haraldur Briem3 læknir 1Landspítali, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Embætti landlæknis. Fyrirspurnum svarar Sif Ormarsdóttir, sifor@landspitali.is doi.org/10.17992/lbl.2018.06.188 Pakkningar: Lyfjaform og styrkur, pakkningastærð Forðatöflur 4 mg 28 stk Forðatöflur 4 mg 84 stk Forðatöflur 8 mg 28 stk Forðatöflur 8 mg 84 stk fesoterodin fumarat Með Toviaz® 4 mg og Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu í viku 12 ** Með Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu og tolterodin ER 4 mg í viku 12 *** Færri salernisferðir með Toviaz® 8 mg en með lyfleysu **** Meðferð með Toviaz® 8 mg dró marktækt úr fjölda tilvika bráðaþvagleka í viku 12 borið saman við tolterodin ER 4mg (p= 0,017) og lyfleysu (p<0,001) 1. Toviaz SmPC 9. október 2017 2. Chapple C. et al. BJU Int. 2014;114:418-26. 3. Kaplan S.A. et al. BJU Int. 2010;107: 1432-1440. 4. Chapple C. et al. Eur Urol. 2007;52(4):1204-12. 5. Herschorn S. et al. BJU Int. 2010;105(1):58-66. Þegar manni er mál, þá er manni mál! Fleiri sjúklingar haldast „þurrir“ 5**** 2 af hverjum 3 Minnkuð tíðni bráðaþvagleka2* -80% Minnkuð tíðni bráðrar þvaglátaþarfar3** -45.5% -18.6% Toviaz® (fesoterodine) Meðferð við einkennum (aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðri þvaglátaþörf og/eða bráðaþvagleka) sem geta komið fram hjá fullorðnum sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. P P 1 7 1 1 0 1 Minnkuð tíðni þvagláta4*** Skyndileg bráð þvaglátaþörf og bráðaþvagleki eru algengustu einkenni ofvirkrar þvagblöðru. Með Toviaz® 4 og 8mg forðatöflum er hægt að draga marktækt úr einkennum, borið saman við lyfleysu. 2,3 Verð er hægt að sjá á www.lgn.is Greiðsluþátttaka: Já. Stjörnumerktur texti (*) er umskrifaður og/eða styttur úr upplýsingum um lyfið, sem samþykktar voru af EMA 9. október 2017. Upplýsingar um lyfið er að finna á www.serlyfjaskra.is, auk þess sem hægt er að fá hann hjá umboðsaðila Pfizer, Icepharma hf Icepharma . Lyngháls 13 . 110 Reykjavík . S: 540-8000 . www.icepharma.is Stytt samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Toviaz® (fesoterodine) TOVIAZ 4 mg og 8 mg forðatöflur. Innihaldslýsing: Hver forðatafla inniheldur fesóteródín fumarat 4 mg, sem samsvarar 3,1 mg af fesóteródíni, eða fesóteródín fumarat 8 mg, sem samsvarar 6,2 mg af fesóteródíni. Ábendingar: TOVIAZ er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum á einkennum (aukin tíðni þvagláta og/eða bráð þörf fyrir þvaglát og/eða bráðaþvagleki) sem fram geta komið hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir jarðhnetum eða soja eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magateppa. Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C). Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla hjá sjúklingum með meðal til alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi. Alvarleg sáraristilbólga. Eitrunarrisaristill (toxic megacolon). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Dags. síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti byggir á: 9.10.2017. Markaðsleyfishafi: Pfizer Limited. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2017): 4 mg 28 stk: 8.054 kr, 4 mg 84 stk: 18.582 kr, 8 mg 28 stk: 8.536 kr, 8 mg 84 stk: 19.825 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G. Dags. síðustu endurskoðunar efnis: 6. nóvember 2017. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Icepharma hf. Lynghálsi 13, s. 540 8000. Dregur úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru 1 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.