Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 35
LÆKNAblaðið 2018/104 307
spítalans og stofanna sem eykur gæðin á
báðum stöðum.
Lykilatriði er að bæta samvinnu spítala
og stofureksturs, skýra boðleiðir og nýta
kosti beggja kerfa, sem eru bæði greidd
af opinberu fé þó rekstrarformin séu ólík.
Ef það fæst meiri heilbrigðisþjónusta fyrir
hverja krónu með því móti, sé ég ekkert
því til fyrirstöðu að menn vinni á báðum
stöðum. Leikreglurnar eru líka skýrar og
þurfa að vera það. Til dæmis eru áratugir
síðan læknar sem eru einn dag í viku á
stofu minnkuðu starfshlufall á spítalanum
í 80%. Það er einfaldlega ekki hægt að vera
á báðum stöðum í einu. Eftirlitið með gæð-
um er lykilatriði og ber að efla. Þar get ég
ekki nógsamlega bent á mikilvægi öflugs
landlæknisembættis.
Hvort ættu þessir læknar að velja hið nýja
Félag sjúkrahúslækna eða LR?
Hlutavinnulæknar sem líka vinna
á stofu ættu að mínu viti að velja LR.
Sömuleiðis læknar sem eru á stofu ein-
göngu og læknar sem á ýmsan hátt vinna
sjálfstætt eða hjá fyrirtækjum og öðrum
en ríkisreknu heilbrigðisstofnunum. LR
vill sinna af alúð ólíkum þörfum allra sem
starfa utan hinna ríkisreknu stofnana og
við bjóðum í raun alla velkomna sem telja
hag sínum best borgið innan raða LR. Við
viljum líka vera valkostur þeirra sem hafa
ekki fundið sér stað innan skipulags LÍ og
hafa yfirgefið læknafélögin.
Læknablaðið hefur um áratugaskeið ver-
ið gefið út sameiginlega af LR og LÍ. Sérðu
fyrir þér breytingar á útgáfustjórn og jafnvel
eignarhaldi blaðsins?
Ég tel eðlilegt að aðkoma aðildarfélag-
anna verði breikkuð og að þau hafi öll að-
komu að útgáfustjórn Læknablaðsins. Það er
í sjálfu sér ekkert að því að blaðið sé í eigu
LÍ en það væri heldur ekki óeðlilegt að öll
aðildarfélögin ættu ákveðinn hlut í því. LR
mun tala fyrir þróun í þá átt en aðkoma
aðildarfélaganna að útgáfustjórninni er
aðalatriðið.
Bent hefur verið á að hérlendis séu gerð-
ar fleiri aðgerðir af ákveðnum tegundum
á einkastofum en á Norðurlöndunum. Er
greiðslukerfið hvetjandi að þessu leyti?
Á sama hátt og Mark Twain vissi það
forðum að fréttir af andláti hans væru
stórlega ýktar er ég sannfærður um að
fréttir af oflækningum hérlendis eru það
líka.
Mér fannst ómaklegt þegar landlæknir
fór í fjölmiðla með dylgjur um oflækn-
ingar í fjórum tilteknum aðgerðum án
þess að kanna betur hvað lægi þar að baki.
Viðkomandi sérgreinar hafa svarað þessu
en óneitanlega hefði mátt byrja á biðja þær
um skýringar áður en farið var í fjölmiðla
með sleggjudóma. Enda þótt Ísland geri
meira af einni aðgerð en eitthvert annað
land er það ekki sjálfkrafa slæmt heldur
getur það verið dæmi um betri þjónustu
en í samanburðarlandinu. Ég spyr líka
hvort sumar aðgerðir séu mögulega gerðar
sjaldnar hér á landi en annars staðar. Af
hverju erum við ekki að tala um það? Það
er nefnilega meiri hætta á að við gerumst
sek um vanlækningar í fjársveltu heil-
brigðiskerfi en hitt.
