Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2018/104 305 og sérnámslækna að taka mið af þessu og flytjast meira út á stofurnar og í heilsugæsluna. Ég vil ekki gera eins mikinn greinar- mun á sérfræðingum í heimilislækning- um og öðrum sérfræðilæknum og oft er gert. Heimilislæknar eru einfaldlega sérfræðilæknar eins og við hin, sérhæfðir í breiddinni og heildrænni nálgun rétt eins og aðrar sérgreinar hafa sín svið. Svo ef við lítum aftur til skipulagsbreytinganna á læknafélögunum mætti spyrja hvort heimilislæknar í sjálfstæðum rekstri gætu ekki allt eins átt meiri samleið með LR læknum varðandi rekstur sinna stöðva þó faglegi og félagslegi hlutinn liggi nær Félagi heimilislækna og heimilislæknum sem vinna hjá ríkinu. Fyrsta og fremsta hlutverk LR er að vera málsvari félagsmanna sinna og standa vörð um hagsmuni þeirra. Skipulagsbreytingarnar í LÍ einfalda verksvið og ábyrgð aðildarfélaganna og hlutverk LR er að mínu viti skýrt. Við erum bæði vettvangur þeirra sem starfa sjálfstætt á stofu eða í öðrum fyrirtækjum eða rekstri og einnig þeirra sem eru að hluta til á stofu til viðbótar við hlutastarf á spítala. Heiti félagsins, Læknafélag Reykjavíkur, verður nokkuð misvísandi með breyttu hlut- verki. Sérðu nafnbreytingu fyrir þér? Nafn Læknafélags Reykjavíkur á sér að mínu viti alltof langa sögu til þess að það verði lagt til hliðar í einu vetfangi vegna skipulagsbreytinga. Engum dettur í hug að Eimskip sigli um á gufuskipum eða að í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur sé ein- göngu starfsfólk í verslunum. En ef til vill verður LR skammstöfunin notuð í vaxandi mæli í framtíðinni. Þá kemur skýrt fram í lögum LR hvaða læknum er helst ætluð félagsaðild og kom fram hér áðan. Læknafélag Reykjavíkur var stofnað af 9 læknum þann 18. október 1909 til þess að semja við Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Allt fram á þennan dag, eða í 109 ár, hafa samningar sjálfstætt starfandi sérfræðilækna verið gerðir í þess nafni á einn eða annan hátt. Það yrði því sjónar- sviptir að nafni Læknafélags Reykjavíkur ef það hyrfi úr þessu aldagamla samhengi. Er læknastéttin að skiptast í hagsmunahópa sem eiga minna sameiginlegt en meira? Nei það held ég ekki, en breytingarnar í LÍ skýra ólík verksvið nýju aðildarfélag- anna, sem er til bóta og skapar ný tækifæri til að vinna að hagsmunum innan félag- anna. Þá er eðlilegt að uppi séu mismun- andi sjónarmið og að tekist sé á um þau, sem er bara heilbrigt og hvetjandi. LÍ þarf svo að skapa rými fyrir öll þessi sjónarmið innan sinna vébanda, en jafnframt að vera það sameiningarafl sem þéttir raðirnar þegar það á við. „Þeim fimm hundruð þúsund heim- sóknum sem sérfræðilæknar taka á móti á hverju ári verður ekki beint annað án mikils undirbúnings,” segir Þórarinn Guðnason nýkjörinn formaður LR.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.