Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 49
LÆKNAblaðið 2018/104 321 AGNAR BJARNASON varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands 9. maí. Ritgerðin heitir: Orsakavaldar, áhættuþætt- ir og afdrif fullorðinna með lungnabólgu. Andmælendur voru David Murdoch, deildarforseti og próf- essor við læknadeild Háskólans í Otago á Nýja Sjálandi og Gunnar Guðmundsson, prófessor og sérfræðingur í lyflækning- um og lungnalækningum á Landspítala. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Magnús Gottfreðsson prófessor og auk hans sátu í doktorsnefnd Karl G. Kristinsson prófessor, Arthúr Löve prófessor, Ólafur Baldursson og Lars Magnus Andersson. Ágrip af rannsókn Markmiðið var að skoða lungnabólgu sem leiðir til sjúkra- húsinnlagnar í Reykjavík, bæði almennt og í tengslum við heimsfaraldur inflúensu. Einnig að bera PCR-rannsóknir á munnkokssýnum saman við aðrar greiningaraðferðir og skoða gagnsemi hugtaksins sjúkrahústengd lungnabólga við ís- lenskar aðstæður. Öllum fullorðnum sem þurftu innlögn vegna lungnabólgu frá desember 2008 til nóvember 2009 var boðið að taka þátt og víðtæk leit gerð að meinvöldum. Hluta lungna- bólguinnlagna í Reykjavík (37%) mátti flokka sem sjúkrahús- tengda lungnabólgu sem tengdist breyttu mynstri orsakavalda. Dánartíðni var hærri í þessum hópi, 10% miðað við 1% í samfé- lagslungnabólgu. Engar fjölónæmar bakteríur greindust og gátu því ekki skýrt þennan mun. Doktorsefnið Agnar Bjarnason (1978) lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og var kandídat og sérnámslæknir á Landspítala til 2010. Eftir framhaldsnám á Sahlgrenska-háskóla- sjúkrahúsinu í Gautaborg lauk hann sérnámi í lyflækningum 2012 og smitsjúkdómalækningum 2014. Agnar starfar við smit- sjúkdómadeild Landspítala. Agnar Bjarnason varðist fimlega andmælendum sínum. Myndina tók Gunnar Sverrisson. Styrkir veittir úr sjóði Sigríðar Lárusdóttur Þrír styrkir voru nýlega veittir til rannsókna á sviði bækl- unarlækninga með áherslu á stoðkerfissjúkdóma úr sjóði Sigríðar Lárusdóttur við Há- skóla Íslands. Styrkhafar eru Halldór Jónsson jr., prófessor og sérfræðingur í bæklun- arskurðlækningum, Kristín Briem, prófessor við náms- braut í sjúkraþjálfun, og María Sigurðardóttir, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækn- ingum Landspítala. Rannsókn Halldórs Jóns- sonar jr. prófessors felst í að koma á fót klínísku matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að fara í heildarmjaðmaliðaskipti. Markmið rannsóknarinnar er að þróa verklagsreglur til að styðja ákvörðun um tegund mjaðmagerviliðar. Rannsókn Kristínar Briem, prófessors við námsbraut í sjúkraþjálfun, er hluti af stærri rannsókn sem snýr að nýgengi og orsakaþáttum ákveðinna alvarlegra hnémeiðsla og skurðaðgerðum í tengslum við þau meiðsli. Markmið rann- sóknarinnar er að meta áhrif meiðslanna, skurðaðgerða og líkamsbyggingar á þróun slit- gigtar í burðarliðum (hnjám og mjöðmum). Rannsókn Maríu Sigurðar- dóttur, sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítala, miðar að því að kanna áhrif langtíma- undirbúnings og uppvinnslu sjúklinga sem bíða eftir lið- skiptum á hné eða mjöðm, á aðgerðarferilinn og tíðni fylgikvilla. Rannsóknin er samvinnuverkefni Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Tilgangur Sjóðs Sigríðar Lárusdóttur við Háskóla Ís- lands er að efla rannsóknir á sviði bæklunarlækninga. Sérstök áhersla er lögð á rann- sóknir á meðfæddum göllum í mjaðmarlið, svo sem ættgengi, tíðni og afleiðingum. Sjóðinn stofnaði Sigríður Lárusdóttir (f. 5. maí 1918) árið 2005 til minn- ingar um þá sem hafa glímt við meðfædda sjúkdóma í mjöðm en Sigríður átti við þann sjúk- dóm að stríða frá fæðingu. Það var bjart yfir styrkveitendum og styrkþegum þegar veitt var úr sjóðnum. Þorvaldur Ingvarsson bæklunarlæknir, Engilbert Sigurðsson forseti læknadeildar, Halldór Jónsson jr, María Sigurðardóttir, Sigurbergur Kárason svæfingalæknir, Kristín Briem, Vigdís Pétursdóttir meinafræðingur og Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands. Mynd: Kristinn Ingvarsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.