Það að tengja oflækningar við greiðslu-
kerfi er líka einföldun, þó það sé sjálfsagt
að skoða það sem einn þátt. Á Landspít-
ala, sem hefur verið á föstum fjárlögum,
eru mörg dæmi um að gert sé meira eða
minna af ýmsum aðgerðum en annars-
staðar. Sem dæmi má nefna að við gerum
fleiri brjósklosaðgerðir, gallaðgerðir og
kransæðaþræðingar en samanburðarlönd.
Engum dettur í hug að kenna rekstrar-
formi eða greiðslukerfi um það.
Eitthvað að lokum?
Stóra myndin er að við verjum minna
en 8% af vergri landsframleiðslu í heil-
brigðiskerfið en þjóðirnar í kringum okkur
margar hverjar 10-11%. Í þessu ástandi eru
vanlækningar meiri ógn en oflækningar.
Það er meðal annars þess vegna sem við
þurfum að auka fjárhagslega innspýtingu
í heilbrigðiskerfið. Bestu leiðirnar til að
hindra of- eða vanlækningar felast í vel
menntuðum læknum, góðum klínískum
leiðbeiningum, öflugri gæðaskráningu og
notkun vísindalegrar aðferðar til að meta
gagnsemi meðferðar. Í því felst að allir
viti hvað er rétt að gera, geri það rétt og á
réttum tíma. LR ætlar að vinna ötullega
að því að styðja félagsmenn til að halda
áfram að vinna á þann hátt og gera það
sýnilegra, segir Þórarinn Guðnason for-
maður LR að lokum.
Eliquis (apixaban) 2,5 mg og 5 mg filmuhúðaðar töflur.
Ábendingar: Eliquis 2,5 mg: Forvörn gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti.
Eliquis 2,5 mg og 5 mg: Forvörn gegn heilaslagi og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum (non-
valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilaslag eða tímabundna blóðþurrð í heila (transient ischaemic
attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og
lungnasegareki (PE), og forvörn gegn endurtekinni segamyndun í djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu
eða einhverju hjálparefnanna. Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. Lifrarsjúkdómar sem fylgir blóðstorkukvilli og blæðingarhætta sem hefur klíníska þýðingu.
Vefjaskemmdir eða kvillar ef það er talið vera áhættuþáttur fyrir verulegri blæðingarhættu. Þar með talið nýlegur eða virkur sárasjúkdómur í meltingarvegi, illkynja
æxli með mikilli blæðingarhættu, nýlegir áverkar á heila eða mænu, nýleg skurðaðgerð á heila, mænu eða auga, nýleg innankúpublæðing, æðahnútar í vélinda
eða grunur um slíkt, slagæða- og bláæðatenging, æðagúlar eða meiriháttar óeðlilegar æðar í mænu eða heila. Samhliða meðferð með öðru segavarnarlyfi, t.d.
ósundurgreint (unfractionated) heparín, létt (low molecular weight) heparín (enoxaparin, dalteparin, o.s.frv.), heparín afleiður (fondaparinux, o.s.frv.), segavarnarlyf
til inntöku (warfarín, rivaroxaban, dabigatran, o.s.frv.), nema í þeim sérstöku tilvikum þegar skipt er um meðferð með segavarnarlyfjum eða ef ósundurgreint
heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í miðlægri bláæð eða slagæð.
Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is.
Markaðsleyfishafi: Bristol-Myers Squibb/Pfizer EEIG.
Pakkningastærðir og verð 1. desember 2017: 2,5 mg 60 stk.: 11.585 kr., 2,5 mg 168 stk.: 31.844 kr., 5 mg 14 stk.: 4.021 kr., 5 mg 100 stk.: 19.071 kr., 5 mg 168 stk.:
31.844 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: G.
Samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) dags. 4. desember 2017.
Sá sem ávísar lyfinu þarf að hafa kynnt sér fræðsluefni (RMP) fyrir lyfið og afhent sjúklingi tiltekið fræðsluefni ætlað sjúklingum (öryggisspjald fyrir sjúklinga) áður
en notkun lyfsins hefst. Ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum má hafa samband við umboðsaðila: Icepharma hf., Lynghálsi 13, 110 Reykjavík, sími
540 8000.