Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2018/104 291 R A N N S Ó K N ert, mjög lítið, lítið, þó nokkuð, mikið og mjög mikið. Spurt var um áhuga á erfðaráðgjöf: Hefðir þú áhuga á að fara í erfðaráðgjöf? Voru svarmöguleikar: örugglega, líklega, líklega ekki og örugg- lega ekki. Áhugi á erfðaprófi var kannaður með spurningunni: Hefur þú áhuga á að fara í erfðapróf til þess að kanna hvort þú ert arf- beri stökkbreytingar sem eykur verulega áhættu á brjóstakrabbameini og öðrum meinum? Til að spyrja um áhuga á nýtingu erfðaupplýsinga var notuð spurningin: Erfðarannsóknir í tengslum við vísindastarf eða heilbrigðisþjónustu geta haft upplýsingar um einstaklinga og fjölskyldur á Íslandi þar sem þessa stökkbreytingu í BRCA er að finna. Ef það ætti við um þig eða fjölskyldu þína, myndir þú vilja fá að vita niðurstöðurnar? Svarmöguleikar voru: örugglega, líklega, líklega ekki og örugg- lega ekki. Einnig voru valdar spurningar úr spurningalista fyrri rannsóknar.10 Þær má sjá í viðauka. Heiðdís Valdimarsdóttir setti saman spurningalistann. Í spurningalistanum voru einnig upp- lýsingar um erfðaráðgjöf, erfðapróf og möguleg fyrirbyggjandi úrræði. Framkvæmd: Upplýsingablað um rannsóknina lá frammi í móttöku Leitarstöðvarinnar og gátu konur óskað eftir þátttöku með því að skrá netfang sitt og símanúmer á þátttökuseðil. Á þremur stöðum á Leitarstöðinni var komið fyrir kössum þar sem konurnar skiluðu þátttökuseðlum og voru kassarnir tæmdir viku- lega og farið yfir heimtur í lok hverrar viku. Erfitt er að meta hvort allar konur sem komu í skoðun fengu blöð um þátttöku en heimt- ur voru oftast í kringum 250-300 netföng á viku á meðan um 450 konur mættu í skoðun. Vikuna 26-28. október féll svörun töluvert niður þegar misbrestur var á að starfsfólk í móttöku rétti blöð og kynnti rannsóknina fyrir þeim konum sem komu í skoðun. Ör- fáar konur (n=23) óskuðu eftir að taka þátt en höfðu ekki netfang og/eða símanúmer og gátu því ekki verið þátttakendur þar sem ákveðið var að nota einungis rafrænan spurningalista. Þegar net- fangasöfnun var lokið var spurningalistinn sendur á 1626 netföng; 61 netfang reyndist ekki vera virkt. Ákveðið var að ganga ekki eftir óvirku netföngunum með símhringingum eða öðrum hætti. Tölfræðileg úrvinnsla: Lýsandi tölfræði var notuð til að kanna bakgrunn rannsóknarhópsins með tilliti til aldurs, menntunar, hjúskaparstöðu, fjölskyldusögu um krabbamein, og þekkingar á BRCA-stökkbreytingum (tafla I). Þá var einnig kannaður áhugi kvenna á að fá erfðaráðgjöf, á því að undirgangast erfðapróf vegna ofangreindra stökkbreytinga og á að nýta fyrirliggjandi erfðaupp- lýsingar (tafla II). Skoðuð voru tengsl áhuga kvennanna á erfða- ráðgjöf, erfðaprófi og nýtingu fyrirliggjandi erfðaupplýsinga, við lýðfræðilegan bakgrunn, ættarsögu um krabbamein og þekkingu á ofangreindum stökkbreytingum; notað var kí-kvaðrat próf til að Tafla III. Vitneskja, áhugi á erfðaráðgjöf, erfðaprófi og nýtingu fyrirliggjandi erfðaupplýsinga, eftir bakgrunnsbreytum. Vitneskja Þó nokkur/ mikil/mjög mikil n (%) P-gildi Áhugi á erfðaráðgjöf Örugglega /líklega n (%) P-gildi Áhugi á erfðaprófi Örugglega/ líklega n (%) P-gildi Áhugi á nýtingu erfðaupplýsinga Mjög sammála / frekar sammála n (%) P-gildi Aldur 20-29 ára 30-39 ára 40-59 ára 50-59 ára 60 ára og eldri 39 (31,7) 57 (48,3) 175 (51,5) 110 (41,8) 99 (51) <0,0001 105 (87,5) 97 (87,4) 279 (85,9) 188 (74,3) 114 (62,6) <0,0001 106 (93,0) 97 (89,8) 275 (87,9) 191 (77,6) 117 (68,8) <0,0001 118 (99,2) 115 (97,5) 329 (97,9) 244 (95,3) 179 (94,7) 0,09 Menntun Skyldunám Starfs/iðn/annað Háskólanám 56 (29,8) 116 (38,7) 345 (55,6) <0,0001 188 (76,1) 304 (79,4) 623 (79,4) 0,61 144 (81,4) 224 (82,4) 474 (83,3) 0,82 173 (96,1) 288 (98,3) 591 (96,3) 0,23 Hjúskaparstaða Gift/í sambandi Einhleyp/skilin/ekkja 421 (47,4) 95 (43,6) 0,32 663 (78,4) 168 (80,4) 0,99 674 (83,1) 165 (80,9) 0,45 846 (96,6) 204 (97,6) 0,45 Staða á vinnumarkaði Fullt/hlutastarf Atvinnulaus/öryrki Eftirlaun Námsmaður Fæðingaorlof/heima/annað 397 (46,5) 38 (39,6) 31 (58,5) 28 (45,2) 22 (51,2) 0,26 651 (79,7) 81 (87,1) 25 (52,1) 48 (80,0) 27 (71,1) <0,0001 657 (83,6) 76 (85,4) 32 (65,3) 44 (83,0) 32 (84,2) 0,02 812 (97,0) 93 (95,9) 48 (96,0) 56 (96,6) 41 (95,3) 0,94 Börn Já Nei 446 (47,2) 67 (42,9) 0,32 702 (78,2) 125 (82,8) 0,20 708 (81,8) 128 (88,9) 0,036 898 (96,6) 147 (98,0) 0,36 Ættarsaga Ég sjálf/1.ættliður Engin/fjarskyldir 292 (52,2) 226 (41,0) <0,0001 396 (77,5) 438 (80,1) 0,31 404 (81,5) 438 (83,9) 0,3002 539 (96,6) 514 (97,0) 0,72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.