Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 29
LÆKNAblaðið 2018/104 301 ógift og barnlaus … Myndir sem til eru af henni eftir að hún varð fullorðin sýna hana stuttklippta og hún greiddi hárið frá enninu“. Systursonur Katrínar, Skúli Halldórsson tón- skáld, segir að henni hafi fundist gott í staup- inu, en ekki til vandræða. Hún hafi reykt þrjá pakka af tyrkneskum sígarettum á dag. „Þetta var lífsstíll nýju konunnar.“5 Vilmundur Jónsson Vilmundur var þingmaður Ís- firðinga 1931-33 og Norður-Ísa- fjarðarsýslu 1933-34 og 1937-41. Hann samdi eða „endur- samdi mestalla heilbrigðislöggjöf landsins og átti einnig frum- kvæði að eða þátt í lagasmíð um ýmis önnur efni. Hann var afkastamikill fræðimaður og rithöfundur, ritaði einkum um íslenzka lækningasögu og heilbrigðismál, en einnig fjölda greina um bar- áttumál, sem á baugi voru, eða önnur þau efni, sem honum voru hugleikin“.6 Eftir framhaldsnám í útlöndum varð Vil- mundur héraðslæknir á Ísafirði. Hann skrifaði frá Osló 1919: „Því þegar ég er kominn vestur, bý ég fyrst til nýja bæjarstjórn og síðan nýjan spítala“.6 Þetta gekk eftir. Alþýðuflokkur fékk meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarðar 1921 og var kallaður „rauði bærinn“ eins og Hafnarfjörður, þar sem kratar fengu meirihluta 1926. Á Ísa- firði var Vilmundur í forystu fyrir lóðakaup- um, stofnun elliheimilis, virkjunar, kúabús, útgerðar og sjúkrahúss sem tekið var í notkun 1926 og var þá stærsta sjúkrahús landsins utan Reykjavíkur með 50 sjúkrarúmum.6 Vilmundur varð einn helsti forystumaður Alþýðuflokksins. Hann var í vinstra armi flokksins og reyndi að sameina krata og kommúnista, en fór ekki í nýjan Sósíalista- flokk 1938 með Héðni Valdimarssyni þegar stuðningur við Moskvu varð skilyrði samein- ingar. En 1940 flutti hann þrumuræðu á þingi og mælti gegn tillögu Hriflu-Jónasar og fleiri um skert lýðréttindi íslenskra kommúnista: „Þá geri ég engan veginn lítið úr þeirri hættu, sem lýðræðinu stendur af þeim, er beinlínis játast til ofbeldisflokkanna, staðráðnir í að kollvarpa lýðræðinu, og hirði ég aldrei, hve fagurt þeir mæla um að endurreisa það í fullkomnari mynd. Vísa ég um það bæði til Rússlands og Þýskalands. Í viðskiptum sínum við þessa flokka er lýðræðið vissulega statt í hættulegu öngþveiti og sjálfheldu. Annars vegar er að rétta þeim andvaralaust upp í hendurnar öll réttindi lýðræðisins og horfa á þá nota þau til að grafa undan því, og hins vegar sú bráða hætta, að lýðræðið verði gripið því hysteriska fáti geðæsingamanna, að það afnemi sjálft sig til þess að andstæðingunum gefist ekki tóm til að tortíma því. En þetta er að láta sér farast eins og manni, sem bjargar sér undan brennuvargi með því að brenna sjálfur upp býli sitt.“7 Vilmundur sagði af sér þingmennsku 1941 þegar þingið framlengdi kjörtímabil sitt út af stríðsástandinu (en það ástand kom reyndar ekki í veg fyrir tvennar kosningar 1942!). Sagt hefur verið að hann sé einn ör- fárra þingmanna Íslendinga sem sagt hafi af sér af prinsippástæðum. 