Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 36
308 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Ég óskaði eftir viðtali við Kári Stefáns- son forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar um ástæður þess að Íslensk erfðagrein- ing opnaði á dögunum vefinn arfgerd. is þar sem einstaklingar geta leitað sér upplýsinga um hvort þeir beri hið stökk- breytta krabbameinsgen BRCA2. Erindið var auðsótt og upplýsingafulltrúi fyr- irtækisins, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, tók á móti mér og fylgdi mér inn til for- stjórans og settist síðan niður sem eins konar áheyrnarfulltrúi – eða vitni – að viðtalinu. Kári situr við skrifborð sitt og lítur ekki upp úr fartölvunni en bendir bara á stóla framan við skrifborðið og segir þurrlega: „Fáðu þér sæti þarna.” Stólarnir eru þrír svo ég spyr hvort honum sé sama í hvern þeirra ég setjist. Hann virðir spurninguna ekki svars en lítur upp og segir „Hver ert þú?“ - Ég er blaðamaður Læknablaðsins. (Hér segir Kári skoðun sína á Læknablaðinu í nokkrum vel völdum orðum sem ástæðu- laust er að hafa eftir.) „Og hverra manna ertu og hvaðan ertu af landinu?“ - Ég er ættaður úr Skagafirði. Nú lifnar yfir Kára því í ljós kemur að hrossarækt hans hófst með hryssu frá Miðsitju í Skagafirði. Í hönd fer svo stutt spjall um Skagafjörð, sterka stöðu Fram- sóknarmanna í héraðinu og Sauðárkrók sem síðasta vígi hins allsráðandi kaupfé- lagsstjóra. En jafn fróðlegt og það væri að ræða hvort framsóknarmennska sé arfgeng þá er það ekki tilefni viðtalsins og ég set mig því í stellingar og varpa fram fyrstu spurningunni um hvernig hann sjái fram- haldið fyrir sér nú þegar yfir 20.000 manns hafa skráð sig inn á vefinn. Hann segir mig spyrja eins sveitamann úr Skagafirði. Ég ákveð að taka þessu sem einhvers kon- ar hrósi enda segir hann þetta næstum því hlýlega þó undirtextinn sé eflaust hið gagnstæða. Hann fléttar svo fingur og svarar af fullri alvöru því sem hann vill svara. Fólki í lífsháska á að bjarga „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er hvernig við förum með getu okkar til þess að finna fólk sem er í lífshættu af völdum stökkbreytinga í erfðamengi þess. Það er ákveðin hefð í íslensku samfélagi fyrir því hvernig við bregðumst við þegar við komumst að því að einhver er í lífshættu en veit ekki af því. Við förum og reynum að vara manneskjuna við og bjarga henni úr lífshættunni. Það er meira að segja svo að skyldan til að gera slíkt er skráð í lög. Tuttugasta og fyrsta grein almennra hegningarlaga hljómar svona: (Hann les af tölvuskjánum) „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar sem er staddur í lífs- háska þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilsu sjálfs sín eða annarra í háska þá varðar það fangelsi allt að tveimur árum eða sektum ef málsbætur eru.” (Hann lítur upp.) Síðan verður allt í einu til hér á Íslandi aðferð til að finna mjög stóran hóp af fólki sem er í lífsháska útaf því að það fæðist með stökkbreytingu í erfðamengi sínu. En þá verður til sú hugsun í okkar samfé- lagi og víðar reyndar, að það eigi að fara öðruvísi með þennan lífsháska en annan lífsháska án þess að fyrir því séu nokkrar röksemdir. Að af því að lífsháskinn býr í erfðamenginu þá eigi bara að leyfa fólki að deyja drottni sínum fyrir aldur fram ónauðsynlega.” „Okkur ber skylda til að vara þetta fólk við“ „Það má segja að þó svo það verði ekki nema ein kona sem deyr fyrir aldur fram af því að hún leitaði ekki eftir þessum upplýsingum þá er það einni konu of mikið,“ segir Kári Stefánsson um áhrifamátt vefs Íslenskrar erfðagreiningar um BRCA2 krabbameinsgenið.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.