Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 37
LÆKNAblaðið 2018/104 309 Hann staldrar við og hvessir á mig augun. „Ég er búinn að berjast fyrir því í kringum 10 ár að við komumst yfir þessa vitleysu og förum að bjarga lífi fólks sem er í hættu útaf þessum stökkbreytingum. Það hefur gengið heldur illa þangað til fyrir tveimur árum að þáverandi heil- brigðisráðherra setti saman nefnd sem átti að ráðleggja samfélaginu hvernig ætti að nýta sér þennan möguleika. Ég sat í þeirri nefnd til að byrja með en einhvern veginn var hún tekin yfir af lögfræðing- um sem komust að þeirri niðurstöðu að í stjórnarskrá Íslendinga væru ákvæði sem meinuðu okkur að vara þetta fólk við. Það mætti ekki vara þetta fólk við því í því fælist aðför að einkalífi þess. Rétturinn til að vita ekki af þessu væri svo mikilvægur að við ættum bara að láta þetta fólk deyja drottni sínum nema það hefði vit á því að koma og biðja um þessar upplýsingar. Í því liggur alveg ofboðslega hár þrösk- uldur. Hvernig átt þú að vita að það væri skynsamlegt af þér að leita inn á svona vef eins og þann sem við erum búin að opna. Ég held því fram að það sé alveg fárán- lega, ótrúlega og ómælanlega heimskulegt að halda því fram að í stjórnarskrá okkar og lög hafi verið sett ákvæði til að koma í veg fyrir að við björgum fólki úr bráðum lífsháska. Það sem gerir þetta dálítið pínlegt með þessa nefnd er að í henni sátu nokkrir læknar sem hafa ekki bara þessa lagalegu skyldu 21. greinar almennu hegningarlag- anna heldur hafa þeir líka skyldu sem hvílir á herðum þeirra útaf Hippókratesar- eiðnum þar sem segir að þeim beri að bjarga lífi fólks án tillits til nokkurs annars. Nú sitjum við uppi með það að þeir hafi tekið þátt í því að komast að þeirri niðurstöðu að ekki megi gera þetta.“ Óttast að margir leiti ekki upplýsinganna „Ég sagði þessari nefnd á sínum tíma að ef að hún kæmist að þessari niðurstöðu að ekki mætti nálgast arfberana myndi Ís- lensk erfðagreining setja upp svona vef og daginn eftir að þau skiluðu af sér þessari skýrslu var þessi vefur kominn í loftið. Ég er skíthræddur um að við munum kom- ast að því sama og aðrir sem hafa reynt svona, að hundraðshluti arfberanna sem komi til með að leita eftir upplýsingunum verði ansi lítill. Það má segja að þó svo það verði ekki nema ein kona sem deyr fyrir aldur fram af því að hún leitaði ekki eftir þessum upplýsingum er það einni konu of mikið. Jú, þetta kemur til með að bjarga einhverjum en ég er voða hræddur um að það verði ansi stór hundraðshluti sem leiti ekki upplýsinganna. Þetta eru stökkbreytingar sem valda sjúkdómum í tiltölulega ungu fólki og unga fólkið geng- ur um með þá villu í kollinum að vondir hlutir hendi bara annað fólk. Guði sé lof því ungt fólk á að lifa tiltölulega frjálsu og áhyggjulausu lífi. Meira hef ég ekki um þetta að segja, takk fyrir koma hingað og ætlarðu að fylgja manninum út.“ (Síðustu setningunni er beint til Þóru Kristínar sem situr álengdar.) Ég stari á Kára og reyni að sjá hvort honum er alvara eða ekki. Er hann að grínast? Ég lít á Þóru Kristínu. - „Kári láttu ekki svona,“ segir hún. „Ég er bara að gera grín,“ segir hann og hlær að þessari gamansemi og verður svo alvarlegur aftur. „Lykillinn í þessu er að það er sama hver lífshættan er, sama hvað það er sem eykur líkurnar á því að þú komir til með að deyja fyrir aldur fram. Okkur ber að höndla það á sama hátt. Eins mikilvæg og friðhelgin er um þitt einkalíf þá er hún einskis virði ef prísinn sem þú borgar fyrir hana er dauðadómur.“ - Þið eruð þó ekki að vara fólk við með vefn- um ykkar, heldur að gefa fólki tækifæri til að komast að þessum upplýsingum? „Nei, við erum ekki að vara fólk við. Þetta er máttleysisleg aðferð en það besta sem við gátum gert á þessu augnabliki og við erum ekki að brjóta persónuverndarlög með þessu því þarna leitar fólk upplýs- inganna af fúsum og frjálsum vilja. Við getum ekki gengið lengra þar sem gögnin sem hér eru innanhúss eru dulkóðuð. Við vitum ekki hvaða fólk þetta er. Og ástæða þess að ég segi að nefndin sem hefur tekið þá ákvörðun að ekki megi vara fólkið við er að brjóta 21. grein hegningarlaganna er í þeirri aðstöðu að vara samfélagið við en hefur ákveðið að gera það ekki.“ (Daginn sem þetta er skrifað birtir Kári opið bréf í Fréttablaðinu til ríkissaksóknara þar sem hann fer þess á leit að kannað verði hvort nefndin hafi brotið áðurnefnda grein hegningarlaganna). - Fyrsta spurningin sneri að því hvort heilbrigðiskerfið óttist skriðu fólks, kvenna aðallega, sem vilja bót síns meins eftir að hafa fengið upplýsingar um stökkbreytinguna? „Með því að vara fólkið við í tíma breytast áherslupunktar kerfisins. Í stað þess að sinna konum sem eru komnar með banvænt krabbamein verður álagið þar sem reynt er að koma í veg fyrir að þær fái það. Það þarf ekki að velta því lengi fyrir sér hvort er heilbrigðara og fallegra. Ég held þó að þetta sé ekki með- vituð tregða í kerfinu þó menn nefni þetta stundum, heldur er þetta einhvers konar doði gagnvart vanda sem er ekki beint fyrir augunum á manni og þá er hægt að stinga hausnum í sandinn og láta eins og vandinn sé ekki til.“ - Og svo er rætt hvort sé betra að vita svona hluti eða ekki. Sumir segjast ekkert vilja vita. Kári rís upp í sætinu og hækkar róm- inn. „Það er hefð í okkar vestrænu menn- ingu að líta svo á að það sé göfugt af manninum að reyna að læra eins mikið um sjálfan sig og hægt er. Og á það núna allt í einu að verða slæmt og vitlaust og óhollt og eigum við ekki að rísa undir því af því að þessar upplýsingar liggja í erfða- mengi okkar. Það er enginn að segja að í gegnum þetta munir þú komast að raun um úr hverju þú deyir. Það eina sem þetta gerir er að gefa þér tækifæri til að takast á við ákveðna áhættu. Þegar lífshættan er svona mikil eins og í þessu tilfelli er óréttlætanlegt að gefa fólki ekki tækifæri til að takast á við hana. Hvað heldur þú að séu margar konur á Íslandi í dag með brjóstakrabbamein út af BRCA2 og eru að bíða eftir því að deyja, sem hefðu ekki vilj- að vita það fyrirfram þannig að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að þær fengju þetta banvæna mein? Ég hugsa að það sé ekki ein einasta kona.“ Rætt við Kára Stefánsson um upplýsingavef ÍE um arfgengi BRCA2-stökkbreytingarinnar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.