Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 285 R A N N S Ó K N Tilfelli 3 25 ára gamall heilsuhraustur samkynhneigður, franskur karl- maður sem kom til landsins með skemmtiferðaskipi var lagð- ur inn vegna gulu. Einkenni hófust þremur dögum fyrir komu með uppköstum og daginn fyrir komu varð hann var við gulu í augnhvítum. Að sögn hafði hann haft samræði við karlmenn en alltaf notað verjur. Á undanförnum 6 mánuðum hafði hann ferð- ast til Ítalíu, Frakklands, Noregs, Grænlands og Íslands. Ekki var saga um misnotkun á áfengi eða öðrum vímuefnum. Hann notaði engin lyf að staðaldri. Við komu var hann gulur og með eymsli yfir hægra rifjabarði. Murphys-teikn var neikvætt. Blóðprufur sýndu hækkun á lifrarprófum (tafla I). Mótefnamælingar voru jákvæðar fyrir HAV með hækkun á mótefnum af IgM-gerð ásamt heildar- mótefnum. Einnig voru merki um eldri sýkingar af völdum EBV og CMV. Mótefni gegn lifrarbólgu B og C voru neikvæð. Ómun af lifur, brisi og gallvegum sýndi litla þykkveggja gallblöðru (mynd 2). Engir steinar greindust í gallblöðru. Sjúklingur útskrifaðist við góða líðan á öðrum degi með eftirfylgni í sínu heimalandi. Tilfelli 4 37 ára gömul kona með fyrri sögu um bólgur í grindarholi (pelvic inflammatory disease) var lögð inn með 9 daga sögu um kviðverki í hægri neðri fjórðungi, slappleika, hita, beinverki, ógleði og uppköst. Hún hafði tekið eftir gulu í augnhvítum daginn fyr- ir komu. Vegna verkja hafði hún tekið íbúfen og parasetamól í venjulegum skömmtum í tvo til þrjá daga. Hún hafði ekki notað fæðubótarefni og ekki ferðast utanlands nýlega. Um tveimur vik- um fyrir komu kvaðst hún hafa borðað innflutt bláber. Ættarsaga var um járngeymdarkvilla (haemochromatosis). Við komu var hún hitalaus, með gulu í augnhvítum og þreifieymsli í hægri neðri fjórðungi kviðar. Blóðprufur sýndu hækkun á lifrarprófum og INR (tafla I). Ómun af lifur, brisi og gallvegum sýndi samfallna gallblöðru. Gallsteinar sáust ekki. Tölvusneiðmynd af kviðarholi næsta dag sýndi mjög þykkveggja gallblöðruvegg (10-11 mm) með bjúg og upphleðslu á skuggaefni í slímhúð gallblöðru (mynd 3). Það voru engar bólgubreytingar í fitu aðlægt gallblöðru. Frír vökvi sást í grindarholi. Mótefnapróf voru jákvæð fyrir HAV, bæði IgM- gerð og heildarmótefni. Einnig voru merki um fyrri sýkingar af völdum EBV og CMV. Sjálfsnæmismótefni voru neikvæð. Lifrar- próf fóru hækkandi fyrstu dagana eftir komu og INR fór hæst í 1,7. Eftir það fóru þau lækkandi og voru orðin eðlileg eftir um tvo mánuði. Tilfelli 5 39 ára gamall heilsuhraustur, samkynhneigður karlmaður lagðist inn með 5 daga sögu um háan hita og hósta. Ógleði en ekki upp- köst daginn fyrir komu. Hann hafði verið á meginlandi Evrópu í þrjár vikur og kom heim tæpum fjórum vikum áður en veikindi hófust. Að sögn hafði hann haft samræði við karlmenn en notað verjur. Ekki var saga um misnotkun á áfengi eða öðrum vímu- efnum. Hann notaði engin lyf að staðaldri. Skoðun við komu var ómarkverð en væg eymsli voru í neðri vinstri fjórðungi kviðar. Blóðprufur sýndu hækkun á lifrarprófum (tafla I). Mótefnamæl- ingar voru jákvæðar fyrir HAV með hækkun á mótefnum af IgM- gerð ásamt heildarmótefnum. Engin merki voru um virka sýk- ingu af völdum lifrarbólgu B en hins vegar voru merki um gamla sýkingu af völdum sjúkdómsins (mótefni gegn HBc mældust en mótefnavakinn HBsAg mældist ekki). Mótefni gegn lifrarbólgu C og HIV 1 og 2 voru neikvæð. Ómun af lifur, brisi og gallvegum var ómarkverð. Sjúklingur útskrifaðist samdægurs við góða líðan. Miðgildi allra sjúklinga fyrir eftirfarandi lifrargildi við komu voru: ALAT 3081 U/L (spönn: 1521-4391; eðlilegt 70 og 45 U/L fyrir karla og konur) ALP 189 U/L (spönn: 143-193; eðlilegt 35-105 U/L) bílirúbín 129 µmol/L (spönn: 93-213; eðlilegt 5-25 µmol/L) Umræða Fimm tilfelli af bráðri lifrarbólgu A (HAV) greindust á Íslandi árið 2017. Í öllum sjúklingum samræmdust hækkuð lifrarpróf í blóði bráðum lifrarskaða og í þremur af 5 sjúklingum var INR hækkað sem merki um lifrarbilun. Mótefnamælingar voru jákvæðar fyrir Mynd 3. Tölvusneiðmynd sýnir litla gallblöðru með miklum bjúg í gallblöðru- veggnum. Mynd 2. Ómun sýnir þykkveggja en fremur litla gallblöðru.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.