Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 01.06.2018, Blaðsíða 40
312 LÆKNAblaðið 2018/104 Nýr Landspítali ohf, í samstarfi við Ríkis- kaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, hefur afhent fjórum hönnunarteymum útboðs- gögn vegna fullnaðarhönnunar nýs 15.000 fermetra rannsóknahúss. Hönnunarteymin fjögur sem stóðust kröfur sem gerðar voru í forvalinu eru Grænaborg (Arkstudio ehf, Hnit verk- fræðistofa, Landmótun, Raftákn, Yrki arkitektar), Mannvit og Arkís arkitektar, Corpus3 (Basalt arkitektar, Hornsteinar arkitektar, Lota ehf og VSÓ ráðgjöf) og Verkís og TBL. Rannsóknahúsið er hluti af heildarupp- byggingu Nýs Landspítala við Hringbraut og er áætlað að það verði staðsett vestan megin við svokallaðan Læknagarð þar sem bílastæðin eru nú. Aðrar byggingar eru meðferðar- kjarninn, sem er stærsta byggingin í upp- byggingu Hringbrautarverkefnisins, nýtt sjúkrahótel, sem verður tekið í notkun á árinu og bílastæða-, tækni- og skrif- stofuhús. Starfseiningar í rannsóknahúsi verða meinafræði, rannsóknakjarni, klínísk líf- efnafræði og blóðmeinafræði, frumurækt- unarkjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði, rann- sóknastofa í gigtsjúkdómum og sýkla- og veirufræði. Einnig mun starfsemi Blóðbanka flytjast í nýtt rannsóknahús. Rannsókna- húsið tengist meðferðarkjarna og öðrum byggingum spítalans með sérstökum sjálfvirkum flutningskerfum, einnig með tengigöngum og tengibrúm. Á þaki rann- sóknahússins verður einnig þyrlupallur (22 m í þvermál) sem tengist bráðamóttöku og fleiri deildum í meðferðarkjarna um tengibrú. Þyrlupallurinn þarf að geta tekið við þyrlum af ýmsum gerðum og er stærð hans ákvörðuð með tilliti til þyrlna sem eru lengri og þyngri en núverandi þyrlur Landhelgisgæslu Íslands, til að tryggja nýtingu til framtíðar. Nýtt rannsóknahús mun skapa mikið hagræði hjá Landspítalanum vegna sam- einingar allrar rannsóknastarfsemi spít- alans á einn stað. Þá eru samlegðaráhrif við Háskóla Íslands mikil, en skólinn mun reisa nýtt hús heilbrigðisvísindasviðs sem verður tengt rannsóknahúsinu. Samkvæmt áætlunum mun nýtt rannsóknahús verða tekið í notkun á árinu 2024 í samræmi við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Opnun tilboða verður hjá Ríkiskaupum þann 11. júní næstkomandi. Lokað útboð í rannsóknahús Landspítala flóknara eftir því sem tækninni fleygir fram. Hvað vil ég vita og vil ég vita eitt en ekki annað? Vil ég vita hvort barnið mitt er með klofinn hrygg en vil ég ekki vita hvort það er með litningagalla? Þegar galli greinist í byggingu fósturs er það hluti af uppvinnslunni að finna hvort frávik eru í litningum fóstursins auk þess að kanna hvort önnur missmíð er til staðar. Það er mjög mikilvægt að hafa siðfræði- umræðuna með en umræðan hefur því miður snúist alltof mikið um greiningu á þrístæðu 21. Miklu fleiri vandamál, bæði litninga og byggingargallar, koma fram við fósturskimanir. Nú er hægt að kortleggja erfðamengi fósturs með ein- faldri blóðprufu frá móður við 12 vikna meðgöngu. Ég held að áherslur eigi eftir að breytast og fókusinn á eflaust eftir að færast frá þessu eina vandamáli á næstu árum,“ segir Hildur. „Menn hafa ekki verið að setja eins mörg spurningamerki við önnur vanda- mál sem við finnum við ómskoðun. Þetta er í rauninni svolítið sérstakt þegar horft er á heildarmyndina en hvort tveggja er til að gefa fólki upplýsingar um ófædd barnið sem það á í vændum. Hér á landi og víðar hefur það þótt siðferðilega rétt að enda meðgönguna ef ljóst er að barnið muni eiga við alvarlega andlega eða lík- amlega fötlun að stríða. Þetta þarf að vera enn meira í umræðunni í framtíðinni því það hefur átt sér stað algjör sprenging í erfðarannsóknum. Það er ekki langt síðan að menn áttuðu sig á því að hægt væri að finna erfðaefni fóstursins í blóði móður- innar og enn styttra síðan að tæknin til að skoða það varð bæði hraðvirk og tiltölu- lega ódýr. Við erum nú þegar farin að nota þessa aðferð í hagnýtum tilgangi en frá því um síðustu áramót höfum við skimað fyrir blóðflokki fósturs hjá mæðrum sem eru rhesus-neikvæðar. Þetta leiðir til þess að þær mæður sem ganga með barn sem er rhesus-jákvætt og eru þar með í áhættu- meðgöngu, þær fá sérhæfða meðferð en þær sem ganga með rhesus-neikvætt fóstur fá hefðbundna meðgönguvernd,“ segir Hulda. Þær segja að lokum að siðfræðiumræð- an þurfi alltaf að vera opin, hún geti ekki farið fram í þröngum hópi sérfræðinga heldur eigi erindi til samfélagsins í heild. „Suma þætti umræðunnar erum við sam- mála um en aðra ekki og þá þarf að ræða það.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.