Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2018/104 299 jafnframt bannað að taka við setningu í embætti eða þiggja styrki til starfa nema með skriflegu samþykki nefndarinnar. Væri út af brugðið skyldi viðkomandi „rækur úr Læknafélagi Íslands“.3 Um haustið losnaði Keflavíkurhérað, sem var eftirsótt. 18 læknar sendu umsóknir til nefndar LÍ. Nefndin ákvað að senda einungis eina þessara umsókna til veitingavaldsins, frá Jónasi Kristjánssyni sem þá var þingmaður Sjálfstæðisflokks og hafði átt í hatrömmum deilum við ráðherrann á þingi 1927 og „þá látið að því liggja að nafni hans frá Hriflu væri geðveikur“. Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og héraðslæknir í Flatey, var um þessar mundir sér til hvíldar og hressingar í Kaupmannahöfn og hafði ekki sótt um. En Jónas tilnefndi Sigvalda að honum forspurðum og staðfesti konungur skipunina. Hófst nú hatrömm og illvíg barátta um sál Sigvalda milli læknanefndarinnar og ráðherrans – og veitti ýmsum betur. En á endanum þáði Sigvaldi stöðuna – og var rekinn úr Læknafélagi Íslands.3 Jónas frá Hriflu efldi mjög fyrirgreiðslupólitík á Íslandi, en hún hafði reyndar orðið sterk strax með heimastjórninni 1904. Hann var rætinn í skrifum (eins og fleiri á þeirri tíð), oft yfir- spenntur og hellti sér yfir menn af litlu tilefni. Morgunblaðið gat sér þess til árið 1929 að ráðherrann (sem drakk ekki vín) notaði eiturmeðöl. Kviksögur gengu um að Jónas væri geðveikur.3 Læknirinn Jónas Kristjánsson sagði í þingræðu 1930: „ … en ég ætla að segja þessi vitskerti maður. Jú, hann ofsækir í stað þess að vernda, hann ákærir í stað þess að rannsaka … Þannig hefir hann ofsótt bæði einstaklinga og heilar stéttir … Hann hefir í hótunum við menn um að reka þá frá embættum ef þeir gera þetta og hitt sem honum er ekki að skapi … Í greinum … gefur hann sjálfum sér svo greinilegt brjálsemisvottorð að slíkt tekur engu tali. Þar kemur fram hans sjúka sálarástand mjög greinilega, ofsóknar- ástríðan og hatrið.“3 Guðjón Friðriksson telur að eftir áramótin 1930 hafi stjórn Læknafélagsins, helstu geðlæknar landsins og prófessorar í læknisfræði við HÍ komist að þeirri niðurstöðu að Jónas „væri geðveikur og það þyrfti að koma honum úr ráðherrastól hvað sem það kostaði“.3 Pólitískir andstæðingar Jónasar og sumir samherjar hans voru sama sinnis. 19. febrúar 1930 gekk Helgi Tómasson, yfirlæknir á Kleppi, á fund Jónasar á heimili hans og tjáði honum Snilldarteikning Tryggva Magnússonar á kápu 22. tölublaðs fjórða árgangs Spegilsins árið 1929 undir titlinum: Iatrophobia Jónasar. „Í læknablaðinu hefur Guðm. Hannesson getið sjúkdóms hjá Jónasi, sem hann nefnir „Iatrophobia“. Meðan þetta var aðeins í læknablaðinu, gerði þetta ekkert til, því enginn les læknablaðið, ekki einu sinni læknarnir sjálfir. En nú hefur Morgunblaðið tekið þessa ritsmíð prófessorsins upp, og þar með komið henni út um allt land. Höfum vjer því ekki haft stundlegan frið síðan, því alstaðar að af landinu drífa að fyrirspurnir um það, hvað þetta fjandans orð þýddi, og voru menn órólegir mjög, sem von er, þar sem þetta snertir þjóðarinnar mesta mann. – Vjer snjerum oss því til sjerfræðings Spegilsins í þesskonar sjúkdómum og fengum hjá honum eftirtalda skýringu, sem vjer hjermeð flytjum lesendum vorum: „Iatrophobia þýðir læknishræðsla, og er nokkurskonar taugabilun, sem að mestu kemur aðeins fyrir hjá smábörnum, en tæpast hjá fullorðnum nema þeir hafi gengið með þessa bilun frá barnsaldri. Er bilunin þrálát og mjög vandfarið með sjúklinginn.““ Læknarnir sem skelfa Jónas: Helgi Tómasson geðlæknir, Guðmundur Thoroddsen kvensjúkdómalæknir, Níels Dungal forstöðumaður rannsóknarstofu Háskóla Íslands í meina- fræði, Guðmundur Hannesson formaður Læknafélags Íslands og ritstjóri Læknablaðsins og Matthías Einarsson skurðlæknir frammi fyrir andstæðingi sínum, Hriflu-Jónasi dóms- málaráðherra.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.