Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 32
304 LÆKNAblaðið 2018/104 Læknafélag Reykjavíkur stendur frammi fyrir miklum breytingum bæði á innra skipulagi og hlutverki sínu út á við. Breytingarnar stafa að miklu leyti af skipulagsbreytingum á Læknafélagi Íslands sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi þess og hafa verið kynntar og ræddar rækilega. Læknablaðinu lék hugur á að vita hvernig Þórarinn Guðna- son, sérfræðingur í hjartalækningum og nýkjörinn formaður LR, hygðist stýra fé- laginu í gegnum breytingarnar og móta nýtt hlutverk þess. Ég vil fá að byrja á að þakka fráfarandi formanni Læknafélags Reykjavíkur, Örnu Guðmundsdóttur, fyrir hennar góða starf undanfarin fjögur ár, hún hefur leitt félagið gegnum miklar breytingar sem sér ekki fyrir endann á, en lætur nú af formennsku. Við sem tökum við keflinu tökum við góðu búi. Eins vil ég bjóða nýja stjórn LR velkomna til starfa, segir Þórar- inn í upphafi og setur sig svo í stellingar fyrir spurningar blaðamanns. Breytingarnar á LÍ í fyrra voru gerðar til að færa félagið til nútímans. Gamalt skipulag með svæðafélögum var barn síns tíma og sum þeirra með fáa félagsmenn. Það var rætt að vera ekki með aðildarfélög að LÍ heldur að allir væru með beina fé- lagsaðild. Niðurstaðan varð að hafa fjögur álíka stór aðildarfélög, heimilislækna, almennra lækna, spítalalækna og sjálfstætt starfandi lækna. En það var líka hafist handa við lýðræðisbreytingar. Áður ríkti fulltrúalýðræði á aðalfundi LÍ en nú er for- maður kosinn í beinni kosningu rafrænt. Aðildarfélögin eru nú í óða önn að finna sér hlutverk og stað. Fyrir heimil- islækna og almenna lækna breytist lítið en Félag sjúkrahúslækna er nýtt og þarf að byggja allt sitt upp frá grunni undir forystu nýrrar stjórnar. LR er andhverfan með meira en aldargamla sögu og allskyns skuldbindingar en þarf engu að síður að móta sér nýtt hlutverk og áherslur rétt eins og hin félögin. LÍ þarf svo að hafa hátt til lofts og vítt til veggja og vera vettvangur- inn fyrir sameiginlegu málin. Í framtíð- inni sé ég svo sérgreinafélögin koma meira inn í starf LÍ, einkum varðandi fagleg mál og fræðin. Í ljósi þessara breytinga, hvernig sérðu hlut- verk LR í framtíðinni? Verkefnin eru fjölmörg og skemmtileg og með fullri virðingu fyrir sögunni mun ég horfa meira til framtíðar við úrlausn þeirra en í baksýnisspegilinn. Við í stjórn LR og stór hópur sérfræðilækna með okk- ur viljum koma að því að móta heilbrigðis- stefnu landsins til framtíðar. Það brennur á þjóðinni að gera það núna. Of oft hefur sérþekking lækna ekki verið nýtt nægjan- lega í slíkri stefnumótun, en LR ætlar að leggja sitt af mörkum í þessu. Við sjáum að það þarf að bæta fjármunum í sérfræði- þjónustuna, heilsugæsluna og spítalana, alla þessa þætti. En það þarf líka að nýta þetta fé vel. Í því samhengi er mikilvægt að minna á að þjónusta sérfræðilækna á stofu er mjög hagkvæmur og ódýr kostur. Það er alþjóðleg þróun að aðgerðir og læknismeðferðir eru að flytjast á göngu- deildir, dagdeildir eða á stofur úti í bæ. Tækniframfarir og þekking gera þetta kleift og þetta er alls ekki séríslensk þró- un þó stundum mætti halda það af um- ræðunni hér heima. Við eigum að fagna þessum framförum sem fela í sér um- talsverðan sparnað og gera fleirum kleift að gangast undir nauðsynlegar aðgerðir. Einmitt það er besta leiðin fyrir okkur til að takast á við öldrun þjóðarinnar sem við stöndum frammi fyrir. Heilbrigðiskerf- ið þarf að gera fólk frískara bæði með forvörnum og læknandi aðgerðum svo það geti verið áfram heima og hugsað um sig sjálft. Skiptum um mjöðm eða hjartaloku áður en fólk koðnar niður á biðlista. Auk- um svo aðstoðina við fólk heima, gætum að félagslegu og andlegu þáttunum hjá öldruðum og sinnum þeim vel heima. Við munum nefnilega ekki geta byggt burt öldrun þjóðarinnar með steinsteypu í nýj- um hjúkrunarheimilum eingöngu. Vegna þessarar þróunar gætu spítalar eins og við þekkjum þá í dag jafnvel orðið að mestu óþarfir í framtíðinni og flestu hægt að sinna á dagdeild, göngudeild eða á stofu. Við eigum að vinna með þeirri þróun og fagna henni en tryggja jafnframt aðhald, eftirlit og gæði í öllum þáttum heilbrigðiskerfisins. Þegar þetta gerist þurfa aðrir hlutar kerfisins að bregðast við. Til dæmis þarf menntun læknanema „Umræðan um sérfræði- þjónustuna hefur einkennst af vanþekkingu“ segir Þórarinn Guðnason nýkjörinn formaður LR ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.