1934 féll Vilmundur í Norður-Ísafjarðarsýslu en mun hafa ætlað það sitt síðasta kjörtímabil. Þegar hann bauð sig svo aftur fram 1937 – og náði kosningu – mun hann hafa sagt að hann vildi sjálfur ráða hvenær hann hætti! Að endingu má nefna að Vilmundur var snillingur orðsins. Þórbergur Þórðarson og Halldór Kiljan Laxness voru vinir hans – og hann ráðlagði þeim margt um skriftir. Vil- mundur er höfundur frasans „sósíalismi andskotans“ sem átti við þjóðnýtingu sem fól í sér að ríkið borgaði tap á atvinnurekstri í einkaeigu, en atvinnurekendur hirtu gróðann þegar vel gekk. Hann var líka mikilvirkur nýyrðasmiður. Greinin „Vörn fyrir veiru“ er betur skrifuð en flest annað á íslensku. „Trúin á lygina. Svar til prófessors Guðmundar Hann- essonar“ fjallar um að læknar geti fæsta sjúk- dóma læknað, en oft linað þjáningar. „Logið í stállunga. Ritað gegn auglýsingaskrumi lækna“ og „Stállungahernaðurinn. Ritað gegn hýenum lýðræðisins“ eru líka hvassar greinar.7 Ritsafn Vilmundar, Með hug og orði, er öllum áhugamönnum um íslenskar lækningar, stjórnmál og menningu holl og skemmtileg lesning. Heimildir 1. Alþingismannatal frá 1845 – www.althingi.is. Athugunin var lausleg, þannig að einhverju getur skeikað, en varla miklu. 2. „Merkir Íslendingar, Jóhann Sæmundsson“, Morgunblaðið 9. maí 2018: 27. 3. Friðriksson G. Dómsmálaráðherrann. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu II. Iðunn, Reykjavík 1992. 4. Dungal N. „Guðmundur Hannesson prófessor“. Andvari 1958; 83: 3-36. 5. Ástgeirsdóttir K. „Katrín Thoroddsen“. Andvari 2007; 132: 11-68. 6. Tómasson B. „Vilmundur Jónsson“. Andvari 1984; 109: 3-59. 7. Jónsson V. Með hug og orði. Af blöðum Vilmundar Jónssonar landlæknis. II bindi. Iðunn, Reykjavík 1985. Kleppsförin Jónas vaknar af blíðum blundi, brjálaður virtist ekki par; í bælinu lengur ekki undi, ók sjer og fór í brækurnar. Í landhelgisbílinn brátt var náð brunað svo upp í stjórnarráð. Daníel, sem þar dyrnar passar, dyrnar opnaði fljótt og vel. Jónasar gerðust glyrnur hvassar hann gaut þeim skáhalt á Daníel: „Til setu boðið ei sýnist oss sæk, Daníel, vort besta hross“. „Inn að Kleppi er óravegur, andskotastu því fljótt af stað; ríddu eins hart og hrossið dregur, – Helga rjettirðu þetta blað. – – Flýttu þér nú og farðu vel“. – Þá fruktaði’ og spýtti Daníel. Óþverra fyltist loftið ljótum, – leðjurigning og malarjel. – Veifandi’ í bláinn báðum fótum bykkjuna þandi Daníel. Drótt öll á Kleppi dauðhrædd beið. – Daníel inn í húsið reið. Helgi greip blaðið báðum mundum, blekugur varð um hendurnar, undirskriftirnar eru stundum ekki meir’ en svo þornaðar. Við doktora Jónas dundar vart og Daníel getur riðið hart. Doktorinn varð sem dreyri’ í framan, Dungal var þar og studdi hann. Nú sá hann eftir öllu saman að ‘ann heimsótti ráðherrann. Húsi og stöðu flæmdur frá. – Hann flutti með eina lyfjaskrá. – Daníel svarsins drjúgur bíður, Daníel tók í húfuna, Daníel út um dyrnar ríður, Daníel sló í merina. – Daníel tyggur drjúgum skro, Daníel spýtir á við tvo. Jónas vor húkti heima’ á meðan hugsandi stint um brjálæðið; hefði’ einhver normal sála sjeð hann sú mundi hafa komist við. – Hófa-sköll dundu dimm og löng, Daníel kom og spýtti’ og söng. Daníel frjetta flutti sóninn, frísaði merin löðursveitt. Jónas tvíhenti telefóninn, við Thorlacius hann mælti greitt: „Þú tekur við Kleppi, Tolli minn, Tíkarbrand skaltu gefa inn“. Lyfja-fargansins fræga miðann flutti Helgi úr brúkunum. Nú fá menn trauðla að tala við hann þó tíkall hafi í lúkunum. – Hreldan og þjáðan huga ber, og Hriflu-rjettlætið móti sjer. Að þessu skaltu önd mín hyggja yfirvöldunum geðjast þú, á hnjánum báðum er best að liggja og biðja um náð í sannri trú. – Hver veit nær sorgar hefjast jel. Hver veit nær söðlar Daníel. Z Ljóð úr Speglinum 1930; 5: 9/67 af því tilefni þegar Jónas rak Helga frá Kleppi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.