Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 46
318 LÆKNAblaðið 2018/104 Í tengslum við hátíðarhöldin á aldarafmæli Læknafélagsins er viðeigandi að rifja upp starf brautryðjanda í lækningum á liðinni öld. Sig- urður Samúelsson reisti sér óbrotgjarnan minn- isvarða þegar hann ferðaðist vítt og breitt um landið og stofnaði mörg Hjartaverndarfélög sem tóku höndum saman sem Hjartaverndarsam- tökin. Sagan segir að Sigurður hafi boðið helstu kaupsýslu- og stjórnmálamönnum landsins á Hótel Borg í kaffi og hafi ekki hleypt þeim út fyrr en safnast höfðu loforð fyrir 6 milljónum króna og auðvitað borguðu þeir fyrir kaffið sitt! Þetta fé dugði til að koma á fót Rannsóknastöð Hjartaverndar árið 1966, annarri af merkustu vísindastofnunum í læknisfræði á Íslandi. Tilefni þessa greinarstúfs er að minnast annars stórvirkis af hendi Sigurðar Samúels- sonar: Uppbyggingar lyflæknisfræðinnar á Landspítala. Um þær mundir kúldraðist lyflækninga- deildin á Landspítala á fyrstu hæðinni í gamla spítalanum. Læknaliðið var auk Sigurðar aðeins einn sérfræðingur, tveir aðstoðarlæknar og námskandídatar. Þá var að hefjast viðbygging Landspítalans í norðvestur þar sem nýjar deildir yrðu opnaðar. Þangað þyrfti að ráða sérmennt- aða lækna. Á sjöunda áratug síðustu aldar tíðkaðist í háskólum og tengdum sjúkrahúsum að ráða í stöður með leit og vali (á ensku recruitment) og auglýsa og ganga formlega frá ráðningu síðar þegar heppilegur einstaklingur var fundinn og hann búinn að samþykkja ráðahaginn. Sigurður fylgdist vel með þróun lyflæknisfræðinnar í sjúkrahúsum nálægra landa þar sem þörfum hinna ýmsu sérgreina var mætt. Nú tók hann til óspilltra málanna. Jón Þorsteinsson sérfræðing- ur í gigtlækningum var þá aðstoðarlæknir við lyflækningadeildina og tók síðar við stjórn gigt- Stjórn Öldungadeildar Kristófer Þorleifsson formaður Jóhannes M. Gunnarsson ritari Guðmundur Viggósson gjaldkeri Kristrún Benediktsdóttir Margrét Georgsdóttir Öldungaráð Hörður Alfreðsson Magnús B. Einarson Reynir Þorsteinsson Snorri Ingimarsson Þórarinn E. Sveinsson Umsjón síðu Páll Ásmundsson Ö L D U N G A D E I L D Höfundur og prófessor Sigurður Samúelsson á Evrópuþingi hjartalækna í Aþenu 1968. Merkismanns minnst á afmælisári Árni Kristinsson fyrrverandi prófessor og yfirlæknir á hjartadeild Landspítala kristinsson@simnet.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.