Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2018/104 319
lækningadeildar þegar nýbyggingin var
tilbúin.
Sigurður birtist óvænt í London þar
sem ég var í framhaldsnámi í lyflæknis-
fræði, fór með mig í konunglegu óperuna
og lagði að mér að læra hjartasjúkdóma-
fræði og þar með hjartaþræðingar og
gangráðsígræðslur. Hann bauð prófessor
John Goodwin yfirmanni mínum til Ís-
lands til fyrirlestrahalds og fyrir vikið
fékk ég líklega rausnarlegri viðveru inni á
hjartarannsóknastofunni. Þegar ég spurði
um stöðu heima var mér sagt að bíða
rólegur. Svo birtist loks nokkrum mánuð-
um eftir að ég hóf störf auglýsing sem
var þannig úr garði gerð að gárungarnir
sögðu að einungis vantaði í starfslýs-
inguna kröfu um búsetu á Sólvallagötunni
þar sem ég átti heima! Hjartadeild og
þræðingarstofa voru svo formlega opnuð
13. júní 1969.
Sigurður stofnaði Hjartasjúkdómafélag
íslenskra lækna 1968, var formaður þess
um árabil og gerði það að meðlim í Heims-
samtökum hjartalækna.
Páll Ásmundsson var í námi í lyf-
læknisfræði á Blegdam-spítalanum í
Kaupmannahöfn þegar Sigurður heim-
sótti hann og bað hann um að koma sér
til náms í nýrnalækningum. Páll hélt til
Bandaríkjanna og hóf nám á nýrnadeild
Georgetown-háskólaspítalans í Was-
hington DC. Fór svo á sömu leið og áður
greinir: Sigurður fylgdist með Páli og
skipaði honum að koma heim síðla árs
1968 þar sem blóðskilunarvél væri til taks
og skilunarmeðferð tveggja sjúklinga með
lokastigs nýrnabilun um það bil að hefjast
á Landspítala. Formleg ráðning beið betri
tíma.
Þá segir frá Bjarna Þjóðleifssyni sem
nam lyflækningar í Skotlandi og flutt-
ist svo á Royal Free-spítalann í London,
Mekku meltingarfæralækna þar í landi.
Bjarni var að binda skóþvengi sína til að
flytjast til starfa í Kaliforníu þegar síminn
hringir. Sigurður hafði auðvitað fylgst
með honum og hvetur nú Bjarna til að
hætta við vesturförina og koma rakleiðis
heim, sem hann gerði og stjórnaði nýrri
meltingarfæradeild á Landspítala.
Taugasjúkdómadeild tók til starfa á
Landspítala 1967 með eindregnum stuðn-
ingi Sigurðar.
Þetta átti sér stað meðan sjávarafli dróst
alvarlega saman og gengi krónunnar hafði
lækkað um þriðjung (1 Bandaríkjadoll-
ari hækkaði úr 61 í 88 krónur árið 1969),
opinberum framkvæmdum frestað og
nýráðningar harðbannaðar. Þá hefur þurft
gríðarlegt harðfylgi til að breyta lítilli
40 sjúklinga almennri lyflækningadeild
á skömmum tíma í 120 rúma sérhæfðar
gigtar-, hjarta-, nýrna- og meltingarsjúk-
dómadeildir ásamt hjartarannsóknstofu,
blóðskilunardeild og speglunum.
Rannsóknastofnun Hjartaverndar er
glæsilegur vitnisburður um frumleika
Sigurðar Samúelssonar og verður það
um ókomin ár. Uppbygging lyflækninga-
deildarinnar á Landspítalanum á örfáum
erfiðleikaárum er stóreflis afrek, sem er
einboðið að minnast á afmælisári Lækna-
félagsins.
Stofugangur á hjartadeild
Landspítalans 1969:
Á myndinni sjást frá vinstri
Signý Gestsdóttir
hjúkrunarfræðingur,
Snorri Páll Snorrason
yfirlæknir, höfundur,
Unnur Sigtryggsdóttir
hjúkrunardeildarstjóri
og Kjartan Pálsson
sérfræðingur.
Ný stjórn LR
Læknafélag Reykjavíkur hélt aðal-
fund þann 3. maí og boðar fram-
haldsaðalfund í maílok.
Á fundinum var kjörin ný stjórn
félagsins, hana skipa: Þórarinn
Guðnason, formaður, Guðmundur
Örn Guðmundsson, varaformaður,
Magnús Baldvinsson, gjaldkeri,
Tryggvi Helgason, ritari og Anna
Björnsdóttir, meðstjórnandi.